Straumar - 01.01.1927, Síða 22

Straumar - 01.01.1927, Síða 22
14 S T R A U M A U hefir hann haldið uppi sjálfstæðri prédikunarstarfsemi og eignast rnarga aðdáendur og vini, innan og utan Þýzkalands. Andstæðinga á hann þó miklu fleiri, enda fer hann viðast eigin leiðir. Hann boð- ar persónulegan kristindóni og menningu hjartans en berst gegn játningatrú og vélmenningu. Hann sættir sig ekki við heiminn eins og hann er, af þvi að hann trtiir og veit, að hann getur orðið betri en hann er. Hann er sileitandi sál, sem i auðrnýkt og með barnslegu trausti og opnum hug krýpur að fótskör Krists og hlustnr án fordóma á boðskap hans um Hfið og Guð. Timarit hans, Grune Bliitter, flytja nrer eingöngu ritgerðir, e,r- indi og prédikanir eftir hann. Snúast, ræður hans eigi einungis um trúmál, heldur og um ýms menningarmál, uppeldismál, list, siðfræði og þjóðfélagsmál. Kostar ritiö 5 þý/,k niörk á ári og er nól. 250 bls. i stóru broti. L. G. Nýr maiinkynsfrscdari. Sira Jakob Kristinsson, forsetí Guðspekisfélagsins, hefir nýverið flutt opinberlega við inikla aðsókn tvö erindi um komu nýs mann- kynsfræðara. Kvað hann öll æðri trúarbrögð, vitnisburð dulspekinga, vonir skálda, spár sjiekinga og frainburö merkra menningarfrömuða renna Btyrkum stoðum undir vonir þúsunda um, að bráðlega megi vænta inikils mannkynsfræðara, — ekki til að boðsi nýjar kenning- ar, heldur til að finna göinlum sannindum samnefnara og gefa þeim nýtt lif og nýjan búning. Er það skoðun félaga „Stjörnunnar i austri“, að Indverjinn Krisinarnurti sé sá, sem mehtarinn hafi valið sér að verkfæri, og hafi nú tvisvar talað til manna fyrir munn hans. í ann- að skiftið (i Adyar á Indlandi þ. 28. des. 1925) var sira J. Kr. nær- staddur. Vitnar hann, að livað sem rétt kann að reynast í þessu máli, þekki hann engan mann, er sér þyki verðugra verkfæri meistarans, ef hann kemur, engan, er virðist eiga hreinni sál og só heilagri en Kristnamurti. - Siðara erindið var aöallega ántinning til þeirra, sein ekki þora að bera sannleikanum vitni, af ótta við aðhlátur fjöldans „Sérhver nýr og mikilvægur sannleikur", sagði hann „er Friðþjófur frækni í stafkarlsgerfi; hann rænir menn ró, hann byltir ýmsu um, hann ýtir við mönnum, hristir þá og hefír endaskifti á hirðsnápum vanans - og' þá þagnar hláturinn". Hverja afstöðu ætlar lslenzka kirkjan að taka til þessa máls? Með eða móti? Er ekki skynsamlegast að biða átekta enn um stund og heyra boðskap þann, sem i vændum er? Er Farisearnir forðum vildu deyða postula Krists vegna kenninga þeirra, sagði Ganialiel: „Ef þetta ráð eða verk þet.ta er af uiönnum, verður þaö að engu; en ef það er af Guði, þá megnið þér ekkí að yfirbuga þá. Eigi má yður það lienda, að þér jafnvel berjist gegn Guöh. Kom ræða lians vitinu fyrir Faríseana og varð postulunum til llfs. - Ætti kirkja Krists, nú sem oftar, að minnast varnarræðu Fariseans gamla. L. G.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.