Bókavinur - 01.09.1924, Side 4

Bókavinur - 01.09.1924, Side 4
4 BÓKAVINUR Jón Sveinsson er óefað sá íslendingur, sem víiSast er þektur erlendis. Meiri heimsfrægð hefir t. d. Vilhjálmur Stefánsson hlot- ið, en þó er óvíst, að eins margir þekki hann og Jón Sveinsson. Bæk- ur hans koma út i hverju þúsundinu á fætur öðru, og eru þýddar á flest F.vrópumálin. Og hver sá, sem bækur hans les, ann honum, svo að hann er jafn velþektur sem hann er víða þéktur. I Eimreiðinni í fyrra birtist útdráttur úr grein um hann, eftir frægan, þýskan ritdómara. Þar segir meðal annars: „— Mikilvægi séra Jóns í nútíma bókmentum þýzkum er einróma við- urkend af hinum beztu ritdómurum. Hann er einnig á bezta vegi með að verða heimsfrægur. í velflestum löndum Evrópu, í Afríku, Suður- og Norður-Ameriku og jafnvel í Kína- veldi, þekkja menn nafn hans. Því að ílest af verkum hans, eða einstakir kaflar úr þeim, eru þýdd á fjölda er- lendra tungna. Menn lesa rit hans á spánversku, portúgölsku, frakknesku, ensku, hollensku, dönsku, norsku, pólsku, ungversku, tjekknesku, króa- tisku, ítölsku, íslensku og kinversku. Það er eigi unt að sjá út yfir hans persónulegu og bókmentalegu sam- bönd. Fyrirlestra hefir hann flutt svo þúsundum skiftir í skólum, fé- lögum og vísindastofnunum." Á íslensku hefir komið út eftir íiann „Nonni'' í hitteðfýrra og „Börg- in við sundið" í fyrra. Báðar hafa þær selst betur en nokkrar aðrar ís- lenskar bækur samtímis. Nú fyrir jólin koma út „Sólskinsdagar" og á næsta ári „Nonni og Manni". Stefán frá Hvítadal: Eg vil burt (úr Söngvum förunmnnsins). Eg vil burt og halda á höf, hirða ei neitt um boðaköf, láta storminn teygja tröf, tuskast við mín ja-kkalöf. Betra er, en drauma döf, dáðlaust líf og stundartöf, að sigla fieyi’ á feigðarnöf, flytja bú í vota gröf. Eg hefi’ lengi í þrautum þráð það, sem yrði hjálparráð, en aldrei marki nokkru náð, nú er að leita þess með dáð. Þótt eg verði bylgju að bráð, bíður mín þar fagurt láð, fyrir handan græðis gráð, gullið land og sólu fáð. Yfir djúpin breið og blá báti litlum sigli eg á. Mörg er bylgjan fleyi flá, fækka engu segli má. Austur vil eg sigla um sjá, svala minni dýpstu þrá. Mig dreymdi að eg í sænum sá sólskinsland þar austur frá. Með Söngvum förumannsins vann Stefán strax tignarsess meðal ís- lenskra skálda. Aðrar bækur eftir hann eru: Óður einyrkjans (niður- sett verð, sbr. bókaskrána) og Heilög kirkja. Páll Eggert Ólason: Menn og mentir siðskiftaaldarinnar á íslandi. Af riti þessu eru komin út 3 Tundi. Fyrir fyrsta bindið hlaut höf. dok- torsnafnbót við Háskóla íslands, og er þó talið að síðari bindin standi því ekki að baki. III. bindið kom út í vor. Um það skrifaði Ólafur pró- fessor Lárusson (Lögrétta, 20. mai 1924) meðal annars: „Próf. Páll er tvímælala-ust mikil- virkastur allra þeirra manna, er nú rita á íslenska tungu. En hann er ekki að eins mikilvirkur. Rit hans eru svo vönduð að aíllri gerð, að þau jafnast á við það, sem best hefir ver- ið ritað um sögu íslands á seinni öldum. Islendingar hafa verið nefnd söguþjóð, hvort sem þeir nú eiga það nafn skilið eða ekki. En aldrei hefir þeim legið meira á að þekkja og skilja sína eigin sögu en nú. Það er sannleikur, er vitur maður sagði, að í sögu sinni skilja þjóðirnar sig best. Og íslenska þjóðin hefir líklega aldrei verið nær þvj að glata sjálfri sér en nú, glata sjálfri, sér í efnis- hyggju og aurasýki. Þess vegna er það mikilsvert að eiga einmitt nú sagnfræðing og sagnaritara eins og próf. Pál, og hafi hann þökk fyrir rit sín 0g njóti heill handa. Og 'sann-

x

Bókavinur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókavinur
https://timarit.is/publication/693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.