Nýi tíminn - 01.01.1935, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 01.01.1935, Blaðsíða 1
Vid áramótin. anna hafa »flokkar hinna vinn- andi stétta« slegið öll met í auðvaldsþjónustu. Á þennan veg er útsýnið yfir afgreiðslu fjárlaganna. V erklýðsbarátta Alþýðusambandsins. Á öðrum sviðum er liina sömu sögu að segja. Hjá for- ingjum Alþýðuflokksins hverf- ur hagsmunabarátta verkalýðs- ins fyrir yfirstéttardekri og bitl- íngagræðgi. Þeir ræða um Al- þýðusamband Islands sem »riki í ríkinu«, en þegar liagsmunir verkalýðsins krefjast djarfra og lilífðarlausra aðgerða, þá má þetta »ríki« aldrei blanda sér í málin, öðruvísi en til að skipuleggja ósigra í haráttunni. Þar sem samfylking verkalýðs- ins á grundvelli liagsmunabar- áttunnar hefir verið ískyggilega öflug, þar hafa þeir gripið til skarpari ráðstafana, burtrekstra úr félögunum *og klofnings á þeim með stofnun nýrra fé- laga (Patreksfj., Yestmanna- eyjar, Siglufjörður). »Stjórn hinna vinnandi stétta«. Er »stjórn hinna vinnandi stétta* tók við, var auðvalds- skipulagið á íslandi komið út í meiri ógöngur en nokkru sinni fyr. Algert hrun vofði yfir á öllum sviðum, og út úr FRAMHALD Á 4. r Arai®p til lesenda. Inngangur. Liðið ár hefir verið mörgum öðrum fremur ár vona og von- brigða og þess vegna ár mik- illar reynslu. Erfiðleikar krepp- unnar hafa legið með mögnuð- um þunga á herðum vinnandi fólks í sveit og við sjó. Slæm fénaðarhöld og erfið heyskap- artíð hefir gert mörgum fátæka bóndanum miklar búsifjar. Yfir- gnæfandi meiri hluti sjómanna kom svo að segja slyppur af síldinni, þrátt fyrir sæmilegan afla. Meginhluti bænda liefir ekki að neinu leyti húið við betri markað fyrir afurðir sínar en áður. Atvinnuleysið í hin- um stærri bæjum liefir verið meira og tílfinnanlegra en nokkru sinni fyrr. Kreppulána- sjóður og aðrar ráðstafanir vegna kreppunnar hafa reynst megn- asta klastur og einskis nýtt til úrlausnar á vandamálum vinn- andi stétta. Hafa þar sannast spádómar okkar Kommúnista um þessar ráðstafanir. Kosningarnar. Yið sigur Alþýðuflokksins og Framsóknar í síðustu kosning- um voru tengdar miklar vonir af hálfu alls þorra verkamanna og fátækra bænda. Og það aukna fylgi, sem Alþýðufl. hlaut við kosningarnar, gaf ákveðnar béndingar um það, hvað fólkið vildi. Það vildi fá atvinnu, sam- ræmt og hækkað kaupgjald, hækkandi afurðaverð, stuðning í baráttunni við skuldirnar, tolla lækkaða og afnumda og meira fé til menningarmála og nýrra framkvæmda. Öllu þessu og mörgu fleira lofaði hin sjálfumglaða samspyrða, Fram- sókn og AlþýðufL, ef þeir fengju meiri hluta og stjórnina í sínar hendur. Þetta varð jafnvel for- sprökkunum sjálfum alveg á óvart. Þeir fengu stjórnina og þar með alla möguleika til þess að framkvæma loforð sín. Fólkið spyr. Heilt þing er liðið í meiri liluta tilveru þessara flokka og því nokkur reynsla fengin urn framkvæmd loforðanna. Hvað heíir gerst? Hafa þeir seilst niður í pyngjur burgeisanna eftir fé til framdráttar liags- munamálum alþýðunnar? Hafa nú verið stigin alvarleg spor til þess að tryggja búrekstur fá- tækra bænda? Eru atvinnu- möguleikar verkalýðsins meiri og öruggari nú en áður? Hefir embættum verið fækkað og laun lækkuð? Hafa tollabyrð- arnar léttzt á bökum fátækrar alþýðu? Nei! Ekkert af þessu hefir gerzt. En hvað? — — Fjárlögin. Við skulum athuga afgreiðslu fjármálanna á síðasta þingi. í stað hinna lofuðu tolla- og skattalœkkana komu hœhkanir, sem nema nálega 2 millj. kr. á alþýðuna eina. Af þessu fé er í mesta lagi millj. varið til verklegra framkvæmda, þar í talið atvinnubótafé, sem að hálfu á að ganga til nýbýla. En livað verður um afganginn, 1% millj. kr.? Honum verður varið í greiðslur vegna aukinn- ar lögreglu, sívaxandi eyðslu- skulda og liinna mörgu stóru hálaunamanna og fjölmennu bitlingahjarðar, sem suða um- hverfis stjórnina eins og mykju- flugur á skán. Þannig fær al- þýðan af hverjum 4 kr., sem á hana eru lagðar í auknum sköttum og tollum, 1 kr. til baka eða varla það, því í þeim lið eru einnig falin efniskaup til verklegra framkvæmda. 1 stuttu máli: Á sviði fjármál- [ Ásamt framhaldi hinnar lát- lausu kreppu vaxa verkefni Kommúnistaflokksins jafnt og þétt. Sá liópur stælckar stöð- ugt, sem alvarlegum augum lítur til þeirra úrlausna, sem hann bendir á fram úr ógöng- unum og til* þeirrar haráttu, sem er háð undir forustu lians. Um leið vex nauðsynin á aukn- um hlaðakosti. Þessvegna lief- ur Bændanefnd K.F.Í. ákveðið að stækka blaðið nú frá ára- mótunum um 75% og liéðan 1 frá er útkomudagur 10. hvers mánaðar. — Hinar vaxandi kröfur, sem til blaðsins eru gerðar um alvarlega gagnrýni og tillögur og um sterkari for- ustu af hálfu kommúnista í hagsmunabaráttu vinnandi fólks í sveitinni, hafa gert stækkun þess að knýjandi þörf. En jafn- framt þessari stækkun sáum við okkur tilneydda að hækka verðið að nokkru. Höfum við ákveðið það 2 kr. árganginn. Vonum við að það mælist ekki ! illa fyrir, því þessi hækkun er j hlutfallslega mikið lægri en I sem ötækkuninni nemur. Um leið viljum við beina þeim tilmælum til trúnaðar- manna okkar, að þeir hefjist handa um innheimtuna, sem allra fyrst, því framan af árinu er einmitt erfiðast að halda blaðinu úti. Samband okkar við trúnaðarmenn okkar liefir hingað til verið of ein- liæft og losaralegt. I framtíð- inni liöfum við ákveðið að bæta úr því með þéttari og víð- tækari bréfum en áður hafa gerst. Allir unnendur blaðsins verða að skilja og finna að það er undir þeim komið, hvort áætlun þessi stenzt, og héðan í frá verðum við að vera strangari með að senda ekki blaðið til annara en þeirra, scm sýni einhvern lit á því, að þeir vilji fá hlaðið. Nánar síðar í bréfum til trún- aðarmanna. Að endingu: Frarn til félags- legs starfs á grundvelli stétta- baráttunnar! Fram til haráttu fyrir Nýja tímanum, samherjar! Bœndanefnd K. F. í. J

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.