Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Blaðsíða 6
Ágúst Stríndberg: Það er ekki nóg Frú Brie á matsöluhús í Passy. Hún er ekkja, fjörutíu og átta ára gömul, og á þrjá sonu. Einn þeirra er tuttugu og átta ára, kvæntur. Annar tuttugu og sex ára, einnig kvæntur. Sá þriðji er tuttugu og fjögra ára, ókvæntur og er listamaður. Maður frú Brie var læknir og dó með sæmd fyrir tveimur árum. Hún hefur svolítil eftirlaun, sem hún gæti lifað á ein, en sonurinn, sem er málari, þarf vinnustofu, liti, mál- aradúka og fyrirmyndir. Þessvegna selur hún fæði. En hún gerir það líka vegna þess, að hún vill sjá fólk í kring- um sig. Eldri synirnir koma aldrei heim. Tengdadæturnar hafa skilið þá frá móður þeirra. Hún hefur alltaf lifað fyrir börnin og ekki átt nein önnur á- hugamál. Nú eru þau farin, nema sá yngsti, og ekki er hann oft heima held- ur. Hún getur Iifað enn tuttugu — þrjá- tíu ár, en hún getur engum helgað líf stt og er því óvön, að lifa fyrir sjálfa sig. Móðurumhyggjan er henni með- fædd. Listamaðurinn, Charles, hefur þurft mjög á peningum hennar að halda þetta vor. Nú er hann fullnuma og verður að vekja á sér eftirtekt. Til þess þarf líka fé. Einu sinni kemur Charles heim til morgunverðar' Hann er gulgrár í and- liti, dökkur kringum augun og andar- dráttur hans er fúll. ,,Hvar varstu í gær, Charles minn ?“ Agúst Strindberg. spyr móðir hans og réttir honum ost- inn. ..Skiptir það þig nokkru ?“ svarar hann og þefar af ostinum. ,,Svona ost bragða ég ekki“. ,,Eg keypti þennan ágætis ost ein- mitt þín vegna“, segir móðirin. ,,Skiptu þér sem minnst af mér, þú gerir út af við mig“, segir sonurinn. ,,Eg fer að heiman, ef þú heldur svona áfram !“ Móðirin snýr sér að ungri konu, sem situr við borðið með tvo litla drengi við hlið sér. ,,Það er gaman að eiga börn, skal ég segja yður. Tveir drengir mínir eru alfarnir að heiman. Ég á bara þennan eftir. Er hann ekki vænn við mömmu sína ?“ 202 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.