Bókavinur - 01.09.1924, Side 5

Bókavinur - 01.09.1924, Side 5
BÓKAVINUR 5 fist mun þaö, aS síSari tíma menn munu þakka honum enn betur en samtíðarmenn hans gera.“ Svona lítur ritiö út innbundiö, og má segja, aö mikið vanti í bókaskáp- inn, meðan þaö vantar. Skilvisir menn geta fengið þaö meö mjög að- gengilegum borgunarskilmálum. Vísn^kver Fornólfs. Það er orðið alþjóð kunnugt, að „Fornólíur" var dr. Jón Þorkelsson, þióðskjalavöröur, hinn þjóðkunni íræðiþulur. Hann hafði fjóra um sextugt.er hann gaf út Vísnakver sitt, enda er enginn viðvaningsbragur á neinu þar, enginn harmavæll út af ástabralli o. s. frv. Hann stingur í stúf við aðra með það, eins og fleira, aö gera sínar eigin tilfinningar að markaðsvöru. Einu harmatölurnar cru það, hve litlu hann fái afkastað. „Nú líður á dag og lækkar sól, hvað lengi er vinnubjart?" Og eins og und- ur verður það, að þótt hann sé i fullu lífsfjöri, þegar prentun bókarinnar er hafin, er hanrrlagstur banaleguna áður en henni er lokið. Vísnakver Fornólfs mun verða eitthvað hið ódauðlegasta í íslensk- um bókmentum. Sem sýnishorn set eg hér: Forspjallsorð II. Eg man þá daga æsku í, eg ælaði að gera margt, en framkvæmt hef eg fæst af þvi, — hið fáa tæpt og vart. Nú líður á dag og lækkar sól, — hvað lengi er vinnubjart? Eg er seinn að saga það og sögin er heldur sljó. Og lítið bítur lokars tönn, — eg legg hana sjaldan á. Brokkgengur er bragurinn og liylgjast til og frá. Ryðguð eru raddfærin og reikul kveðandin. Mér finst eg hugsa oft furðuvel og fylgja þræðinum, cn ]>egar eg er að orða það fer alt úr reipunum, — mér finst alt veröa að svip hjá sjón af sjálfs mín hugsunum. Eg geri það að gamni mér að gutla á Boðnar flóð, ef þreyttur eg á öðru er, og um mig stundin hljóð. Þótt einhver verði ýtingin, er óviss lendingin. Þótt eigum við úr eldri tíð margt efni i smíði- ný, hef eg þó aldrei tíma til að telgja neitt úr því. Og áður en varir æfin þver — og alt er „fyrir bí“. Það krefur tóm, það krefur þrek að koma þar nokkru í tó. Ilver tæmir alt það timburrek af tímans Stórasjó, öxartálgu-spýtur, sprek og spónif? — Til er nóg. Mér stendur og fyrir orðasnild og eykur smiðis grand, að eg hef morrað mest við það, að marka og draga á land, og koma því undan kólgu, svo það kefði eklri alt t sand. Þó ætti eg að vinna úr einu því, sem undan flóði eg dró, eg þyrfti aðra æfi til og yrði þó ei nóg. Jakol) Jóh. Smári: Dögun (úr Kaldavermsl). Sólris í sölleitum skýjum silfrar hvert einasta strá. Sent hafbros á heimsmorgni nýjum er himinsins ásjóna blá. Svífur í sálu minni sólarroðs undrun rík. Nú sé eg í fyrsta sinni þótt sæi eg hundrað slík. Og anda minn fæðir nú aftur, við árbjarmans skínandi haf, al-lífsins eilífi kraftur, sem eitt sinn mér sjálfan mig gaf.

x

Bókavinur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókavinur
https://timarit.is/publication/693

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.