Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 02.03.1942, Blaðsíða 13
víkingar, sem útvarpi^ fylla. Annars finnst mér vanta menn, sem tala með fullri djörfung — en vinsemd þó — yfir hausamótum fólksins. Við þurfum menn með hjartans hita. Ekki hœli ég mér af bindindishneigð — samt var ég hrifinn af hita og drengilegum áhuga og djörfung Felix Guðmundssonar í fyrra, er hann talaði um bind- indi og áfengislöggjöf. þakklátur skyldi ég verða fyrir mig og mína stétt (bændastéttina) ef einhver eða einhverjir vildu (með fullri sanngirni) tukta svolítið úr okkur bændum, svo við rumskuðum. Já — svona álíka og þegar Pétur Sigurðsson er að taka í hnakkadrembið á Reykvíkingum, fyrir að dusta gólfteppi sín af húsasvölum, hrækja á götu, snýta sér með berum fingrunum o. s. frv. Það dugar ekkert moðsuðunnar meinleysi, ef kveða skal niður fjendur þá, sem að hnotsteinum verða mannfólkinu í borg og byggð. Þorbjörn Björnsson, Gcitaak'Cirbi. Um claginn og veginn. Nú er sá þáttur einkum helgaður ýmiskonar. siðferðisprédikunum. Magnús próf. Jónsson hóf upp siðaprédikun mikla hér á dögunum út af því að fólk sækti ekki kirkju. Jú. Vel á minnst. En, maður, líttu þér nær. Hverjir eiga sök á því, að hinar þjóðlegu kirkjugöngur og kirkju- ferðir eru svo að segja alveg úr sögunni? Eru það söfnuðirnir — fólkið í landinu — eða kirkj- an sjálf óg þeir sem fyrir hennar málum standa? Að mínu viti kirkjan og hennar menn. Prest- arnir, sem Magnús Jónsson og aðrir forustu- menn kirkjunnar leggja fólkinu til, eru þannig ur garði gerðir, að fólkið vill ekki hlusta á þá og telur sig ekkert hafa til þeirra að sækja. Til prests eru vígðir hversdagslegir meðalmenn, og virðast sumir þeirra hafa meiri áhuga fyrir póli- tísku erilkasti, sveitarstjórnarbraski og ýmiskon- ar hreppapólitík, en málefnum kirkjunnar. Preðtur, sem er stjórnmálamaður, verður aldrei prestur nema þess hluta safnaðarins, sem fylg- •r honum í stjórnmálum. — Enginn efi er á því, að presturinn þarf að vera höfði hærri að andlegum vexti en söfnuð- tirinn, sem hann á að leiða. Hann þarf að standa öllum fjöldanum framar að siðferði, fjölþættri menntun og mannkostum, ef einhver árangur á ao sjást af starfi hans. Og þegar Magnús Jóns- 8on lætur ekki frá sér fara úr háskólanum til prestsverka aðra en þá, sem afbragðsmenn mega teljast, þá fyllast kirkjurnar á hverjum helgum degi; en þangað til að svo er orðið, er honum hollast að tala við sjálfan sig og starfsbræður sína um messuföll og lélega kirkjusókn. Kvöldvökurnar ættu einkum að vera helgaðar þjóðlegum fræðum, fornum og nýjum, og féllu erindi Jóns Steffensen um Þjórsdæli hina fornu vel í þann ramma. Annars hafa kvöldvökurnar í vetur verið lélegri en oftast áður, en upplestr- arkvöldin hafa nokkuð bætt þær upp. — Hræddur er ég um að erindaflokkar þeir, sem fluttir hafa verið í vetur, hafi farið nokkuð fyr- ir ofan garð og neðan hjá hlustendum. Og um útvarpssögu Knúts Arngrímssonar held ég að verði skiftar skoðanir. En viðfeldna rödd hefur Knútur og fallegt málfar. Hvort mun nú enginn sakna Sigurðar Einars- sonar? Hann var einn af þeim mönnum, sem menn hlustuðu á með ánægju; er og hverjum manni orðsnjallari og skemmtilegri. Erindi A. Th. eru að vísu greinagóð, en hann þyrfti að skerpa sig betur við flutninginn. Upplestur þeirra skáldanna Gunnars Gunn- arssonar og Davíðs Stefánssonar var með mikl- um ágætum, en langt er nú síðan heyrst hefur til Halldórs Kiljan Laxness. B. Sk.Ögri. ..Hlustendakvöld". Páll Isólfsson kom með ágæta tillögu —; Eins konar ,,hlustendakvöld“, þar sem útvarpsgagn- rýni frá hlustendum væri lesin upp í útvarps- sal. — Þetta mundi auka fjölbreyttni og verða hlustendum, ef vel tækist, hið mesta ánægjuefni. Framkvæmdir mætti hugsa sér annaðhvort á þann veg, að lesið væri í útvarpið við og við (segjum tvisvar sinnum í mánuði) úrval þeirra umsagna og þeirrar gagnrýni, er útvarpsráði bærist — ellegar á þá leið, að til væri fengnir nokkrir menn, helzt einn í hverri sýslu, er út- varpið gæti snúið sér til með spurningar áhrær- andi ákveðna þáttu útvarpsstarfseminnar, er þeir væri beðnir að svara í takmörkuðu máli, og væri síðan svörin lesin í útvarpið. Þess er hin brýnasta þörf, að útvarpið sé í sem allra nánustum tengslum við hlustendur. Ef stigið væri spor í þá átt, er hér er á bent — og áður af Páli Ísólfssyni —, mundi það orka því, að auka þau tengsl. Og vel mætti svo til takast, að fyrir hlustendur yrði þetta hreinustu hátíðakvöld. Gisli Magnússon. ÚTVARPSTÍÐINDl 209

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.