Bókavinur - 01.08.1923, Blaðsíða 3

Bókavinur - 01.08.1923, Blaðsíða 3
Verður líklega nokkur biS á nýrri heildarútgáfu og það því fremur sem aSalverk Hallgríms, Passíusálmarnir, ver’Sa auSvitað hér eftir sem hingaS til gefnir út jafnóöum og upplag þrýtur. Er þá hætt viS a'ð unga kyn- slóðin fái sjaldnar en skyldi ljótS Iíallgríms í hendur, önnur en Passíu- sálmana, og jafnvel þeir munu nú ekki vera eins alment um hönd hafð- ir og áður var, aS minsta kosti í haupstöSunum. Hér kemur hiS nýja Hallgrímskver til hjálpar. ÞaS er úr- val úr „Sálmum og kvæSum“ Hall- gríms, 529 erindi alls, þar af 287 úr Passíusálmunum, og er í því frá- hrugðiö öörum söfnum er alþýða manna hefir nefnt Hallgrímskver, aö þau hafa aldrei tekið neitt úr Passíu- sálmunum, og hins vegar er þetta úr- val gert með alt öðrum hætti: „hér eru ekki tekin heil kvæSi og heilir sálmar, heldur lesið út úr ljóðum hans hiS allra dýrasta, eitt vers, tvö eSa fleiri í staS, eftir því sem verk- ast vildi, og þessu svo raöað nokk- urn veginn niSur eftir efni. Tilgang- urinn með þessu má hverjum vera augljós. Hann er sá, aö ná saman í eitt kver því, sem Hallgrímur hefir allra fegurst sagt um hitt og þetta, um Krist, um bænina, um dauSann, um veröldina o. s. frv.“ eins og út- gefandinn segir í formálanum........ -----ÞaS er í rauninni aSdáanlegt hve mikiö hér er saman komiS frá hendi eins manns, af anda, krafti og speki, og hve litlu rySi tíminn hefir slegið á ljó'ð Plallgríms." Sig. Kr. Pétursson rithöfúndur skrifar í AlþýSublaðið 298. tbl. 1922: „Hallgrímur Pétursson hefir orðið íslenskri alþýðu ástfólgnari en nokk- urt annaS skáld, er þjóðin hefir eign- ast..... -----Þá hefir og síra M. J. gert vel í því að láta ekki trúarskoSanir þessa tíma ráSa nokkru um valið. Hallgrímur Pétursson var barn sinn- ar aldar 0g verður að vera þaS. GuS- fræSi hans var aS vísu önnur en guö- træði margra leiöandi manna innan BÖKAVINUR kristninnar nú. En hvaS um það? Guðfræðishugmyndir breytast með hverjum áratug að kalla má — og eiga aS breytast. ÞaS sem nú er nýtt á fyrir sér aS verða gamalt 0g úrelt og þoka fyrir einhverju enn þá nýrra, er leiSir hugi manna enn þá lengra í áttina til hins sanna, fagra og góöa. GuSfræSishugmyndir liSinna alda eru sem spor eftir síleitandi mannsand- ann. Sum sporin sýna okkur hvar hann hefir stigiS þungt til jarðar sökum þreytu og bölsýnis, en önnur hvar hann hefir verið léttstígur, af því aS eilífSarvonir hans og bjart- sýni hafa nær því boriS hann á hönd- um sér. íslenska þjóSin mun eiga Passíusálmunum meira að þakka en margan grunar. Þeir munu hafa orð- iS til aS blíðka huga hennar.... — — Útgefandi bókarinnar, þr. Steindór Gunnarsson, hefir gert sér mjög far um aS gera hana sem best úr garði. Prentun viröist vera góö og pappír er sömuleiSis góður. Svo fæst bókin í ljómandi fallegu skinnbandi. Er hún því einkar vel fallin til tæk- færisgjafa. Þeim, sem eiga roskinn vin eða vandamann, er þeir vilja gleðja um þessar hátíðar, er fara í hönd, væri reynandi aS kaupa Hall- grímskver í skrautbandi. Kæmi mér ekki á óvart, þótt hátíðagleöin fylgdi kverinu sem eins konar kaupbætir." í dagblaðiS Vísir 12. ár. 18. des. skrifar H.: „ .... Alltítt er í öörum löndum, að gefa út úrval hinna frægustu höf- unda og nokkur slík rit hafa veriS gefin út hér á landi, t. d. eftir Matth. Jochumsson, SigurS BreiSfjörS og fleiri. Þegar vel er vandaö til slíkra rita, er bæði gagn og gaman aö þeim, og þau eiga aö verða lesand- anum hvöt til þess að kynnast öðr- um ritum höfundanna........ ------Oft heyrist á þaS minst, aS ljóðum Hallgríms Péturssonar sé nú minni athygli veitt en áður var, og er mörgum þaö mikiö áhyggjuefni. Ef til vill mætti ætla, aö sú breyting stafaði aS nokkru leyti af því, að hin uppvaxandi kynslóö hefir ekki átt 3 kost á aðgengilegu yfirliti yfir hin margháttuðu yrkisefni Hallgríms. En hér er slík bók fengin og verður vafalaust stórvinsæl og talin hin kærkomnasti gestur um Iand alt.“ Hallgrímskver kostar: hcft. 4,50; í shirtingsbandi, gyltu, 6,50; í vönd- u.Su skinnbandi, gyltu, 11,50. Trúmálavika Stúdentafélag-sins. StúdentafélagiS sendi siðastl. ár nokkrum alkunnum starfsmönnum trúar- og kirkjumálanna hér í Reykjavík svohljóðandi bréf: „Eins og kunnugt er, hafa allmikl- ar umræSur orðiS manna á milli um trú- og kirkjumál, á síðustu árum hér á landi og áhugi nokkur komið fram á því sviði. Hins vegar hafa ýmsir kvartað um þaS, aS erfitt væri sS fá heildaryfirlit yfir horfur og ástand þessara mála, enda lítiS veriS gert, til þess aS fá menn til að lýsa skoSunum sínum rólega og hlutlaust, bera þær síðan saman og ræSa þær sameiginlega. Þar sem gera má ráð fyrir, aS slík- sr sameiginlegar umræöur gætu aö ýmsu leyti brugðiS nýrri birtu yfir skoðanaskifti manna um þessi mál, hefir Stúdentafélag Reykjavíkur hugsað sér aS gangast fyrir funda- liöldum til þessa, og ákveöiS aö bjóöa til þeirra fulltrúum hinna helstu aðilja þessaVa mála. Til þess aö gefa hverjum einstökum, sem best færi á aS lýsa skoöunum sínum, er gert ráS fyrir því, að hver fulltrúi ílytji eitt erindi um trúar- og kirkju- líf nútímans hér á landi, og afstööu síns flokks til þess, síöan sé gengið á sameiginlegan fund og málið rætt, gerSar fyrirspurnir og athugasemd- ir, eftir reglum, er síöar veröa á- kveðnar. Allar frekari upplýsingar uin þetta mun stjórn S. R. fúslega veita, og t trausti þess aS þér vilduð stuöla að því, aö félag yðar styöji þetta fyrir- tæki og taki þátt í því, leyfum vér

x

Bókavinur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókavinur
https://timarit.is/publication/693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.