Straumar - 01.01.1927, Blaðsíða 10

Straumar - 01.01.1927, Blaðsíða 10
2 STRAUMAR Heilbrigt trúarlíf. Erindi eftir prófessor Sigurð P. Sívertsen, flutt á fundi guðfræðistúdenta 8. janúar 1927. Umtalsefni mitt er, hver séu helztu ein- kenni heilbrigðs trúarlífs samkvæmt kristi- legri kenningu og reynslu. Ástæðan til þess að eg valdi mér það efni, var ann- ars vegar sú, að mér er ljóst, hve áhrifaríkt trúarlíf hvers manns getur verið fyrir þroskaferil sjálfs hans og um- hverfis hans, — og hins vegar meðvitundin um tjón það, er öfgar og óheilbrigði trúarlífsins geta unnið einstakl- ingum og heild. öllum er þörf á að gera sér þess grein, hver séu ein- kenni heilbrigðs trúarlífs, og þá ekki sízt þeim, sem ætla sér að verða leiðtogar á trúarbfssviðinu. — Engum, sem kynt hefir sér prédikun Krists, mun blandast hugur um, að fyrsta einkeimi heilbrigðs trúarlífs samkvæmt kenningu hans sé innileiki guðssamfélagsins. Trúin þarf að ná til persónuleikans, hún þarf að vera innileikans og hjartans mál. Alt andlegt líf verður að miðast við persónuleikann, við insta eðli mannsins. Það sem ekki nær til sálarlífsins, er aðeins sem ytra fat, aðeins ytri flík, eða búningur, persónuleikanum óviðkomandi. Þessvegna liggur í hlutar- ins eðli, að heilbrigt getur trúarlíf einkis tnanns verið, nema trúin nái föstutn tökuin á sálarlífi hans. Trúin þarf að ná tökum á skynsemi mannsins, þannig að sannindi trúarinnar vet'ði að hugsjónum mantts- ins, verði að þekkingu, sem maðurinn virðir og elskar og vill fara eftir í lífi sínu. — Trúin þarf einnig að ná til tilfinninga hvers manns, þannig að elska, lotning og tilbeiðsla og þrá tii guðssamfélags sé rík í huga tnanns- ins. — Ennfremur þarf trúin að ná til vilja mannsins, helga viljastefnu hans og viljafratnkvæmd. Eins og vér vitum, lagði frelsari vor afarríka áherzlu

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.