Árbók knattspyrnumanna - 01.01.1939, Side 15
Upphaf knattspyrnunnar í Reykjavík.
Fyrsta knattspyrnufélagið í Reykjavik var
stofnað 1899 (Knattspyrnufélag Reykjavikur).
A fyrsta áratug þessarar aldar var það eitt
um hituna. (Það hél ]>á Fótboltafélag Reykja-
víkur, þvi að orðið knattspyrna er ekki myndað
fyr en um 1910, og mun Bjarni l'rá Vogi vera
höfundur þess orðs). Æfingar voru á melunum,
skannnt fyrir sunnan Valhöll, og liggur Suð-
urgata nú um vesturbrún þess svæðis. Melarnir
voru mjög blautir á vorin, ekki nema aur og
leðja, þangað til frost var úr jörðu og þurrt
orðið. Var þvi venjulega ekki liægt að byrja æf-
ingar fyr en í maí, en vetraræfingar tíðkuðust
ekki þá og elcki fyr en löngu síðar.
Um kappleiki var ekki að ræða fyrstu æviár
K.R., nema þegar náðist í enskar skipshafnir
af herskipum, en þessi ár voru ensk varðskip
hér við land að staðaldri. Árið 1907 var stofn-
að íþróltafélag Reykjavíkur, og þó að það hefði
ekki knattspyrnu á stefnuskrá sinni, þá hafði
það nógu mörgum knattspyrnumönnum á að
skipa lil þess, að geta háð nokkra leiki við
K.R. Knattspyrnumenn l.R. voru sem sé flestir
(og ef til vill allir, nema Bertelsen, formaður
og stofnandi Í.B.) einnig félagsmenn í K.R. og
höfðu lærl þar og iðkað listina. Var þetta gert
lil þess að hægt væri að þreyta kappleiki, þvi
að annars var ekki um annað að ræða, en að
tefla fram 2 liðum úr K.R., eins og gert var á
þjóðhátið hér. Þessir leikir milli K.R. og Í.B.
munu liafa verið sumarið 1908. Ekki var fram-
13