Nýi tíminn - 15.12.1933, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 15.12.1933, Blaðsíða 8
8 NÝI TÍMINN Rödd úr gveitmni. Kafli úr bréfi frá Bakka- firði. Mér datt í hug að senda Nýja tímanum nokkrar línur, svo sem til að bjóða hann vel- kominn útí íslensku bygðirnar, útí drungann og kuldann. Hann er að vísu ekki hár í lofti enn þá, en þó er geta mín sú að hann eigi eftir að marka þau spor í íslensku sveitunum, að ekki fyrnist, og þeirri kröfu vil ég beina til allra, sem hafa opin augu og eyru fyrir frelsis- og réttar- skerðingu þeirra þúsunda, sem nú standa ofurseldir undir járnhæl bankanna og yfirleitt auðvaldsins íslenska að þeir styðji Nýja tímann bæði með því að útvega honum áskrif- endur og öðru sem honum mætti verða til þrifa. Fréttir eru fáar héðan, en yfirleitt má þó segja að þær séu góðar, að því leyti sem mönnum er ósjálfrátt. Tíð hefir verið ágæt, heyfengur og garðuppskera í besta lagi, og afli góður. En því miður verður ekki það sama sagt um það sem mönnum ætti að vera sjálfrátt. Hér á staðnum eru tvær verslanir, annað kaupfélag, hitt útlend verslun. Útlenda versl- unin hefir fiskkaupin — tek- ur hann blautan úr sjónum og skamtar sjálf verðið bæði á fiskinum og vinnunni og mest í skiftum fyrir uppsprengda útlenda vöru, annars virðist lítið gefandi á milli þeirra t. d. taka þær báðar nú 7% af skuldum. Yfirleitt virðist það orðið skifta litlu máli, hvort fram- leiðslan gengur vel eða illa, það fer allt í botnlausa hít er- lenda og innlenda auðvaldsins. Það sem við fáum svo aftur eru loforð og svik og pappír, íhaldspappír, framsóknarpappír og kratapappír, fleiri fjórðunga af pappír með hverjum pósti, og auðvitað mest ókeypis, — notabene, verkalýðurinn og bændurnir borga. Hér er nú verið að stofna verkamannafélag og standa að því bændur og verkamenn víðsvegar í hreppnum. og er það spor 1 rétta átt ef vel er á haldið. Reksturslán. Nauðsynin á miskunnarlausri baráttu smábændanna fyrir út- strikun skuldanna, sem á þeim hvíla, er að verða æ brýnni og óumflýjanlegri. — Nú er það að verða augljóst mál, að kreppulánasjóðurinn verður aldrei smábændunum nein bót í þrengingum þeirra, svo sem Nýi tíminn benti þegar á, enda var ekki til þess ætlast. En jafnhliða því að barist er fyrir algerri útstrykun á skuldum smábændanna og vaxtalækkun, gjaldfresti og niðurfærslu á skuldum milli- bænda eftir ástæðum, þá þurfa þessir bændur einnnig að hefja baráttu fyrir því, að þeir fái fé til rekstrarlána. Seinni hluta vetrar, eða að vorinu verða þeir að fá lán, sem þeir greiða á næstu haustkauptíð eða þeg- ar þeir hafa fengið greiddar sláturafurðir sínar. Með þess- um lánum geta þeir trygt sér það að fá lífsnauðsynjar sínar með pöntunarverði. Það er smábændunum fullkomin nauð- syn, til þess að geta aflað brýnustu nauðþurftanna. En jafnhliða því, að smá- bændur stilla upp þessari kröfu, þá verða þeir að gera sér ljóst úr hvaða átt mótspyrna auð- valdsins kemur gegn þessu. Hún kemur fyrst og fremst frá kaupfélögunum. Kaup- félögin vilja fá að »lána gegn dill» oforðum*. Meðan smá- bændurnir fá ekki svona rekstr- arláu, þá eru þeir neyddir til að versla við kaupfélögin und- ir flestum kringumstæðum, og þá hafa þau skilyrði til að selja þeim vöruna með þeirri álagningu, sem nauðsynleg er til þess að kaupfélögin geti greitt til bankanna vexti og afborganir af skuldum, sem hvíla á dýrum byggingum og staðið straum af dýru manna- haldi. Með því að fá rekstrar- lánin geta smábændurnir smeygt fram af sér þeim bagga. En jafnhliða verða þeir líka að búa sig undir baráttu gegn því að samábyrgðin verði gerð gildandi og gengið verði að þeim og eignir þeirra verði gerðar upptækar. Fyrsta krafa smábændanna á þessum tímum er sú, að þeir fái að sitja á jörðunum og halda búfé sínu og búslóð og hafi fullkomin umráð yfir af- rakstri búsins og þeir þurfi ekki að láta neinar afurðir frá heimili sínu öðruvísi en gegn nauðsvnjum með heildsölu- verði. Og það verður aðeins mögulegt með rekstursláni, sem veitt er fyrri hluta ársins að einhverju eða öllu leyti og greitt þegar greiðsla hefir feng- ist fyrir sláturafurðir. Smábændur! Haldið fundi og berið fram kröfur til ríkis- stjórnarinnar. Látið þær rigna yfir hana hvarvetna af landinu. Látið yfirstéttina vita, hvað ykkur liggur á hjarta, hvers þið þarfnist og hvers þið krefj- ist. Ábyrgðarmaður Gunnar Benedikteaon. Utanáskrift: Nýi Tíminn Box 774 Rvík. Prentsmiðjan DÖGUN — Keykjavik.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.