Nýja konan - 01.12.1934, Page 3
Nýja konan
3
máli að gegna með Dísu. Hún
var orðin 10 ára gómul og
þótti ákaflega leiðinlegt að vera
illa til fara innan um önnur
betur búin börn. Hún sá það
sjálf, að hún gat ekki farið.
Hún átti hvorki kjól né skó,
sem mögulegt var að vera í við
svona tækifæri.
Geirlaug leitaði í dxagkistu-
garminum sínum, ef ske kynni,
að hún ætti enn einhverja flík,
sem hún gæti búið til úr treyju
handa Dísu.
Hún hafði auðvitað gert sarns-
konar rannsókn fyrir jólin og
þá árangurslaust. Það var ekk-
ert eftir nema upphlutsskyrtan
og svuntan, sem Sölvi heitinn
liafði gefið henni seinasta sum-
arið, sem hann lifði.
Geirlaug strauk þessa liluti
mjúklega, eins og þeir væru lif-
andi verui-, sem lienni væru
kærar. Hvað átti hún svo sem
að gera við spariföt? Ekkert
betra gat hún gert við þessar
flíkur en að gleðja Dísu með
því að búa henni til kjól úr
þeim. Það glaðnaði yfir svip
hennar, þegar henni hafði hug-
kvæmst þetta, og hún byrjaði
strax að koma því í verk.
— En skórnii', mamma? Ég
get ekki verið í gúmmískólilíf-
um.
já, það voru skórnir. Geir-
laug liafði gleymt þeim í bili
og Johnsen var sá eini, sem
Ixafði skófatnað núna, eftir því
sem hún hafði heyrt. Þar vand-
aðist málið. Inn í verzlun John-
sens hafði hún ekki komið síð-
an hún fyrir liálfu öðru ári
Jiafði gert upp reikninginn,
skömmu eftir að Sölvi sálugi
drukknaði.
— Það gerir ekkert til,
mamma. Strákarnir mega l'ara
fyrir því, sagði Dísa kjökrandi.
— Láttu ekki svona, barn.
Annaðhvort farið þið öll, eldri
börnin, eða ekkert ykkar fer.
Geirlaug var svo einbeitt, að
börnin vissu, að þessu yrði
ekki breytt.
Konur Sovétríkjanna skilja
fengið frelsi. Uppbygging-
arsagan á þúsundir dæma
urn það livernig konurn-
ar taka forustuna í verk-
smiðjunum og á ökrunum
og rækja alveg frábært
starf af liendi. Leið sú,
sem Lenin benti á: »Sér-
hver eldabuska verður að
geta stjórnað ríkinu* verð-
ur konunni æ Ijósari.
Þátttaka hennar á öllum
sviðum eykst með hverj-
um einasta degi.
Vonin um að geta farið varð
næsta lítil að þeim fannst.
Skammdegismyrkrið hrakti
óðfluga burtu hina ófullkomnu
skímu, sem sex íúðu gluggi
opnaði leið inn í Skúrinn.
Geirlaug sat og saumaði eins
og 1 trássi við myrkrið. Að lok-
um varð hún þó að láta undan
síga. Hún lagði frá sér saum-
ana og gekk fram í eldhúsið
til þess að sækja sér ljós. Hún
brá upp eldspýtu og kveikti á
litlunx lampa, sem hékk á veggn-
um. Þarna voru þá börnin í
lióp liálfskælaixdi af vonleysi.
— Greyin mín, liættið þið
einhvei-ntíma þessu voli, sagði
Geirlaug óþolinmóð.
— Okkur langar svo mikið.
Við höfum aldrei séð jólatré,
kom lágt og snöktandi frá einu
barninu.
Geirlaug tók Iampann þegj-
andi og kom honum fyrir uppi
á þili, þar sem börnin náðu
ekki til hans. Ljósið lýsti upp
andlit liennar, fölt og magurt.
Svipurinn var ákveðinn, næst-
um því harður. Hún liafði tekið
ákvörðun. Hún vafði ullarhyrnu
um höfuðið og bjó sig eins og
liún ætlaði út. Svo bað liún
börnin að vera nú góð á með-
an hún skryppi burtu.
Hún lagði leið sína inn í
mitt þorpið, þangað sem verzl-
anirnar voru og lieldra fólkið
bjó. Loftið var kámþykkt og
sleit úr honum krapaél öðru
hvoru. Þó var ekki farið að
frjósa. Geirlaug reyndi að rekja
sig eftir steinum og hnjótum,
sem stóðu upp úr snjókrapinu,
en í myrkrinu var það ekki
auðvelt. í öðru hverju spori
fór hún ofan í upp undir hné.
Hún braut heilann um það,
hvernig liún ætti að haga orð-
um sínum við Johnsen. Það
var erfitt að þurfa að fara bón-
arveg til lians. Einhverntíma
hefði liún ekki trúað því, að
hún gæti gert annað eins. En
hún hafði nú einu sinni tekið
það í sig, að gera það, sem
henni væri mögulegt, til þess
að börnin gætu farið og skemmt
sér eins og önnur börn, úr því
að þau vissu af þessari skemmt-
un. —
Þegar allt kom til alls, þá
þurfti hún ekki að vera mjög
auðmjúk, þegar hún talaði við
konsúlinn. Hann hafði sannar-
lega ekki skaðast á viðskiftun-
um við Sölva þessi 16 ár, sein
hann hafði róið á hans vegum.
Það var henni vel kunnugt um.
Hún nxundi vel, hvað vonglað-
ur Sölvi liafði verið, þegar hann