Straumar - 01.10.1929, Blaðsíða 15

Straumar - 01.10.1929, Blaðsíða 15
STRAUMAR 157 þetta bréf, og færa fyrir því ýmsar ástæður, sem þó virð- ast ekki mjög þungar á metunum. En það sem þó mælir sterkast með því, að Páll hafi ritað bréfið, er samband þess við Filemonsbréfið, sem er svo náið, að annaðhvort hefir Páll skrifað hvorugt eða bæði. En enginn vafi getur leikið á því, að Filemonsbréfið er eftir Pál, eins og síðar mun sýnt. Frh. E. M. Kringsjá Bróðurkærleiki og negrar. Á aðalþingi öldungakirkjunnar í Norður-Ameríku varð að iiætta við hina venjulegu sameigin- legu máltíð, vegna þess að almenningsálitið í bænum, þar sem fundurinn var haldinn, leyiði það ekki,að negrar þeir, sem fund- inn sátu, sætu til borðs með hinum hvítu. Tyrkneskir blaðamenn hafa stofnað félagsskap með sér til að vinna móti kristnum trúboðum þar i landi. Lútersku kirkjudeildirnar i veröldinni hafa nú 81023180 safn- aðarmenn, og er því stærsta kirkjudeild m'ótmælenda. Ráðstjórnin í Rússlandi hefir ákveðið að stofna háskóla í Ukrainu „til þcss að styrkja útbreiðslu trúleysis og ljá trúleys- ishreyfingunni vísindalegan grundvöll að byggja á“. Fram að þessu hefir ráðstjórnin aðallega unnið á móti kristinni trú, en nú nýlega voru 70 musteri Muhameðsmanna og 5 samkunduhús Gyðinga í Adzei'bejdsjan tckin af söfnuðunum og fengin í hend- ur félögum kommunista til l'undahalda og sum leigð til íbúðar. „Denominations“ (þ. e. sértrúarflokkar) sameinast. Eftir margra ára stapp og mikla skriffinsku, er nú loks í ráði að um 6 miljón meþódistar og presbyterar i Bandaríkjunum sameinist í eitt voldugt kirkjufélag. Eiga frjálslyndari menn í kirkju- félögunum upptökin að þessu, og voru gerðar ákveðnar ráðstaf- anir til sameiningar á fundi, er fuHtrúar „Tlie Presbyterian Church in tlie United States" og „Methodist Episcopal Church of America" áttu með sér í Pittsburgh, 30. jan. síðastliðinn. Á fundi í Dayton, í Ohio, er haldinn var dagana 0. og 7. febr. s. 1., og þar sem mættir voru fulltrúar frá „The Reformed Church in the United Statos", „The Church of tlie United Brethren in Christ" og „Thc Evengelical Synod of America" var samið frum-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.