Auglýsingablaðið - 08.11.1924, Side 4
4
AUGLÝSINGABLAÐIÐ
Úrval af fataefnu
öllum g’erðum.
af S
Sömuleiðis ágæl tau í drengja frakka og íot.
Ðanska. Cheviotið í dreng-jaföt
mælir með sér sjálft
(tvinnaðir báðir þræðir).
Gudm. B. Tikar, Laugav. 5.
"Vetrarfrakka-, íata- oS buxnaefui,
stórt úrval. — Tilbúin föt altaf fyrirliggandi,
einnig afgreidd eftir pöntunum. Verðið afarlágt.
Andrés Andrésson.
Laugaveg 3.
Til sölu með tækifærisverði
onotuð kvenstígvél (úr
lakki), lítil gúmmlstíg-
vél o. fl.
Afgr. vísar á.
if sjersíökum ástæðum
get ég selt nokkur sérlega vönduð
Kaffí ]
Matar stell.
Pvotta J
Ennfremur sérstaka diska,
bollapör, mjólkurkönnur
og vatnsglös, '
Komið og athugið verð og
gæði áður en þér festið
kaup annarsstaðar.
flalldór R. GunnarssoD.
Aðalstræti 6. Simi 1318.
Prentsmiðjan Gutenberg.
var ekki einn af þeim prestum. Hann kunni betur
við sig í reykingaklefa en í viðhafnarstofu, og vildi
heldur fara á veiðar, en að ganga á sunnudagaskóla.
Hann hugsaði ekkert um það, hvernig hann var í
útgangi. og fanst það vera meira en nóg, að þvo sér
einu sinni á dag. Hann var sterkur, mikill íþrótta-
maður, reykti svart tóbak og var trúlofaður. Auk
þessa las hann fjölda bóka, þótt engum dytti í hug
að kalla hann lestrarfífl.
»Agnar-ögn af whiky myndi gera límonaði ennþá
betra«, tautaði hann við sjálfan sig. »Majórinn er
heldur ekki neitt spar á drykkinn«.
Veiðivagn mætti honum á veginum. Sá sem keyrði
var þrekinn maður og bjartur yfirlitum. Við hlið
hans sat ungur maður, fölur og kinnfiskasoginn í
snjáðum loðfrakka.
»Halló Doyle! Hvar hafið þér verið?« hrópaði
Meldon. Hann hljóp af hjólhestinum og staðnæmdist
á miðjum veginum. Hann sá þegar að ungi, föli mað-
urinn var framandi í Ballymoy. Meldon langaði nú
til að vita hvort hann gæti ekki fengið eitthvað að
vita um þenna ókunna mann — helst alt, ef það
væri mögulegt, Pað koma ekki oft ókunnir menn til
Ballymoy, en þegar það kemur fyrir, taka íbúar
borgarinnar á móti þeim af mikilli forvitni.
Það eru eiginlega tveir flokkar framandi manna,
sem koma til þeirra bæja á Vestur-írlandi, sem eru
lausir við ferðamannastruminn. 1 öðrum flokknum
eru menn, sem á einhvern hátt eru á vegum stjórn-
arinnar, verkfræðingar, umsjónarmenn, eftirlitsmenn
eða blaðamenn, sem hafa tekið að sér að skrifa um
ástandið á írlandi. þessi llokkur hinua framandi er
bara dálítið skemtilegur. í hinum flokknum eru menn,
sem á einhvern hátt eru búnir að fyrirgera framtíð
sinni annarsstaðar og vilja nú lifa í leynum, þar til
að farið er að fyrnast yfir þeirra gömlu syndir. Vinir
þeirra og ættingjar eru augsýnilega komuir að þeirri
niðurstöðu, að haglendið í Vestur-írlandi sé tilvalið
fyrir svarta sauði. Af þessum síðarnefnda flokki
hinna framandi, eru ekki eins margir og af hinum,
en þeir eru langtum skemtilegri. Þegar sögurnar um
fortíð þeirra eru orðnar kunnar, sem þær verða alt
af með tímanum, eru þær mjög skemtilegar.
Meldon komst þegar að þeirri niðurstöðu, að föru-
nautur Doyles væri einn af þeim svörtu sauðum. —
Hann var laus viö þetta lipra mentamanna viðmót,
sem erindrekar stjórnarinnar eru vanir að sýna; og
hann kiæddist loðfrakka, en erindrekar stjórnarinn-
ar og blaðamenn nota alls ekki yfirhafnir er þeir
ferðast í afskekt héruð. Auk þess myndu þeir ekki
#