Straumar - 01.01.1927, Síða 14

Straumar - 01.01.1927, Síða 14
6 STRAUMAR Þar er maður, sem vill starfa og sem vill sjá ávexti af starfsemi sinni, og sem kemur miklu til leiðar. Krafturer einkenni trúar hans, en því miður virðist hann stundum í áhuga sínum gleyma „að ástunda sannleikann í kærleika“ (Ef. 4, 15). En það eru fleiri en þeir, sem almennast eru taldir ofstækisfullir þröngsýnismenn, sem eru með sama mark- inu brendir. Einnig þeim, sem telja sig frjálslynda í skoð- unum, hættir oft við hinu sama. Hættir við að óvirða það, sem öðrum er heilagt, og lítilsvirða annara sannfæringu, og eiga erfitt með að gæta sín, þegar dæmt er um menn eða skoðanir, sem þeim eru andstæðar. Plestar deilur um trúmál bera þessa vott. Það er ekki nema einstaka maður, sem kann að skrifa eða tala með gætni og samúð með öðrum; aðeins fáir, sem kunna að halda fram síiium málstað með rósemi og stillingu, jafnframt festu; aðeins fáir, sem kunna að lifa eftir meg- inreglunni „að ástunda sannleikann i kærleika“.— Vand- inn er að sameina það tvent: starfandi áhuga og elsku- ríka framkomu. Þar sem trúfrelsi í’íkir og áhugi fyrir trúmálum, er ekkert athugavert við það, þótt menn greini á um ýmis- legt í kenningu og kirkjusiðum og kirkjustjórn. Það er miklu fremur eðlilegt, að mehn geri sér mismunandi grein fyrir staðreyndum trúarinnar og að hver haldi fram og verji þá skoðun, sem hann telur réttasta. I því er ekkert rangt eða óheilbrigt. Hið óheilbrigða kemur fyrst fram í samúðarleysinu og skilningsleysinu gagnvart skoðunum annara. Vitanlega kemur óheilbrigði trúarlífsins ekki sízt fram í allri hörku í framkomu, og kærleiksskorti í umgengni við aðra, afskiftum af þeim og viðskiftum við þá. — Enn er fjórða einkenni hins heilbrigða trúar- 1 í f s og það er þroskinn. Lífið er sífeldri breytingu háð og vér vitum, að það er algild regla á öllum svæðum mannlífsins, að hætti þrosk- inn, þá er eitthvað að, þá er afturför fyrir höndum, eitt- hvað orðið sjúkt, sem fyr eða síðar leiðir til dauða, ef

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.