Árbók knattspyrnumanna - 01.01.1939, Qupperneq 17
liðið nokkur ár, þangað til félögin hefðu leitt
saman hesta sina opinberlega, ef önnur atvik
liefðu ekki ráðið.
Vorið 1911 var fullgerður gamli íþróttavöll-
urinn á Melunum og þá skyldi fara fram alls-
lierjar-íþróttamót, er hefjast skyldi á aldaraf-
mæli Jóns forseta. Viku fyrir afmælið var völl-
urinn vígður. Fóru forstöðumenn vallarins þess
á leit við félögin, sem að honum stóðu (en
meðal þeirra voru K.R. og Fram, en ekki hin
knattspyrnufélögin), að þau léðu aðstoð sína
iil þess að íþróttasýningarnar yrðu sem fjöl-
hreyttastar. Létu Frammenn j)á til leiðast að
leika við kappana í K. R., en þeir tóku mótherj-
ana ekkert hátiðlega og tcfldu ekki fram öllum
beztu mönnum sínum. Þau óvæntu úrslit urðu
á þessum leik, að félögin skildu jöfn (0—0). Nú
töldu Frammenn sér alla vegi færa og tilkynntu
þátttöku sína í iþróttamótinu; styrktu þeir þá
liðið með nokkrum skólapiltum, sem þá gengu
i félagið. En K.R. átti líka talsvert betra lið en
það, sem ieikið hafði fyrsta kapplcikinn, og
hugðu þeir nú á hefndir. Leikar fóru svo á
mótinu, að Fram sigraði með 2—1, eftir mjög
skemmtilegan og liarðan og tvisýnan leik. Ur-
slitamarkið kom á síðustu mínútu, og var leikur
ekki liafinn aftur. Dómari á þessum leikjum
og öll næstu árin var Ólafur Rósenkranz.
Með þessu leikjum var isinn brotinn og síðan
hefir ekkert ár liðið svo, að ekki liafi verið
keppt í knattspyrnu hér í höfuðstaðnum.
P. S.
15