Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Side 22

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Side 22
verið mestur kringum áldamótin ÍTOO, enda voru þá Englendingar og Þjóðverj- ar að mestu hættir fiskiveiðum hér við land, og Hollendingar voru þá farnir að draga nokkuð saman seglin, svo að Frakkar voru að mestu einráðnir hér á fiskimiðunum og gátu hagað sér eftir eigin geðþótta, einkum á útnesjum og afskekktum stöðum, þar sem yfirvöldin voru hvergi nærri. Slíkir atburðir og þeir, sem sagan lýs- ir, hefðu sannlega hvergi frekar getað gerzt en í Þistilfirði eða Langanesi, þar sem ekkert yfirvald var nærri ,og eng- inn til að halda uppi lögum og reglu. A þessunr árúm — 1090—1730 — var sá prestur á Svalbarði er Eggert hét og var Jónsson. Var hann talinn á yngri árum hraustur maður og ófyrirleitinn og fégjarn mjög. Þykir mér ekki ósenni- legt, að hafi atburðir þessir í raun og veru átt sér stað, þá hafi þetta gerzt á yngri árum séra Eggerts, eða fyrir aldamótin, og þá ekki ósennilegt, að hann hafi verið foringinn, og lagt ríkt á við rnenn sína að þegja um atburð- ina. En það sem er þó þyngst á metunum í þessu máli verður að teljast það, að tæplega er hugsanlegt, að örnefni þessi hefðu getað myndazt nema einhverjir atburðir hefðu gerzt, sem gáfu alþýð- unni tilefni til þess, að nefna gilið Frakkagil og klettana Þjófakletta. BJÖRN ÓLAFSSON Framhald af bls. 260 af hendi og eru jafnrétthá. Og það má ekki rugla þessu saman við það, þegar leikinn er einleikur á fiðlu, celló, píanó, orgel o. s. frv., en annað hljóðfæri er liaft til aðstoðar, þá á einleikshljóðfær- ið að yfirgnæfa. Tónlistarfélagsins, tónlistarmanna og útvarpsins bíður mikið og veglegt starf að vinna að tónmenntun þjóðarinnar, og að kenna henni jafnframt að njóta góðrar tónlistar. Fyrsta verkefnið er, að í höfuðstaðnum rísi upp vönduð tónlist- arhöll, þar sem hægt sé að efna til hljómleika með eðlilegum hætti að degi til, en ekki að næturþeli eins og nú er, og þar sem Tónlistarskólinn gæti fengið aðsetur sitt, svo að hann þurfi ekki lengur að kúldrast í þröngum húsakynn- um, sem varla halda snjó né regni. r Utvarps- %uglýsingar og tilky nningar Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16,00 til 18,00 alla virka daga. ÍSunnudaga og helgidaga kl. 11,00—11,30 og 16—17, (igi á öðrum tímum. íiími 1095. Ath. hvort ekki sé rétt að fylgjast með útgáfu erindanna frá byrjun. Það verður ódýrast og gagnlegast. 278 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.