Gegn fasismanum - 21.09.1933, Blaðsíða 1

Gegn fasismanum - 21.09.1933, Blaðsíða 1
Baráttan gegn fasismanum. Hafnarverkfall gegn hakakrossinum. Hitlersfáninn skorinn niður. Ríkislögregla, íslenskir fasistar, vopnaðir þýzkir fasistar og kratabroddarnir sameinast til verndar hakakrossinum gegn verkalýð Reykjavíkur. Á þriðjudagsmorgun kom hingað til bæjarins þýzka fisktökuskipið „Diana“, sem sýndi þá ósvífni, að hafa þýzka morð- ingja- og brennuvargafánann, — haka- krossfánann uppi. Vinna við skipið skyldi hefjast kl. 9. TJm sama leyti kom kjarninn úr samfylkingarsamtökum hafnarverka- manna á vettvang, og skoraði á verkamenn að hef ja ekki vinnu við skipið, fyrr en morð- fáninn væri tekinn niður. Var kosin nefnd verkamanna til að fara á fund yfirmanna skipsins. Var harðneitað að taka fánann niður, en verkamenn svöruðu sem einn maður með því að leggja niður vinnu. Gekk svo fram til klukkan að ganga 2, að ekki var unnið við skipið, og hafður verkfallsvörður. En á meðan réðu fasist- arnir, ríkisvaldið og umboðsmenn þess í Morðfáninn skorinn niður. Þegar byrjað var að vinna, undir lög- regluvernd, skáru vex-kamenn Hitlers- fánann niður og handsömuðu hann. Réðist þá allt lögreglu- og fasistaillþýðið á þá, og tókst að ná honum, eftir að hann hafði vei'ið x'ifinn upp að miðju. Var hann síð- an hnýttur upp í aftursigluna, og blakti hann þar, líkast og í hálfri stöng. Lögreglan beitti óspai't kylfunum og fór fi'arn af hinni mestu grimd. Fremstur í flokki í árásunum á verkamenn, var er- indreki (ffiaz:istanna á \skipinu, sem var vopnaður með mai'ghleypu og drápskylfu (Totenschláger), sem er stálfjöður með blýi innan í. Bai’ði hann verkamann einn, með moi'ðvopni þessu svo, að hann er stórsærður. Annar félagi Haukur Björns-' þurfti að spila út. Ekkert af þessu dugði út af fyrir sig. Þessum tækjum þurfa verkamenn að sigrast á. Með því að losa sig algerlega við áhrif kratabi'oddanna, þannig, að litið sé á fyrirskipánir þeirra og ,,i'áð“ — eins.og hverjar aðrar orðsendingar frá stéttar- fjandmönnum. Og með því, að styrkja og skipuleggja sig svo í baráttunni gegn fas- Rikislögreglan að vernda haka- krossinn gégn verkalýðnum vei’kalýðshreyfingunni ráðum sínum. Samkvæmt frásögn útvarpsins, sem tekin er eftir skýrslu lögreglustjóra, ákvað rík- isstjórnin að láta lögregluna skerast í leik- inn og sjá um, að skipið yrði aígreitt, ef verkamannafélagið „Dagsbrún“, léti deiluna afskiftalausa. Og stjórn „Dags- brúnar“, undir forustu Héðins Valdimars- sonar, var ekki sein til vikaverkanna fyrir fasistana og í'íkisstjórnina. Héðinn kom niður á hafnarbakka og tilkynti að stjórn „Dagsbrúnar“ leyfði vinnu við skipið. Verkamennirnir hrópuðu „svikari“, en fasistarnir hyltu Héðinn og hrópuðu fyr- ir honum margfalt húrra! Þrátt fyrir ú- kvöi'ðun Héðins, snerti enginn verkamað- ur á vinnu. Var þá lögregluliðið sent á vettvang og nokkrir verkfallsbrjótar og fasistar, svo sem þeir Jóhanrxes Grímsson og Lúther Hróbjai’tsson verkstjórar og Þorvarður hafnsögumaður látnir fara að skipa út undir vei'nd hinnar fjölmennu, nýju ríkislögreglu. Allt fasta lögreglulið- ið í Rvík 48 manns, var þai-na saman kom- ið, og nokkrir, sem viðstaddir voi'u kváð- ust hafa talið fleiri 1 einkennisbúningi. Auk þess munu hafa verið skipulagðir þaraa svo margir hvítliðar, að fasta liðið hefir vafalaust ekki verið fæi'ra en 100 manns, auk annara fasista, sem þarna voru til aðstoðar. Fyrst eftir að ekki varð rönd við reist, og vinnan var komin í gang, undir vernd ofbeldisliðsins, fóru verka- menn þeir, sem í'áðnir voi'u, að vinna í lestinni. son, fékk mikinn ávei’ka af völdum lög- í’eglunnar, svo að hann féll í ómegin. Fer þá skörin að færast upp í bekkinn, þegar þýzkir Hitlex'sbandittar eru látnir* í'áðast hér vopnaðii’ á fólk. Lærdómar. Hið þýðingarmesta af öllu er, að rétt- ar ályktanir séu dregnar af atbui'ðum þessum. Um morguninn, voru allir vei’ka- menn einhuga og sammála, án tillits til pólitískra skoðana. Enginn hreyfði á verki. Verhalýðshreyfingin var sterk. Svo sterk, að bui’geisai'nir þui'ftu að beita öll- um tækjum, sem þeir höfðu ýfir að í'áða. Þeir gripu til alls þess ofbeldis, sem þeir hafa skipulagt, í’íkislögTeglunnar og fas- istanna. En þetta var ekki nægilegt. Þeir þui’ftu á opinberri aðstoð erindreka sinna í vei'kalýðshreyfingunni að halda, opin- bei’i’i aðstoð sósíaldemókratabi'oddanna. Og hún var auðfengin. Svik og klofningsstarfsemi krata- broddanna og ofbeldi ríkisvaldsins og fasistanna — öllum þessum trompum ismanum, að hægt sé að sigrast á hinu fas- istiska ofbeldi. Mótmælafundur og kröfuganga. Um kvöldið hélt Kommúnist^flokkur- inn fund í Bi’öttugötu fyrir ti’oðfullu húsi. Á eftir var farið í fjölmenna kröfugöngu niður að þýzka skipinu. Báðu vei’kamenn stéttarbi’æður sína á þýzka skipinu að flytja þýzka vei'kalýðnum bai’áttukveðj- ur. Síðan hrópaði rnannfjöldinn: „Niður með Hitler. — Lifi kommúnistaflokkur Þýzkalands. — Lifi félagi Thálmann og allir andfasistai'. — Rot Front (rauð bai'- áttukveðja). Að lokum var sunginn Inter- nationali. Þannig lauk hinum þýðingarmikla og lærdómsríka degi í baráttunni gegn fas- ismanum. FÉIag ungra kommúnisia heldur opinn fund í Bröttugötu í kvöld kl. 8!/o. — Umræðuefni: Fasisminn. Vevklýðsæska! Fjölmennið! Hver kveikti í þinghúsi Þýzkalands? Almennur fundur út af yfirvofandi dómsmorðum í Þýzkalandi, verður haldinn í Iðnó, sunnudaginn 24. sept. kl. 4 e. h. Húsið opnað kl. 3i/2- Mai'gir ræðumenn — ennfi'emur upplestur. — Aðgangseyrir 25 aui'- ar upp í kostnað af fundinúm. Baráttunefndin gegn fasisma.

x

Gegn fasismanum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gegn fasismanum
https://timarit.is/publication/710

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.