Nýir tímar - 09.12.1939, Blaðsíða 2

Nýir tímar - 09.12.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGINN ö. DES. 1938 MÝIR TIMAR Vcrblýds- Islenzk verkalýóamál eru, einB og sakir standa, illa á vegi stödd. Um það mimu allir sammála, sem að alúð hugsa um þau mál, enda þótt hina sömu geti um eilífð greint á um það hverjir eigi sök á því að svo er komið sem komið er. Það eilífðarágreiningsmál ætla ég því að láta liggja milli hluta, enda þótt það sé engan vegin aukaat- riði í þessum málum Hitt er meira aðkallandi, að gera sér glögga grein fyrir því, að hér stefnir í al- gert öngþveiti ef ekki verður und- inn bráður bugur að því að bæta þar úr. I landinu hefur risið upp sam- band óháðra verklýðsfélaga, sem er óháð öllum öðrum en meðlim- um sínum, hinsvegar er hið gamla samband verklýðsfélaganna enn við liði, Alþýðusambandið, sem skipulagslega er svo nátengt ein- um stjómmálaflokki landsins, að það verður að lúti boði hans og banni.Einstök félög þess geta ekki ef þau eiga ekki að brjóta lög sam bandsins og flokksins, sem vitan- lega eru miðuð við hagsmuni flokksins, sagt sig úr sambandinu nema nánast með leyfi flokksins ganga ásamt honum kaupum og sölum í hrossakaupmennsku ís- lenzkra stjórnmála. Þetta sam- band er því verkalýðnum harla ó- þarft í sinni núverandi mynd und- ir yfirstjóm Alþýðuflokksins í sinni núverandi skripamynd, enda kann það ekki góðri lukku að stýra að flokkur, sem í seinni tíð hefur stuðlað að hverri skerðing- unni á réttindum og hagsmunum verkalýsins á fætur annarri, skuli ráða lögum og lofum í hagsmuna- samtökum hans og halda hon- um þrælatökum, með tilstilli íhaldssinnaðra landslaga. Al- þýðusambandið í þessari mynd verður því að vera feigt. Verði ekki breyting á því gerð innan frá, er það óhjákvæmilegt að hið unga óháða samband hljóti að fylkja fé- lögum þess undir sitt merki í þrássi við það. Slíkt myndi reynd- ar naumast gerast átakalaust og verður því að vonum frestað i lengstu lög, eða unz vonlaust þyk- ír um aðra skipan málanna innan Alþýðusambandsins. Innan Al- þýðusambandsins eru þó fjölmarg ir góðir kraftar ,sem hafa augun opin fyrir því, hvílíkt öfugmæli Alþýðusambandið er orðið og vildu fúsir gera þar bót á Því heyiist jafnvel fleygt, að fyrir dyrum standi gagnger breyting á sambandinu og væri þá vel ef satt reyndist. En hvað dvelur aðgerðir þeirra manna innan sambandsins, sem komið hafa þessu þarfa máli svo á rekspöl þar. Því láta þeir ekki til skarar skríða. Hafa þeir ekki bolmagn til þess að kveða upp úr með þessar væntanlegu breyt- ingar, ef fréttin um þær er sönn, sem hún vonandi er. Hafi þeir lcomið þessum málum á þann rek- spöl, sem sumir þeirra gefa í skyn í hálfkveðnum vísum, þá verða þeir og hljóta að skilja það, að þetta mál þolir enga bið og verð- ur að takast hiklausum og drengi- legum tökum. Það þarf ekki að vera nein lausn þessara vanda- mála, þó þessir menn, seint og síð ar meir, geti komið á' einhverjum breytingum, sem þeir eftir atvik- um geta sætt sig við, e. t. v. meira og minna tilknúnir af Alþýðu- flokknum. Það or ólíklegt að slik verði lausn þessara mála. Lausn er ekki fyrr fengin en íslenzkur verkalýður stendur sameinaður á Aistaoan IU arlendra við- bnrða og orlendra þlðða Svo hefur farið, að afstaðan til þeirra viðburða, sem nú eni að gerast í heiminum, hefur sundrað þefm flokki, sem sameina átti ís- lenzka alþýðu til baráttu fyrir sín- um eðlilega rétti. Þetta mætti virð ast svo mikil undur, að ekki er hægt að komast hjá því að gera nokkra tilraun til að skýra frá málavöxtum Þó skal það tekið fram, að það sem hér verður um þessi mál sagt, má ekki skoða svo, að það sé bor- ið fram i umboði allra þeirra, er nú haífa sagt skilið við Sameiningar flokkinn, heldur er það algerlega' ritað á persónulega ábyrgð undir- Htaðs, en þð í þeirri trú, að flestir þeir, sem honum hafa orðlð sam- ferða, séu líkrar skoðunar. Afstaða þeirra, sem eftir verða í flokknum er mönnum að mestu kunn af Þjóðviljanum. Þó tæplega fullkomlega. Þrátt fyrir allt hefur Þjóðviljinn tekið ofurlítið tillit til okkar og reynt að sneiða hjá því, sem vitað var, að frá okkar sjón- armiði voru fráleitar, skaðlegar og særandi öfgar. Þó hefur þetta helzt orðið til þess, að honum hefur vaf- izt tunga um tönn, og hin raunverui lega afstaða því orðið ljós öllum þeim, sem geta skilið áður en skell ur í tönnunum. Andóf okkar, sem nú göngum úr flokknum, hefur því aðallega leitt til þess, að höfuðmál- gagn flokksins, Þjóðviljinn, héfur, orðið loðið í máli, en þó í aðal- atriðum túlkað skoðanir þeirra, er nú eru eftir í flokknum. Skoðanir okkar hinna hafa hinsvegar lítið komið fram utan flokksins — og reyndar líka innan hans, því að reynt hefur verið að halda þeim þar niðri. ný, í samtökum, sem engum þurfa að standa skil af sínum gerðum, svo langt sem landslög leyfa, öðr- um en meðlimum sínum. Og sú lausn fæst aðeins með einlægum vilja ráðandi manna beggja sam- bandanna, og þ'ú aðeins að með- limir þeirra beggja geti að meiri- hluta sætt sig við það framtíðar- ekipulag, sem sameinað gæti á ný. Þau verkalýðsfélög, sem upp- haflega stóðu að Varnarbandalag- inu og síðar beittu sér fyrir stofn- un hins óháða sambands, hafa oftar en einu sinni sýnt einlægan vilja til þess að reyna að leysa þessi mál í samstarfi við Alþýðu- sambandið, og ég þori óhikað að fullyrða það, að þessi vilji er enn fyrir hendi. En fram að þessu hefur öllum slíkum umleitunum verið lítill gaumur gefinn innan Alþýðusambandsins. Á þeirri af- stöðu þarf að verða breyting hið bráðasta. Þeir kraftar, innan Al- þýðusambandsins, sem hafa opin augun fyrir ríkjandi vandræða- ástandi verkalýðsmálanna og fá þar einhverju ráðið, verða að knýja það fram að þessum umleit- unum hins óháða sambands sé sinnt, svo samstarf sambandanna að lausn þessara mála og sam- komulag megi sem fyrst takast. Deilum hverir aðra dauða í stjóm- málum, en drepum ekki verkalýðs- samtökin. Ólalor H, Einarsson. Ágreiningurinn innan flokksins varð fyrst um það, hvernig taka skyldi þýzk-rússneska griðasáttmál- anum (eða réttara tryggðasáttmál anuin). Þessi sáttmáli kom flestum flokksmönnum á óvart, og sam- kvasmt því, sem flokksmenn höfðu vænzt, og samkvgemt því, sem blöð flokksins höfðu ritað um samningaJ umleitanir Breta og Frakka við Rússa, var ekki hægt að skoða sátt málann öðruvísi en sem geigvæn- leg ótíðindi. En ritstjórar Þjóðvilj ans töldu sér skylt að trúa því, að Sovétríkin væru að vinna fyrirfrið ánn i Norðurálfunni, og þvi hlyti þessi griðasáttmáli líka að vera góð- ur. Ég var þegar þetta gerðist rit- stjórd Nýs lands, og var fastlega á mig skorað, að skýra frá þessum atimrðum frá sem líkustu sjónarmiði og Þjóðr viljinn hafði gert. Ég gerði pað lika svo sem mér var framastunnt og meira þó — en ég gat ekki gert það afdráttar og skilyrðis- laust, hvorki vegna þess, sem blöð flokksins höfðu áður seigt né vegna hins, sem ég bjóst við að á eftir mundi koma. Síðan hefur Nýtt land ekki getað komið út. Hefur það verið af fjárhagslegum ástæðum, þó að skoðanir mínar hafi líklega valdið einhverju um það, að ekki var eitt látið ganga yfir bæði blöð flokksins héx í Reykjavík. I fyrstu var það ekki álit okkar, sem þó töldum þýzk-rússneska griðasáttmálann ótíðindi, að hann væri beinlínis gerður til þess að koma af staðtofriði í álfunni, og' að baksamningar væru um það að skipta annarra þjóða löndum milli Þjóðverja og Rússa. Hinsvegar hafa siðari viðburðir sannfært a. m. k. marga okkar um þetta, og um leið hefur réttlæting flokks- blaðsins á samningunum og því, sem af honum hefur leitt, orðið okk ur stöðugt sárari fleinn í holdi. Þó skal það fram tekið, að þrátt fyrir þá umsögn í siðasta tölublaði Nýs lands, að samningur um skiptingu Póliands væri tvímælalaust brot á alþjóðiegum rétti, þá fannst mér inn rás rauða hersins í Pólland eiga sér nokkra réttlætingu eins og á stóð. Þau lönd, sem RússaT hemámu, eru fremur byggð rússnesku en pólsku fólki, og höfðu Pólverjar áður tekið þau ránshendi, og eigi var þeim ætlaður nema lítill hluti þeirra af þeim mönnum, er þessum löndum skiptu við friðarborðið í Versöluin og mjög voru vinveittir Pólverjum. Hinsvegar þótti mér, og fjöl- mörgum flokksmönnum öðrum þvingunarráðstafanir Sovétrikjanna gagnvart Eystrasaltsríkjunum með öilu óverjandi, og sú afsökun, sem færð hefur verið fram fyrir þeim, að Sovétríkin hafi þannig verið að styrkja varnaraðstöðu sína, að engu hafandi. Er það hvorttveggju, að þvílík afsökun hefur jafnan verið horin fram fyrir hverju hernaðar- legu ofbeldi og oftast með jafn miklum sannindum, og svo hitt, að drengileg skiptj við þessi smáríkí mundi hafa verið Sovétrikjunum traustari skjöldur heldur en þau heniaðarlegu yfirráð, sem þar hafa nú verið tekin með ógnunum. Þó er innrásln í Finnland Jiyngsta sök Sovétríkjarina i þeirra sektar- göngu, síðan þýzk-rússneski sanrn- ingurinn var gerður. Fyrir þeirri innrás er engin gild afsökun til. Hana má að vísu telja sambærilega við hmrás italá i Abessiniu og At- baniu, ítala og Þjóðverja á Spán og Þjóðverja i Czekoslóvakíu. Þó er hún að einu leyti verri. Þær inn- rásir liinar, sem nefndar hafa verið, eru gerðar af ríkjum, sem hafa op- inlærlega dýrkað hernaðarlegt of- beldi, þar sem Sovétríkin telja sig boðl>era sósíalisma, fulltrúa iiinnar göfugustu menningarstefnu. Það er þó réttlætanlegra að gerast mannæta í nafni ómenningarinnar heldur en í nafni siðmenningarinn- ar. Hvernig eiga svo þeir, sem af réttlætiskennd hafa deilt á hernaðar ofbeldið gegn Abessiniuniönnum Spánverjum, Albaniumönnum og Czekum að réttlæta ofbe.ldið i Finn- landi? Það hefur stundum heyrzt í Sam- einingarflokknum, að með landvinn- ínguni Sovétríkjanna aukist ogsós- íalismanum land. En það verð ég að segja, að ekki er mér það óbland- inn fögnuður. Ég get ekki komizt hjá þeim ótta, að sá sósialismi, sem hyggst að vinna heiminn með landráni og ofbeldi tapi ]>ví að vera sósialismi. Svo er því lika af sumum haldið fram, að Finnar séu ekki 1 ýðræðisþjóð, þar sem þeir hafa bannað kommúnistaflokkinn og tvo fasistaflokka og jafnvel að þeir séu ekki menningarþjóð. Víst er finnska ríkið ungt og ekki i fullu jafnvægi. En er þá áreiðanlegt, að rússneska rikið sé stöðugra í jafn- væginu eða þar sé öruggara lýð- ræði? Og mundi ekki einhver menn ing verða að fylgja því að vera vaskasta íþróttaþjóð í heimi eins og Finnar eru. Annars skiptir það i þessu falLi ekki mestu máli, hvern ig Finnar eru, heldur hvað Sovét- ríkin mega leyfa sér í nafni sósíal- ismans. Þá afsökun fyrir innrásinni í Finin land, að hún sé gerð til þess að fyrirbyggja áhlaup þaðan á Sovét- ríkin, er ekki hægt að taka öðru- vísi en þannig, að hún sé tilraun til að reyna að breiða yfir hinn virkilega tilgang striðsins. Um þann tilgang geta þeir að vísu einir vit- að, sem til þess hafa stofnað. En eðlilegt er, að menn verði því tor- tryggari um það, liver er hinn vjrkilegi tilgangur, sem það er frá- leitara, sem um það er sagt. Og nú er það svo, að Rússum er það ekki mikils virði að ráða yfir Finn- landi, en hitt hlýtur þeim að þykja girnilegt að ráða yfir járnnámum Sviþjóðar og höfnum Noregs. Þvi er ekki liægt að verjast grunsemdum um, að innrásin í Finnland sé fyrst og fremst upphaf sóknar á öll Norð- urlönd, og þá er hún um leið orð- in mál, sem eigi aðeins snertir rétt- arkennd okkar, heldur einnig nán- ustu viðskipti okkar við umheiminn og sjálfa tilveru okkar (svo að sleppt sé öllu tali um frændsemi og vináttubönd). En látum svo heita, að þetta (sem mér finnst bara kalt og ró- lega ályktað) séu ástæðulausar grun semdir og jafnvel „móðursjúkur" ótti, þá er þó annað eftir í þessu máli, sem er mjög alvarlegt. Siná- þjóð, sem réttlætir ofbeldissaman yfirgang stórþjóðar, vegur með þvi gegn siðferðislegum rétti sjálfrar sín til þess að vera sjálfstæð þjóð. Og einmitt af þessari ástæðu get- um við alls ekki verið í flokki, er réttlætir slikan yfirgang hátt eða í hljóði. Við lítum svo á, að með því sé vegið gegn sjálfstæði okkar eigln þjóðar. Og þó að við höfum vitanlega alið okkar eigin böðla, þar á meðal okkar þjóðstjórnarihald, þá er nú samt það sjálfstæði, sem við eigum nú, okkar dýrmætasrta eign. Ég vona, að þetta sé þegar orðið nógu ljóst til þess, að meim hljóti að skilja, að við sem úr Sameining arflokknum gengum, gátum ekki annað eins og málfærsla flokksins hefur verið út á við, aðallega í Þjóðviljanum. Okkur þótti sem ver ið væri að neyða okkur til að ganga undir gunnfána, sem stefnt væri móti alþjóðlegum rétti, en með rang snúnu ofbeldi, og móti hagsmunum og sjálfstæði þjóðar okkar. Vitanlega getur okkur missýnzt eins og öðr- um dauðlegum mönnum, en svona blasir þetta við okkur. Milli okkar og þeirra, sem eftir eiju í flokknum er uin þetta svo djúptækur skoð- anaágreiningur, að leiðir okkar hlutu að skilja. Við skiljum með sársauka en eigi af reiði eða hatri, og ég vona að hvorirtveggja séu menn til að endurskoða afstöðu sína, þegar atburðimir færa okkur heim fullan sann um það, sem er að gerast. Menn spyrja nú ef tiL vill hvers- vegna hér sé eingöngu rætt um af- stöðuna til Sovétríkjanna. Það er af því, að það eitt hefur valdið djúptækum ágreiningi. Annars þarf engin iaunung að vera á því, að við flestir eða allir, sem úr Sainein ingarflokknum göngum, óskum Ves' urveldunum sigurs í þessu stríði. Þat er af því, að við lítum helzt á þau sem fulltrúa menningar og lýðræð- is þrátt fyrir allt — og svo Hka af því, að okkar land, ísland, er raunverulega hluti af Vestur-Ev- rópu, menningarlega og viðskipta- lega, og við treystum Rreta- veldi l>ezt stórveldanna til þess að unna okkur að fara nokkurnveginn frjálst með okkar eigin mál. Það má að vísu vel vera, að yfirlýsing- ar Vesturveldanna um baráttu þeirra fyrir rétti smáþjóðanna séu talsvert hræsniskendar, en þær yfirlýsingai eru þó bindandi fyrir þau á marg- vislegan hátt. Hitt er samt meira urn vert, að lega okkar lands er stík, að Bretum er það mest áhuga efni, að aðrar þjóðir fái hér ekki hernaðarlega bækistöð, en flestar hinar stórþjóðirnar hafa eðlilega á- huga á því að fá hér þvílíka að- stöðu. Og svo er það að lokum, að þó að nú séu ihaidsstjómir í Bret landi og Frakklandi, þá er þar sijómskipulag með þeim hætti, að frjálslyndari stefnur geta auðvehÞ lega náð þar bráðum sigri og trauð lega verður svo háð barátta um lífið við fasismann í Þýzkalandi, að sigur í þeirri baráttu verði ekki um leið sigur frelsisins fyrir alla alþýðu hinna sigrandi þjóða. Arnór Sigurjónsson.

x

Nýir tímar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir tímar
https://timarit.is/publication/712

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.