Nýi tíminn - 15.12.1933, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 15.12.1933, Blaðsíða 7
Ní 1 TÍMINN 7 Mjólkursalan í Reykjavík. Fyrir jólin hækkaði Mjólk- ursamlag Suðurlands mjóikur- verðið um 5 aura frá því sem áður var. Undir forustu Komm- únistaflokksins mótmæltu kaup- endur mjólkurinnar hækkun þessari með því að minka mjólk- urkaupin við félögin innan sam- iagsins og í öðru lagi með því að hætta viðskiftum við verzl- anir þær, sem Mjólkurfélag Reykjavíkur x*ekur, en vitanlegt var, að fiamkvæmdastjóri þess ásamt Thorsunum harði hækkunina í gegn. Tókst á þennan liátt að þvinga mjólk- urhringinn til að færa verðið aftur niður í það, sem áður var. Mjólkurbú Flóamanna og Ölvesinga voru mótfallin hækk- uninni og mun hændum þá hal'a gengið misjafnlega að skilja, að þeir hefðu hag af henni, þegar þeir fá aðeins 14—16 aura fyrir líterinn á sanxa tíma og mjólkin er seld á 4Ö aura á markaðinum, þá eru þeir tortryggnir á það að hækkun mjólkurinnar eigi allt í einu að koma í þeirra vasa. Sala mjólkurinnar til bæj- anna Reykjavíkur og Hafnar- fjai'ðar er mikilvægasta hags- munaatriði bændanna í nálæg- ustu sveitunum. Á henni velt- ur afkoma þeirra fyrst og fremst. En í þessu máli koma liags- munamótsetningar mjólkur- framleiðendanna mjög greini- lega í ljós. Því er óspart hald- ið á lofti af stórhændunum í kringum Reykjavík, sem for- ustuna hafa haft í þessnm mál- um, að það sein mest á velti. sé að geta selt mjólkina sem hæstu verði. En liverjar eru afleiðingar hækkaðs mjólkur- verðs? Fyrst og fremst þær, að mjólkurkaupin nxinnka stórlega , sökum skorts á kaupgetu verk- lýðsins. En mjólkursalan mink- ar ekki fyrst hjá stórbændun- um í kring um Rvík. Þeir standa svo mikið betur að vígi með að selja sína mjólk, af því hve það er miklu öruggara að þeir geti komið henni daglega á markaðinn. Það eru bænd- urnir, sein fjær húa, sem fyrst og fremst fá skellinn af mink- andi mjólkursölu. Þeir komast að mjólkurmarkaðinum í Rvík, að svo miklu leyti sem bænd- urnir í nánara nágrenni full- nægja ekki eftirspurninni. Það er óspart látið í veðri vaka af auðvaldsblöðunum bæði blöðum Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins, að framkvæmd laga um sölu mjólkur frá næst- síðasta þingi sé eitthvert stór- kostlegt hagsmunaatriði fyrir bændur þá, sem mjólk selja til Reykjavíkur, og þá sérstaklega á það hent, að þá sé liægt að leggja niður svo margar mjólk- urbúðir og þar með minnka dreifingarkostnað mjólkurinn- ar. En þetta er ekkert annað en blekking. Það er liægt að leggja niður nokkrar búðir, bæta nokkrum stykkjum við í bóp atvinnuleysingjanna og auka .þrældóminn hjá hinum mjólkurseljunum og er þó ekki á liann bæt'andi. En sá sparn- aður gæti aldrei. orðið nema sáralítill. Enda eru lögin ekki samin með það fyrir augum -fyrst og fremst. — Þau eru runnin undan hjartarótum Thor Jensens og stórhændanna í kringum Reykjavík til þess að gefa þeim tækifæri til að knýja inn í mjólkurhringinn þá bændur, sem enn standa utan bans og sem staðið liafa í vegi fyrir hækkun mjólkurverðsins og það síðast um daginn. Að því fengnu á að hækka mjólk- vurvérðið. Stórbændurnir við Reykjavík selja sína injólk eftir sem áður og hækkunin er aukinn gróði í þeirra vasa. En fyrir það blæðir bændunum, sem fjær búa. Frá þeim fer minni mjólk á markaðinn og að sama skapi sem verkalýður- urinn í Rvík verður að neita sér meir um mjólkina handa börnum sínum, þá verða tekj- ur þessara bænda einnig rýrari. Það sem þeini veltur á fyrir öllu er það, að sem mest sé keypt af mjólkinni, og til þess að svo megi vera þarf verðið að vera sem lægst. 5 aura lækk- un á mjólkurlítrann myndi færa bændunum austanfjalls meiri tekjur af búum sínum, jafnhliða því sem verkamenn- irnir í Reykjavík gætu veitt börnum sínum meiri mjólk. í þessu efni eins og víðar fara saman hagsmunir þessara tveggja aðila, í andstöðu við Thor Jen- sen og aðra stórbændur í ná- grenni Reykjavíkur. — Hér þurfa því smábændurnir að gjalda varhuga við að verða ekki ginningarfífl Thor Jen- sens, Eyjólfs í Mjólkurfélaginu og annara slíkra og fara ekki að binda trúss við þá í brýn- . ustu hagsmunamálunum. g. Ben. »Lítils háttar« mótsagnir eru til og frá í bæklingi Jónasar frá Hriflu, sem hann skrifár gegn Einari Olgeirssyni. Þessi er einna fyndnust: »1 Rússlandi kúgar undir- stéttin yfirstéttina«, segir á ein- um stað. En rétt á eftir er það fullyrt, að þar kúgi 1% af þjóðinni 99%. Samkvæmt þessu tilheyrði aðeins 1% undirstétt innií Rússlandi fyrir byltinguna. Svona frásagnir finnast að- eins í ritum þeirra manna, sem eru orðnir gersamlega tilfinn- ingalausir fyrir því, livort þeir segja satt eða ósatt, og auk þess búnir að gleyma því, að stundum verði að forðast að ljúga mjög, heimskulega.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.