Nýja konan - 01.12.1934, Síða 2

Nýja konan - 01.12.1934, Síða 2
2 Nýja kouan ber, þá sat Johnsen konsúll ör- uggur inni í stofu sinni í mjúk- um stól og reykti hinn róleg- asti. Hann gat sjálfsagt verið rólegur, því sagt var, að hann fengi alla þá báta borgaða, sem færust. Margt var nú talað og ekki allt satt. En nokkuð var það, að þegar stórslys bar að á þennan hátt, þá lét Johnsen að vísu halda sorgarguðsþjónustu í kirkjunni, til þess að minn- ast hinna drukknuðu. Hann var þá sjálfur viðstaddur, með háan silkihatt og hvíta hanzka. Fólk, sem eitthvað liafði séð fyrir sér, sagði, að það táknaði sorg og hluttekningu. En viti menn! Skömmu seinna liljóp svo nýr bátur af stokkunum með nýju fólki. Og þorskurinn barst á land meiri en nokkru sinni fyrr og Johnsen átti Iiann allan. Enginn vissi þó til, að Johnsen hefði nokkru sinni dregið bein úr sjó. Það fyrsta, sem fólk mundi eftir honum, var, að hann var að selja brenni- vín og tóbak og tók fisk upp í viðskiftin. Guð hafði blessað þessa viðleitni lians svo, að nú átti hann hvern einasta bát, sem ýtt var á flot í Fjarðarþorpi. Svona var lífið. Undarleg og óskiljanleg var guðs ráðstöfun í mörgum greinum. Nú voru komin jólin og allri fiskvinnu löngu lokið. Þá var um ekkert annað að gera nema ganga í búðina til Jolinsens og fá úttekt, upp á væntanlega vinnu. Þetta var sama sagan ár eftir ár. En nú var þó nýtt á seyði í þorpinu. Kveníelagið ætlaði að halda jólatrésskemmt- un fyrir fátæk börn. Frú John- sen hafði stungið upp á þessu einu sinni, þegar stjórnarkon- urnar drukku kaffi heima hjá prestskonunni. Þær komust í sjöunda himin af þessari ágætu hugmynd. Þarna var verkefni fyrir kvenfélagið. Það var haldinn fundur 1 fé- laginu og málið rætt. Frú John- sen hélt ræðu og talaði um jólagleðina og jólaljósin, sem nauðsyn væri að enginn færi algerlega á mis við, livað fá- tækur sem hann væri. Hún minnti konurnar á, að liina sönnu jólagleði gæti maður sjálfur því aðeins öðlast, að ein- hverju væri fórnað til þess að gleðja aðra. Málinu var tekið með hrifn- ingu; reyndar var ofurlítið þref- að um það, livar ætti að taka peninga til þess að standast þann kostnað, sem af þessu leiddi. Það þótti ekki tiltæki- legt að lialda tombólu eða skemmtun með svo stuttum fyrirvara. Að lokum var svo ákveðið, að til bráðabirgða skyldi allur kostnaðurinn greiddur úr félagssjóði. Seinna gætu þær svo haldið tombólu til þess að vinna það upp aftur. Skemmtunin var ákveðin milli jóla og nýárs. Börnin áttu að fá súkkulaði og kökur og helztu konurnar í félaginu ætluðu að ganga um beina. Enginn gat nú annað sagt en að kvenfélagið léti gott af sér leiða. Það hafði gefið sjöarmaðan kertastjaka og forkunnar fagurt altarisklæði í nýju kirkjuna og núna komu þær með jólatrésskemmtun fyrir fátæk börn. Félagskonurnar voru ánægðar yfir því, að þær liefðu öðlast þessa fögru hug- mynd og lögðu á sig aukabakstra og margt fleira amstur, án þess að stynja eða andvarpa. Þær fóru sjálfar með boðsmiðana út í kotin, því fórn má ekkert hálfkáf vera, ef hún á að svara til fyrirheitanna. Meira að segja: Konsúlsfrúin öslaði snjó og krapa upp í kálfasporð eftir tröðum og vegleysum. Til allr- ar hamingju voru til leggháar skóhlifar í búðinni hjá John- sen konsúl. Það var margt, sem þurfti að athuga í sambandi við þes&a fyrirhuguðu skemmtun. Það var nú til dæmis það, að gæta þess, að ekkert fátækt barn yrði útundan, þegar boðið væri. Því nokkuð syndsamlegra en að skilja eitthvert heimilið eftir, gat konsúlsfrúin ekki Iiugsað sér, Slík vangá mátti ekki koma fyrir. Geirlaug í Skúrnum setti vatnsföturnar frá sér fyrir ut- an dyrnar og liengdi vatnsgrind- ina á nagla á veggnum. Barna- liópurinn kom á móti henni út á hlaðið, ákafur og óðamála. — Manuna, okkur er boðið á jólatré, sögðu þau mörg í einu. — Við eigum að fá súkku- laði og fínar kökur. Þau minustu reyndu líka að segja frá þess- um tíðindum. Þegar Geirlaug hafði skilið hvað um var að vera, varð hún alvarleg og þung á svip. Hún ýtti börnunum þegjandi til hlið- ar og kom vatnsfötunum fyrir á bekknum í skúrdyrunum. — Þið farið líklega ekki langt í görmunum, sem þið standið í, sagði liún svo. Börnin hljóðnuðu. Þau höfðu ekki hugsað, að neitt gæti hindr- að það, að þau gætu farið, fyrst þeim var boðið á annað borð, — Okkur langar svo mikið. Við höfum aldrei séð jólatré. — Það er bættur skaðinn, sagði Geirlaug. En í huganum bölvaði hún því óhappi, að hún liafði ekki verið heima, þegar þessir sneplar komu, svo hún hefði getað hindrað það, að börnin fréttu af þeim. Auðvitað var það svo sem ekkert undarlegt, þó börnum langaði að fara, ekki var svo tilbreytilegt lífið þeirra. Hún hugsaði málið og dró fram í huganum hverja flík, sem þau áttu og viðlit var að nota. En hún sá engin lifandi ráð. Með drengina var þó sök sér. Það bar ekki svo mikið á því, þó buxurnar væru stykkjaðar, jtegar búið væri að pressa þær og laga J)ær til. Og peysurnar J>eirra gat hún Jjvegið. Verst var með fótabragðið. Hvítbotn- aðar skóhlífar voru ekki bein- línis ætlaðar til þess að nota á ball. En slíkt settu drengirnir ekki fyrir sig. Það var öðru

x

Nýja konan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja konan
https://timarit.is/publication/716

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.