Auglýsingablaðið - 08.11.1924, Blaðsíða 2
2
AU.GLÝSINGABLAÐIÐ
Auglýsingablaöið
kemur út fyrst um sinn eftir
þörfum, kostar í lausasölu 10
aura. Auglýsingagjald 1 króna
á cm, 10 aurar fyrir orðið í
smáauglýsingum.
Kaupmenn!
Munið að það er hezt og ódýrast að auglýsa í Auglýsinga-
blaðinu. — Sendið auglýsingar ykkar til skrifstofu blaðsins
Hafnarstræti 18 (Nýhöfn).
Strandakirkj a.
(Brot).
Særinn, klappir, sandar, klettar
saman höndum taka.
Broshýr sandablómin vaka
að boði hans, sem tók og gaf.
Ljósið, sem vorn lífsþráð fljettar
ljómar skærst við dauðans haf.
Kirkjan stendur krossins merki
krýnd á eyðisandi,
sænum viti, vörður landi,
veitir þjáðum trúaryl.
Lifði hjer að ljóssins verki
líf, sem er og verður til.
Hjer er þreyttum hvíla búin
— helgur grafar friður.
Kári sandi sópar niður,
sýnir hvergi leiðaskil.
Sefur hver, sem legst hjer lúinn
ljúft við hafsins undirspil.
Skapti Einholz
Skrítlur.
I veislu nokkurri bar svo við, að
kunnur rithöfundur sat hjá ungri,
fallegri stúlku. Hann braut upp á
ýmsum umtalsefnum, en samtalið
gekk fremur stirt. Loks beindi hann
talinu að bókmentum.
Rithöfundurinn: Hafíð þér nýlega
lesið nokkrar góðar bækur, ungfrú?
Ungfrúin: Já, eg las fyrir skömmu
eina ljómandi góða bók.
Rithöfundurinn: Hvað hét hún?
Ungfrúin: Nafninu á henni er eg
alveg búin að gleyma.
Rithöfundurinn: En nm hvað var
hún?
Ungfrúin: Eg verð að játa, að nú
í augnablikinu man eg það ekki
almennilega.
Rithöfundurinn: En hver var höf-
undurinn?
Ungfrúin: Höfundurinn? Rað er
mjög kunnur maðúr, en eg get þvi
miður ekki sagt yður hvað hann
heitir.
Eftir dálitla þögn segir hún alt í
einu: Alveg rétt, nú man eg þó að
minsla kosti eitt. Bókin var í mjög
fallegu, rauðu leðurbandi.
Sýslumaðurinn: Að réttu lagi ber
yður að borga 50 króna sekt, en af
því að það eruð nú þér, sem hlut
eigið að máli, þá loka eg öðru auga
réttvísinnar og sleppi yður með að
borga 25 krónur.
Hinn ákærði (leitar í peningaveski
sínu og flnnur ekki nema 20 krónur):
Heyrið þér, herra sýslumaður, þér
eruð víst ófáanlegir til, að draga
hitt augað í pung, sem svarar 5
krónum?
Kenslukonan: Segðu mér Adólf,
hvernig viltu skýra það, að Karl
tólfti hafi verið einvaldur?
Adólf litli: Karl tólfti var ógittur.
Móðirin: Þú hefir munað eftir að
hýða eplið áður en þú borðaðir
það?
Helgi: Já, mamma min.
Móðirin: En hvað gerðir þú svo
við hýðið?
Helgi: Jeg át það á eftir.
Hún: Hugsið yður, pabbi gefur
mjer alt af bók í afmælisgjöf.
Hann: Pað er þá orðið skárra
bókasafnið sem þjer eigið.
Frú Sörensen: Ó, eg bið yður
auðmjúklega fyrirgefningar á því, frú
Nielsen, að eg hef sagt söguna, sem
þér sögðuð mér um daginn, þó eg
væri búin að lofa að þegja yfir henni.
Frú Nielsen: það gerir ekkert til.
Eg sagði yður hana einungis til þess
að hún skyldi berast út.
Ekkjumaðurinn (ætlar að fara að
hefja bónorðið); Yður virðist það ef
til vill djarft af ekkjumanni á mín-
um aldri að leggja ást á unga. stúlku.
En eg fullvissa yður um það, að eg
er ennþá ungur í anda, algerlega
heilbrigður og hinn ernasti. Vinir
mínir segja oft við mig: »Þú getur
auðveldlega lifað nokkrar konur
enn!«
Gengi 8. nóv.
London......................28,60
Kaupmannahöfn .... 109,49
Kristjaníu..................90,77
Stockholm.................169.02
New York................... 6,27
Parfs.......................33,12
Nýkominn skófatnaður:
Leikíimiskór góðir og ódýrir.
kven-inniskór margar teg.
Ennfr. Unglinga, Kvenna
og Karla vatnsleður
stígvél.
Stefán Gunnarsson
Austurstræti 3,