Brautin


Brautin - 01.02.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 01.02.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN Stór útsala byrjar í dag, 10—50°/o afsláttur af öllum vörum. Velrarkápur afsl. 20 30%. — Golftreyjur verð frá kr. 4,75. — Sokkar kvenna frá kr. 0,60. — Silkisokkar kr. 1,75. — Kvenkjólar, barnakjólar, kjólatau og margt fleira mjög ódýrt. Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Sími 571. Laugaveg 20a. Brunatryggingar 1 ) sími 254. brzby / x-í>4 Sjóvátryggingar sími 542. Og því er danska lyfsalafé- lagið að birta þetta. Ætli það sé ekki einmitt gert til þess að sýna fram á, að lyfsöluskrá þeirra megi ekki lækka eða reyna að fá sína verðlagsskrá hækkaða á þessum lyfjum i samræmi við verðlag þeirra hjá öðrum þjóðum. Vér vitum þetta ekki, en ekki er það ó- sennilegt. Lyfsalinn getur þess að á- lagning lyfjanna hér sé 50— 100% á innkaupsverði vörunn- ar, að meðtöldum kostnaði. Hér getur stórum munað á verði lyfjanna, eftir því hvort reiknað er með innkaupsverði á lægsta framleiðslustað lyfsins, eða innkaupsverði, sem hækkað hefði með því að nota dýra danska lyfsölumilliliði. Er ekki ólikleg að þetta kynni að muna nokkru. En það er ekki aðeins efni í lyfin, heldur einnig tilbúningúr þeirra, sem af kunnugum, er talinn auka óþarflega lyfja- kostnaðinn. Væri það atriði mikið athugunarmál fyrir þá, sem kynna vilja sér, hvort lækka megi verðið á lyfjunum. Til að sýna fram á, að lyf- sala sé lítt arðvænleg, getur lyf- salinn þess, að lyfjabúð ein hafi orðið gjaldþrota fyrir fá- um mánuðuin og það svo illa, að þrotabúið aðcins gaf 5%. Og önnur lyfjabúð hafi orðið gjaldþrota fyrir örfáum árum. Um þetta segir hann: „Þetta er besta sönnunin fyrir gróða lyfjabúðanna“. — Ekki getur Brautin fallist á, að þetta þurfi að vera „besta sönnunin fyrir gróða lyfjabúðanna“, því slík gjaldþrot geta átt sér margar aðrar orsakir en þær, að lyf séu sebl of vægu verði; óregla, eyðslusemi og drykkjuskapur geta jafnvel komið blómleg- ustu' atvinnugreinum i mestu kreppu. En hitt mun rétt, að minni gróði hlýtur að vera að lyfsölu, þar sem mjög strjál- býlt er og þyrfti því nokkuð hærra álag á slíkum stöðum, en þar sem viðskiftamennirnir eru mjög margir og verslunar<- veltan afarmikil. , Tillögu Brautarinnar, um að Sjúkrasamlagið eignaðist sína eigin lyfjabúð, vill hr. St. Th. ekki ræða hér. En hann vill þó geta þess, „að hann vilji ekki óska Samlaginu svo slæmrar framtíðar, að það ætti eftir að verða fyrir þvi áfalli, sem það hlyti að hafa i för með sér, að stofnsetja lyfjabúð". Brautin getur ekki alveg gengið fram hjá þessum um- mælum, því þeim fylgja ekki þau rök, sem duga. Vér álítum að afkoma slikrar lyfjabúðar hlyti að mjög miklu leyti að vera komin undir því, hve Samlaginu hepnaðist vel að auka meðlimatölu sína. Brautin mun kosta kapps um að hvetja konur og menn, eink- um þá, sem efnalitlir eru, til að ganga í Sjúkrasamlagið og önn- ur blöð munu væntanlega gera það lika, því hér er gott og þarft mál á ferðinni. En Braut- in mun fara feti lengra. Hún mun reyna til að koma á sjúkrasamlagsskyldu hér í bæ fyrir efnaminna fóllc, svo það lendi síður í kröggum, þegar sjúkdómar og veikindi bera að garði. En þó að Brautinni tak- ist ekki, að koma þessu fram, þá vonar hún samt, að Sjúkra- samlagið geti stórum aukið meðlimafjölda sinn á næstu ár- um. Og því meiri, sem hann verður, því liklegra er að betur borgi sig fyrir Samlagið að eiga sína eigin lyfjabúð og kaupa lyf sín með innkaupsverði frá lægsta framleiðslustað, en að kaup þau ef til vill gegnum tvo millilið, fyrst danska og svo ís- lenska. Vér vildum þvi óska Sam- laginu þess, að það gæti sem allra fyrst, aukið svo meðlima- fjölda sinn, að því væri það gróði að éignast sína eigin lyfjabúð, og það er álit vort, að allur almenningur myndi líta lyfjabúð þess hlýju auga og láta hana ekki verða síður fyrir viðskiftuin en aðrar lyfja- búðir. Er þá von um að „á- fallið“ verði ekki eins voðalegt og Jyfsalinn hugsar sér. Um það verður ekki deilt, að Iyfsala hér í Reykjavík hefir verið stórgróðafyrirtæki undan- farin ár. Því til sönnunar rná benda á, að báðar lyfsölubúð- irnar höfðu í útsvar árið 1928 tuttugu og eitt þúsund krónur. Svarar það til úrsvarsálagning- ar G bankastjóra með 24 þús- und króna árslaunuin livern. Að ríkið skuli leyfa slíkan stórgróða ár eftir ár á einka- söluin lyfja til sjúkra manna, nær ekki nokkurrí átt. Það verður aldrei varið með góðum og gildum rökum. Brautin hefir vítt þetta og það að maklegleikum. Hún vill láta selja lyfin með altra vægasta verði, sem hægt er, því það er fátt viðbjóðs- legra til, en að ríkið eða bæir séu að taka stór gjöld á gróða, sem unnist hefir með hárri á- Iagningu á lyf sjúkra og heilsu- bilaðra manna, sumra hverra bláfátækra. Ef nokkuð er rangt, þá er það það, að ofþyngja þeim með álögum, sem pýndir eru og sárþjáðir af sjúkdómum og fátækt. Að réttu lagi ættu lyfihúðirn- ar eins og spítalarnir að vera nokkurskonar liknarstofnanir, sein veittu sjúkum mönnum læknislyf fyrir lægsta verð, eða að öðrum kosti að sú upphæð, sem það opinbera fær fyrir gróðaálögur af lyfjasölu gengi í sérstakan sjóð, sem hjálpaði fálæku fólki að afla sér lyfja fyrir Iágt verð eða ókeypis. Heilbrigðasta leiðin er að stórgróði á lyfsölu hverfi með öllu, en ef stjórnin endilega vill halda dauðahaldi í hann, þá virðist réttmætt að láta sjúkra- samlögin sitja fyrir honum. Gleði. Jólin voru i nánd. Annriki bæjarins lór i vóxt. í búðar- gluggunum voru að byija jóla- sýningar,þeir voru betur skreyttir og lýstir en venjulega, bærinn var að taka á sig hátlðisbrag. Eg þurfti líka að undiibúa undir jólin og fór víða um bæinn, og það bar margt íyrir augun. Eg kom i bankann. Eg af- henti mína bók ug beið eftir afgreiðslu. Fjöldi annara beið. Gjaldkerinn kallaði upp nafn eltir nafn, mennirnir gáfu sig fram, og einn eflir annan tók á móti krónunum, sem þeir höfðu dre^ið saman og sparað, en voru nú aftur að taka þær út, til að gleðja sig afþeimumjól- in. Gómul kona fékk 10 krón- ur, hún opnaði bókina sfna um leið og hún setti krónurnar innan i hana, og sá eg þá að ettir i henni voru sixiiu aurar. Eg var niðii á Póslhúsj. — Kona um átlrætt, sem oiðin var hrnm og lasburða, bað mig að skiifa nafnið sitt undir síma- ávísnn. Hún var orðrn of las- burða til að skrifa, og gat nú ekki kvittað lyrir 50 kr. S'ma- ávisun, sem somir hennar, bóndi i sveit, var að senda henni tii jólanna. Eg sá hana taka á inóti krónunum, heyrði hana biðja Guð að blessa son sinn, og sá hana svo haltra úf, og hverlaí mannfjöldann á götunni. Eg var að skoða barnaleik- föng í einni búðinni. Við hlið mér stóð miðaldra prúðbúinu maður. Hann skoðaði margt og stórir pakkar voru pakkaðirinu banda honum, og áttu að send- ast hrim td hans. Eg hey di þá að hann var einn af þeim, sem talinn er með best stæðu borgurum bæjarins. þegar hanu borgaði tók bann upp tvo hundrað kióna seðla, og fékk lítið eitt til baka. Jeg vissi að hann átti tvö böm, og mjer ógnaði þau teikn, sem þau hefðu úr að moða til að leika sér að um jólin. Eg kom í búð til gullsmiðs. Tveir ungir menn voru að skoða brjóslnælur. Eftir miklar bolla- leggingar um hver væri falleg- ust, keypli annar þeirra eina nælu, sem kostaði G0 kr. Við urðum samleiða út, og eg gekk eftir sömu götu og þeir frá búð- inni. Heyrði eg þa a tali þeirra, að sá er næluna keypti, bafði fengið sér 200 kióna vixil, og að hann bjó-t eins við þvf, að ábyrgðarmennirnir yðu að gieiöa hann þegar gjalddagínn kæmi, ef hann ekki fengist framlengdur. í »bakarii« rakst eg aftur á gömlu konuna, sem eg sá taka 10 kr. út úr bankanum, hún keypti tvó vinaibrauð, og eg sá að litið var eltir i buddunni hennar. Hjá öðrum fékk eg þá að vita að hún væri bjá dóttir sinni, sem væii ekkja og hefði fyrír tveim börnnm að sjá, og mér dait i bug að börnin mundu eiga að fá vinaibrauðin, en þær móðiiin og amman, ætluðu sér litið af þeim, heldur meira hversdagsmatinn. Eg sá maigt fleira. Eg sá að allir voru að reyna að kaupa sér jólagleði fyrir peninga. Eg sá að menn keyptu hana mis- dýru verði, en eg var ekki viss um hvort þeir fengu mesta gleð- ina, sem mesta gáfu út peniug- ana. Eg var ekki heldur viss

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.