Árbók knattspyrnumanna - 01.01.1939, Page 73

Árbók knattspyrnumanna  - 01.01.1939, Page 73
Fyrirliði. Þar sem vitað er, að margir gera sér rangar liugmyndir um störf fyrirliSa knattspyrnu- sveitar, þykir ekki úr vegi, að lýsa störfum hans að nokkru og er það gert í þeirri von, að það megi verða fyrirliðum og öðrum til leiðbein- ingar. Störf fyrirliða byrja löngu áður en leikur hefst, því að m.argt verður að ákveðast fyrir hvern leik. Þegai' stjórn félags eða þar til kosin nefnd ákveður hvernig sveitin skuli skipuð, verður fyrirliði að vera með í ráðum og segja sitt álit. Einnig ákveður stjórnin og þjálfari hvaða leik- aðferð skuli beitt, hvernig verja skuli mark, ef vindur er, hvernig leikmenn skúli skipta um stöðu eftir aðstæðum o. s. frv. Allt þetta verður fyrirliði að vita, því að það er hann, ásamt þjálfara, sem ræðir þetta og útskýrir fyrir leikmönnum og það er hann, sem sér um framkvæmdir á þessu, þegar á völlinn er komið. Þá er það fyrirliði (og e. I. v. þjálfari), sem ákveður hver skuli taka aukaspyrnur langt frá marki andstæðinganna og hver nálægt þvi. — Sama gildir um vitispyrnur. Einnig ákveður fyrirliði, í samráði við þjált'- ara, hverjir skuli vera varaménn. Á meðan á leik stendur ber fyrirliða að sjá um að hver og einn vinni sitt verk og skal liann ákveða allar nauðsynlegar breytingar á skipun liðsins. 71

x

Árbók knattspyrnumanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók knattspyrnumanna
https://timarit.is/publication/683

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.