Gegn fasismanum - 21.09.1933, Blaðsíða 2
2
GEGN FASISMANUM
nKBnSSEflHBaKMBBBBHHBHBSHKSW&aBDHantBHniflaaBHBBHn
Verjum Thalmann, Torgler,
Dimitrow og aðra félaga!
í dag, 21, september, er einn hinna ör-
lagaþrungnu daga í sögu byltingarsinn-
aðrar hreyfingar öreiganna, þegar hjörtu
allra öreiga slá í takt.
1 byrjun þessa árs var þýzka auðvaldið
komið á það stig þróunar sinnar, að það
varð að grípa til þeirrar stjórnaraðferð-
ar, sem kallast fasismi, þ. e. opið einræði
borgarastéttarinnar. — Byltingarsinnuð
hreyfing verkalýðsins var þó svo sterk, að
nauðsynlegt varð að nota alveg sérstök
klókindabrögð, til þess að veikja vináttu
smáborgaranna til forystuflokks verka-
lýðsins og skilja l'rá, ef mögulegt var hinn
óstéttvissari hluta. Eitt af þeim ráðum,
sem fasistastjórnin þýzka fann þá upp, var
að kveikja í ríkisþingsbyggingunni í Berlín
og kenna það forstöðuflokk verkalýðsins,
kommúnistaflokknum. l>etta skeði 28. fe-
brúar. Daginn eftir var þegar hafin eins-
dæma ofsókn á hendur kommúnistum og
frjálslyndum verkamönnum. Hnepptir
voru í fangelsi, Thálmann foringi komm-
únistaflokks Þýzkalands, Torgler formað-
ur þingflokks kommúnista í ríkisdeginum
og þúsundir verkamanna og kvenna. Síðan
hefir ofsóknunum ekki lint. Kvalir, pynd-
ingar, dauði; það hafa nú á annað misseri
verið hlutskipti þýzks verkalýðs. Nú sitja á
annað hundrað þúsundir í fangelsum og
fangabúðum. Daglega eru menn 1 tuga og
hundraðatali pyndaðir til dauða. Detta var
tilgangurinn með ríkisþingsbrunanum, sem
þegar fyrir löngu hefir sannast, að stjórn-
að var af blóðhundinum Göring og unnið af
hinni blóðidrifnu Hitlersveit nr. 33, sem
seinna varð að leysa upp vegna þeirrar ó-
beitar, sem hún var farin að fá á starfi sínu
í þágu landaðalsins þýzka og járnhöldanna
við Rín.
Eigi aðeins blöð kommúnista, heldur
einnig frjálslynd borgarablöð hafa fyrir
löngu sýnt öllum heiminum fram á eðli og
uppruna þessa glæps, sem borgarastéttin
þýzka hefir framið. Hún hefir því neyðst
til að láta fara fram málamynda rannsókn
núna í Leipzig til þess, á „lagalegan hátt“,
að halda lygum sínum áfram. Eins og vitan-
iegt er, hafa margir hinna beztu lögfræð-
inga heimsins boðist til að taka að sér að
verja hið augljósa mál Thálmanns, Torg-
lers og annara félaga, sem ákærðir eru fyr-
ir ríkisþingsbrunann. En árangurslaust,
aðeins vildarmenn stjórnarinnar fá að
vera verjend'ir. Enda hefir Hitler þegar
fyrir löngu kveðið upp dóminn — heng-
ingu!
f dag hefjast réttarhöldin í Leipzig. Á
sama tíma mun hef jast réttarhöld I London,
þar sem frægir málafærslumenn frá öllum
löndum taka mál þessi til lagalegrar með-
ferðar. Öllum þeim, sem eitthvað hafa að
segja, er boðið þangað til yfirheyrslu og
skýringa. Allar skýrslur og skjöl verða
gerð heyrum kunn og jafnóðum símuð út
um heiminn.
Hvað er það nú, sem á að fara að gera í
Leipzig í dag?
I Leipzig fara fram réttarhöld einhvers
ógeðslegasta morðingja veraldarsögunnar
yfir nokkrum hinna glæsilegustu foringja,
sem verkalýðurinn hefir átt.
Viljið þið, verkamenn og mentamenn,
líða þetta?
Nei, við skulum ekki líða það. Við,
verkamenn og mentamenn hér á íslandi,
erum einn hluti þeirrar stéttar, sem ráðist
er á í dag í Leipzig.
Við mótmælum dómsmorðunum, sem á
að fara að fremja.
Við söfnumst saman og mótmælum
þeim. Við fylkjum okkur í kröfugöngur
og mótmælum þeim. Við verjum líf Thál-
manns, Torglers, Dimitrows og Tanews.
íslenzkir verkamenn og konur, öll sam-
taka með verkalýð og mentamönnum alls
heimsins og við munum sigra!
Hönd Hitlers
á íslandi.
Þýzkur maður, Helmut Stolzenwald að
nafni, hefir verið búsettur í Vestmanna-
eyjum síðustu sjö ár og stundað þar klæð-
skeraiðn. Er hann kvæntur íslenzkri konu
og dvelur barn þeirra, 5 ára gamall dreng-
ur, nú hjá foreldrum Stolzenwalds í Berlín.
f síðastliðnum mánuði tók Stolzenwald
sér för á hendur til Reykjavíkur með þýzka
herskipinu „Meteor", eftir boði varakon-
'súls l’jóðverja í Vestmannaeyjum, Jóhanns
Jósefssonar. Á leiðinni til Reykjavíkui'
hafði Stolzenwald tal af hásetum skipsins,
barst vígbúnaðurinn í heiminum í umræð-
urnar og lýsti hann sig andvígan vígbúnaði
og talaði um ófriðarhættu þá, sem augsýni-
lega væri yfirstandandi. Undirforingi af
skipinu, sem hlustaði á tal þeirra kærði
Stolzenwald fyrir foringja skipsins, sem
hindraði það, að hann fengi að vera innan
um hásetana, það sem eftir var ferðarinn-
ar. —
Þriðjudagsmorguninn fór Stolzenwald á
sjúkrahús héraðslæknis í Vestmannaeyj-
um til þess að heimsækja tvo slasaða tog-
araháseta, sem lágu þar. Ilefir það verið
venja hans að aðstoða þýzka sjómenn, sem
oft dvelja í Vestmannaeyjum vegna slys-
fara við vinnuna. En í þetta sinn var hann
stöðvaður af sjúklingnum, sem sagði hon-
um að hann mætti ekki heimsækja sig.
Er enn á huldu um ofbeldisráðstafanirn-
ar, sem bak við liggja.
Hótanir konsúlsins.
í fjærveru Jóhanns Jósefssonar gegnir
Karl Jónasson þýzkum konsúlsstörfum í
Vestmannáeyjum. ísleifur Högnason fðr á
fund hans og spurðist fyrir um hverju þetta
framferði sætti og hverskonar fyrirskip-
anir konsúlatið hefði gagnvart Stolzenwald.
Hann brást reiður við og sagði að það
væri bezt fyrir Stolzenwald að hafa sig hæg-
an og gera þetta ekki að opinberu máli,
því það gæti orðið hættulegt fyrir hann.
Því er og fleygt í Eyjum, að þýzka stjórn-
in geri kröfu til þess að fá Stoizenwald af-
hentan til Þýzkalands. Þetta er aðeins eilít-
il mynd af ofbeldisráðstöfunum þýzku
morðstjórnarinnar, sem daglega gerast í
þúsundatali. Stolzenwald hefir nú sent
beiðni til Alþingis um að fá íslenzk ríkis-
borgararéttindi. Andstæðingar fasismans
verða að sjá um að honum verði veittur
þessi réttur nú strax á næsta þingi, svo
hann geti fengið barn sitt heim úr „þriðja
ríki“ morðingjanna. —
Ábyrgðarmaður: Einar Olgeirsson.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Varnarlið verkalýðsins
heldur fund í Bröttugötu föstudaginn
22. sept. kl. 8 e. h. — Mætið stundvís-
lega, því fundurinn á að vera búinn kl. 9.
Stjómin.
Hitlers-þýin í Alþýðuflokksstjórninni.
Verkamönnum út um allan auðvalds-
heiminn hrís hugur við, í hvert sinn, er þeir
sjá morðtáknið þýzka, hakakrossinn blakta
við hún. Það minnir þá á allar kvalir, sem
þýzki verkalýðurinn verður að þola undir
því merki, — og á skelfingarnar, sem þeir
sjálfir eiga í vændum, ef fasisminn sigrar.
Þess vegna skoða verkamenn það alstaðar
sem heilaga skyldu sína, að votta hinum
þjáða, þýzka verkalýð samúð sína með því
að berjast gegn kvalatákninu — og jafn-
framt er það einn liður í baráttu þeirra
gegn fasismanum innanlands.
En kratabroddarnir, sem í Þýzkalandi
ruddu fasismanum braut, halda því áfram í
öllum öðrum löndum — og það sýndi sig
sérstaklega áþreifanlega í „Diönu“-slagn-
um. í>eir gáfu út yfirlýsingu um, að Dags-
brúnarmenn mættu vinna, þrátt fyrir það,
þó krat.abroddarnir hefðu „óbeit" á Hitlers-
stjórninni. Við vitum hvernig þeirri óbeit
er varið: Þeim svíður það, að það skulu ekki
vera krataforingjarnir, sem láta drepa for-
vígismenn þýzka verkalýðsins, eins og þeir
drápu Liebknecht og Rosu Luxemburg, —
þeim svíður, að það skuli ekki vera sósial-
demokratiskur lögreglustjóri í Berlín, sem
lætur skjóta niður verkamenn — eins og 1.
maí 1929, þegar þeir drápu 30 verkamenn
þar. Kratabroddarnir hafa óbeit á Hitler,
af því að hann hefir orðið ofan á í sam-
kepnjfnni um að þjóna auðvaldinu með
viðeigandi aðferðum, — en af sömu a-
stæðum vilja þeir heldur enga baráttu heyja
gegn honum.
Héðinn Vald. er svo sendur af örkinni
til að reyna að verja framferði þeirra. Það
er mjög erfitt fyrir slíkan sósíalfasista
að standa frammi fyrir verkalýðnum, dag-
inn eftir að hann er hyltur af fasistaskríl
Reykjavíkur fyrir störf sín i þágu Hitlers.
H. V. reynir að ljúga sig út úr klípunni.
Hann segir að hakakrossskip hafi verið af-
greitt með rússneska olíu í Stdkkhólmi.
Þetta eru ósannindi. Verkamenn, undir
forustu kommúnista gerðu verkfall, þang-
að til hakakrossinn var tekinn niðu?.
Sama var gert í Höfn, Odense, Aabenraa og
víðar, en alstaðar reyndu kratabroddarn-
ir að svíkja. — Næstu ósannindi H. V. og
Alþbl. eru, að kommúnistar hafi ekki reynt
að stöðva „Norden" á Akureyri. Sannleik-
urinn er, að skipið var stöðvað í nokkra
tíma, Verkamannafél. Ak. bannaði vinnu
við það, en sökum þess hve kratabroddarnir
með klofningi sínum hafa veikt verklýðs-
samtökin á Akureyri, biðu þeir ósigur.
Svo kórónar H. V. hræsni sína og svik-
semi með því, að reyna að telja verkalýð
trú um, að kratabroddarnir ætli að koma
Hitler „á knén skjótlega“(!) með því að
hætta að kaupa þýzkar vörur. Hve hættuleg
þessi „bardagaaðferð" er þýzku nazistun-
um og hver alvara fylgir máli, sést af því,
að stærsti kaupandinn á Islandi af einum
stærsta auðhring Þýzkalands (A. E. G.) er
Raftækjaverzlun íslands, m. ö. o. helstu
kratabroddar íslands eins og Sigurður Jón-
asson, Jón Bald. og Ingimar Jónsson.
Nei, hlýðnara þý, en Héðinn Vald, getur
íslenzk ríkisstjórn og íslenzkur fasismi
ekki óskað sér. —
Skilyrði fyrir sigri verkalýðsins yfir fas-
ismanum er sigurinn innan verklýðsstétt-
arinnar yfir kratabroddunum.
E. 0.