Nýi tíminn - 01.05.1934, Blaðsíða 3
NÝITÍMINN
3
enn lægra. Að öðrum kosti hóta
þær, að láta ekkert vinna. Ef
þær l'á þessu framgengt, þá
verður það með beinni og ó-
beinni aðstoð Alþýðusambands-
ins.
Þessi ferill allur er skýrt og
talandi dæmi um það sanna
eðli og innræti sósíaldemókratí-
isins og hlutverk þess. Þegar
óánægjuöldurnar meðal hins
vinnandi fólks yfir erfiðum
kjörum hafa risið svo hátt, að
barátta er að hefjast undir á-
kveðinni forvstu til þess að fá
þau bætt, þá rísa kratabrodd-
arnir upp, re^na að hrifsa til
sín forystuna og leiða baráttuna
síðan til ósigurs, að svo miklu
leyti, sem þeim er auðið. Þeg-
ar svo er komið, þá ganga bur-
geisarnir í fjöruna og hirða afl-
ann, en veita þessum þjónum
sínum jafnframt ríkulega hlut-
deild í vinningnum og efla
þannig og treysta hina fölskva-
lausu trúmennsku þeirra.
Þetta dæmi um svik krata-
broddanna, ásamt öllu því, sem
á undan er gengið, ætti að opna
augu verkamanna í sjóplássuin
út um land og vegavinnumanna
í sveitinni íýrir því, að eini
möguleiki þeirra til bættra lífs-
kjara er dagleg, virk liagsmuna-
barátta þeirra sjálfra undir for-
ystu hins eina byltingarsinn-
aða verkalýðsflokks, Kommún-
istaflokks íslands.
Fram til baráttu fyrir hækk-
un vegavinnukaupsins og fyrir
sem hæstu tillagi til verklegra
framkvæmda af hálfu sveita- og
sýslusjóða og ríkissjóðs.
Fyrstu fimm dagana eftir
lánsútboðið handa 2. fimm-ára-
áætluninni söfnuðust 2,660,000
rúblur. Lánið átti að vera
samtals 3Yi millj. rúbla.
Fraaiisóliii leggst
við -stjéra.
»Kreppan hefir aukið van-
trú manna á það, að flokk-
ar, sem auðmenn ráða, séu
góðir fyrir almenning«.
(Tíminn 16. apríl 1934).
Það kvað minna að þingi
Framsóknar í marzmánuði en
til stóð. Flokkurinn er í stór-
um vanda staddur. Jónas hafði
ákveðið, að reka þyrfti róttæka
blekkingapólitík til að vinna
aftur til flokksins þá fátæku
bændur og landbúnaðarverka-
menn, sem síðustu kosningar
leiddu í ljós að voru að hall-
ast yfir til kommúnista, sökum
opinberrar auðvaldsþjónustu
Framsóknar undanfarin ár. Og
róttæka glamrið var hafið í
kaupgjaldsmálunum með þeim
árangri, að kauphækkun var
tekið með himnafögnuði af
liinni fátæku sveita-alþýðu og
þegar hafinn undirbúningur
með að knýja hana fram, eins
og áður hefir verið tekið fram
hér 1 blaðinu. — Þrátt fyrir
nauðsyn auðvaldsins að láta
Jónas glamra til að villa sýn
fátækum búandlýð, þá varð að
setja honum stólinn fyrir dyrn-
ar, að hann léki sér ekki of
glannalega að eldinum. Og þrátt
fyrir klofning Framsóknar, þá
var embættislýðurinn og íhalds-
samir stórbændur enu ráðandi
í flokknum og þeir eru svo
sldthræddir við glannalegt lýð-
skrum, að þeir sáu nauðsyn að
skrúfa að nokkru leyti fyrir
liina róttæku slagorða-bullu-
krana og sjá um að þeir hefðu
ekki of mikil völd í flokknum.
Stefnu þá, sem flokkurinn
markar sér í fi-amtíðinni, má
nokkuð ráða af því, hvernig
samsett er miðstjórnin, sem
þingið kaus. Af 35 miðstjórn-
armönnum eru 15 -stjórar (lög-
reglu-, banka-, skatt-, fram-
kvæmda-, skóla-, for-, rit-, skrif-
stofu- og kaupfélags- (ekki út-
varps-), allir með launum frá
5000—25,000 að minnsta kosti.
Auk þess 1 sýslumaður, 1 prest-
ur, 1 ráðunautur og 1 dýra-
læknir. I miðstjórninni eru 15
bændur (þar af 1 bankastjóri,
sem áður hefir verið talinn).
Jarðirnar, sem þessir bændur
búa á, eru að meðaltali 20,000
að matsverði, en meðaljörð á
landinu er tæp 5000. Lægst
metna jörð miðstjórnarmeðlims
er 9300. Hreinni stórbændasvip
er varla hægt að fá á þennan
minnililuta flokksstjórnarinnar,
sem »bændum« er skipaður.
Auk þess hafa þessir bændur
mjög fjölbreytt beiuaval — end-
urskoðendur, alþingismenn, í
milliþinganefndum, oddvitar,
hréppstjórar, í stjórnum kaup-
félaga o. s. frv., og eru á þann
hátt umboðsmenn bankavalds-
ins og ríkisvalds burgeisanna.
»Kreppan liefir aukið vantrú
manna á það, að flokkar, sem
auðmenn ráða, séu góðir fyrir
almenning«, sagði gamli Tím-
inn, og sannast þar hið forn-
kveðna, að oft ratast kjöftugum
satt af munni.
Nú hefir verið sýnt, að hver
einasti miðstjórnarmeðlimur
Framsóknar er ýmist hálaunað-
ur embættismaður eða stór-
bóndi:
Þar af leiðir: Vantrú manna
vex á það, að Framsókn sé
góð fyrir almenning.
Frá símsherjiiin.
Úr einum hreppi á Austur-
landi hefir komið greiðsla fyrir
Nýja tímann frá 11 bæjum, en
15 bæir eru alls í lireppnum.
í bréfi, sem fylgdi með þess-