Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 10
Og ráðsmaðurinn rétti fram harða
hönd sína.
— í guðs friði, sagði hann og fylgdi
Hauga-Pétri til dyra.
Nú ætlaði Pétur norður til Þránd-
heims og reyna að fá cina rúgtunnu.
Orðrómur gekk um það, að sá sem ætti
silfur ti'l að borga með, fengi einhverja
ögn af rúgméli hjá G. Andrésens ekkju
í Þrándhemi. Og silfur áttu Haugamenn.
Mann fram af manni höfðu þeir ver-
ið hestakaupmenn og grætt dálaglega.
Þetta var gömul ætt. Hauga-menn voru
hetjur og orðlagðir fyrir krafta sína og
orðbragð. Þeir urðu flestir hundrað ára
gamlir og sumir meira. •
A þeim tímum var leiðin til Þránd-
heims liættul'eg langferð, því að ráns-
menn lágu víða í leyni. Það kom oft
fyrir, að ferðamenn hurfu með varningi
sínum og spurðist aldrei framar til
þeirra, og þó var hitt tíðara, að hestarn-
ir kæmu trylltir og hamslausir niður í
byggðina, með ökumanninn í blóði sínu
dauðan á sleðanum. Það var vegna slíkra
atburða, sem Hauga-Kláusi fannst rétt
að raula sálm áður en Pétur legði á
stað. Hann vissi reyndar, að enginn
stæði Pétri snúning í heiðarlegum á-
flogum, en morðingja og leyniárásir gat
enginn varast.
Já, Pétur var karl í krapinu. Á Mykj-
álsmessunni varð hann tuttugu og sjö
ára. Ilann var svo sterkur, að hann
rétti upp skeifu milli handanna.
í dag klæddist hann eins og konungs-
ins þjónn, — því að ef öll sund lokuð-
ust, til þess að fá rúg í Þrándheimi, þá
yrði hann að ganga á fund von Knagen-
hjelms ofursta og biðja hann ásjár. Von
Knagenhjelm liðsinnti hermönnum sín-
um öðrum fremur. Frá honum hafði
Pétur fengið hermannsins munderingu.
Fyrir sunnan hafði Pétur sýnt hreýsti í
bardaga. Hann var í herdeild og lá úti
dægrum saman án þess að neyta svefns
né matar. Margir félagar hans vildu
gefast upp, en hann hótaði að drepa
livern þann, sem viki hænufet af verð-
inum. Fyrir hreysti sína lireppti Pétur
að launum gamlar liðssforingjabuxur
frá von Knagenhjelm. í þessum buxum
var Pétur á brúðkaupsdaginn sinn í
Röroskirkju fyrir fimm árum. Skraut-
klæddari brúðgumi hafði aldrei sézt í
Röros. Hann var undur.
Ilaugafjölskyldan hafði ekki bragðað
neitt mjölkyns í allan vetur, hvorki
brauð né grauta. Það hafði lifað á kjöti
óg fiskmeti, osti og smjöri. Nvi var mjöl-
’þörfin orðin óbærileg. Mjöl varð það að
fá; — þó það væri ekki nema agnarögn
til að blanda í barkarbrauð. Æ, styrj-
öld og óáran gerðu þungar búsifjar. í
sumar var grasvöxturinn kringum vatn-
ið svo rýr, að þegar slegið var, mátti
sópa heystráunum saman með kósti.
Og korn óx ekki upp til fjallánna.
Hauga-Pétur stóð upp af arinhellunni
og neri augun. — Við treystum Drottni
og vonum að þú komir heim með ein-
hverja lífsbjörg, sagði hann. — Drott-
inn mun hjálpa okkur eins og jafnan
áður.
Pétur lokaði sálmabókinni og lét hana
inn í blámálaða veggskápinn, þar sem
ættin liafði geymt silfur frá ómuna tíð.
Stundu síðar ók Pétur ásamt konu
sinni norður yfir vatnið, sem var ísi
lagt. Þetta var langur og harður vetur.
— Pétur sat og horfði upp til hlíðar-
innar, þar sem skógartrén blánuðu í
birtu morgunsins. Kari, hin tvítuga
kona hans, sat á heypoka að baki hans
dúðuð skinnum. Hún var stór og beina-
mikil eins og karlmaður, en björt á svip
266
ÚTVARPSTÍÐINDI