Bókavinur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókavinur - 01.09.1924, Qupperneq 2

Bókavinur - 01.09.1924, Qupperneq 2
2 BÓKAVINUR stríS. Eg vona, aö bókin eigi erindi til alira þeirra, sem hugsa vilja sjálf- stætt um þjóSmálin og ekki vera blindir sauöir í rekstri flokksmala. Guðm. Finnbogason. Benedikt Gröndal: Dægradvöl. Þetta er mikil bók, 363 bls. í með- alstóru formi, og aS öllu hin vand- ajíasta að ytri frágangi. — Er æfisaga þessi í stuttu máli ein- hver hin skemtilegasta bók, sem kom- ið hefir út á íslenzkri tungu, veldur því hin óþrjótandi fyndni Gröndals og hæfileiki hans til í örfáum orðum aS draga upp skýra og ógleyman- !ega mynd af því, sem hann er aS lýsa, einkum þó mönnum. Eru marg- ar lýsingarnar, þar sem hann -segir frá einkennum manna, æfi og afdrif- um, alveg óviðjafnanlegar. — — („Vörður“ 2./11. '23). Gamansögur. (Heljarslóðarorrusta og pórðar saga Geirmundarsonar). HeljarslóSarorusta Ben. Gröndals var fyrir löngu uppseld og ófáanleg. ÞaS var því næsta vel gert, að gefa hana út á ný, ásamt ÞórSar sögu Geirmundarsonar, í jafn snoturri út- gáfu og þessi útgáfa Ársæls bóksala cr. í HeljarslóSarorustu hefir Grön- dal komist nær því en nokkur annar íslenzkur höfundur, sem eg hefi lesið, að líkjast ameríska skáldinu Mark 'I'wain í því, aS fara meS skemtilegar öfgar. En munur Jæssara höfunda er þó mikill. Þar sem grunntónninn hjá Mark Twain er alvaran og að hjá- kátleikur lifsins er ekki annað en unnvörp þyngstu rauna, sem vaka undir niðri, er ,,humorisminn“ hjá Gröndal næröur af taumlausri gleSi, óhófi, riddaraskap og rómantík. Hug- arflug hans er stórkostlegt í lýsing- unum af bardögum, veizluhöldum og svaSaliförum, og stíllinn er næstum óviöjafnanlega snjall. Hér skulu t. d. teknar upp nokkrar linur á bls. 76: „Þá heyrSist lúðragangur mikill í útnorSri og sló upp eldbjarma niSur viS fjallabrún; þaS voru noröurljós, og þustu upp á himininn meður brag- andi blossum, og í þeim noröurljós- um riðu margar fylkingar vopnaöra rnanna, en eldbrim og ljósgráö freyddi undan hestabringunum, eins og rjúk- andi sjár; þær fylkingar voru al- svartar og höföu allir grímur fyrir ásjónum; þar riðu þrír fremstir á svörtum hestum og í svörtum brynj- um; þeir höfSu grírnur fyrir andliti og sverö björt. Þeir riSu um loftbog- ann og fóru geyst, en himinbrimiS svall löörandi og skínandi undan þeim; þeir höföu hjáima háfexta, kembdi stjörnurjúkandi ljósboöinn aftur af hverju faxi.“ (Dagur 15./10. ’2i). Á Gamansögum Gröndals er nú veröiS lækkað um helming, sbr. bóka- listann hér aftast í blaSinu. Guðm. Gíslason Hagalín: Vestan úr fjörðuin. Melakongurinn. Sagan Vestan úr fjörðum er all- löng, og er þó aS eins fyrsti þáttur- inn i löngum sagnabálki, þótt sá þátt- ur sé sjálfstæS heild. Melakongurinn er nafniö á þessum þættj,, og er í Framh. frá 1. síðu: GóÖur félagsskapur. Svífur í leiöslu löngun mín, sem léttfleygra vængja blak. Draumsagan horfna mér hljómar á ný. ITillir um kvpld yfir bárugný viö úthafsins fjarlægu, eldrauöu ský, eyjarnar Waak-al-Waak. — Mér gengur ýmislegt mótdrægt, á’nyggjurnar liggja á mér sem farg og stoöar þó lítið aS láta þær á sig i'á. — Æ, hvar er nú HeljarslóSar- orrusta: „— vildi Garibaldi fara á móti Pútíphar, því hann var fullhugi mik- ill; fékk hann því eigi ráöiö. Þá mælti Blálandskeisari: „Látiö mig tara í helvitið“ — og girti sig upp og gekk á móti Pútíphar". — Og svo framvegis, og svo fram- vegis! Okkar íslenzku bókmentir eru svo auSugar, þó þær séu ekki miklar aS vöxtum, að viS getum alt af fundiS i þeim eitthvaS" viö þarfir okkar hverja stundina. ViS fáum ekki ann- an betri félagsskap. Ársæll Árnason. höfuSiö á aöalpersónunni, Gunnjari bónda á Melum, sem er búhöldur aö íornum siö, og héraSshöföingi.------ í sögulok stendur Gunnar uppi yfir- gefinn og einmana. HiS gamla er hruniö í rústir, en ríki hins nýja tíma, „þar sem sonurinn gleymir fööur sín- um Iátnum, og dóttirin svívirSir for- eldra sína, — ríkiS, þar sem fram- faraflugurnar eru manni alt, án til- lits til gagns og velferðarauka, þeg- ar til framkvæmdanna kemur,“ er komiS í staöinn. Eins og menn sjá, er söguefniS baráttan milli gamla og nýja tím- ans, og er gripiS út úr þjóSlífi voru, eins og þaS er um þessar mundir. — (EimreiSin 1924, bls. 187). GuSm. G. Hagalín hefir vakið all- mikla athygli á«sér með skrifum sín- um, ekki aö eins hér, heldur óg er-

x

Bókavinur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókavinur
https://timarit.is/publication/693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.