Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Síða 25
HVERS SAKNA MENN, —
HVERS ÓSKA MENN?
Menn eru í eðli sínu vanafastir og ]>ess-verður
oft vart, að skírskotun lil hins gamla verður
þröskuldur á végi ]>ess, sem nýtt er. Svo er það
með útvarpið og Iilustendur þess. Hafi einlner
dagskrárliður orðið vinsæll í ákveðnu formi. þá
finnst lilustendum, að þaunig eigi liann að vera
og engan veginn öðru vísi. Saunast þetta bezt á
þættinum um daginn og veginn, svo sem marg-
nefnt hefur verið. Þegar breytt er tilhögun er því
hyggilegast að breyla einnig fyrirsögn eða nafui.
TJtvarpið okkar er vitanlega í sífelldri leit að
efni og fjölbreytni og hefur níarga ágæta dag-
skrárliði. en margt stendur til bóta. Hér skulu
nefnd nokkur atriði til athugunar.
Eg' hef veitt því athygli, að l)ættir Bjöms
Franzsonar um uppgötvanir, tœkni og framfarír
hafa fallið í góðan jarðveg. Það er svolitill létlir,
mitt í hinni glymjandi orrahríð, að heyra ]>ó
stöku sinnum lalað um eitthvað jákvætt, sem
hugur mannsins og hönd framkvæmir jáfnvel á
þessum síðustu og verstu djöfulmögnuðu tímum.
Látið Björn laka sjálfstæða tíma og' segja frá
nýjungum, sem góðs er vænzf af i framtíðinni í
þessum \esæla heimi. Væri maklegt að ætla til
þess 10 til 15 mínútum á viku hverri, svo að
ekki sé hærra spenntur boginn.
Margar raddir heyrast um, að æskilegt sé að
hafa útvarpssöguna tvisvar í viku, þar sem viku-
skaminturinn sé furðulítill og langt að bíða heila
viku eftir næsta lestri. Eg hygg, að þessar'raddir
séu fram komnar af því að hlustendur \-iIji yfir-
leitt meiri upplestur í útvarpinu en nú er. Þrátt
fyi'ir útvarpssöguna, Islendingasögur og kvöld-
vöku vilja menn meira. Væri ekki sanngjarnt að
laka upp á mánudögum eða þriðjudögum smá-
sögu, sem næmi 15 til 20 mínútur. Sannleikurinn
er sá, að útvarpið vinnur hið gagnlegasta verk
með þessu. Eftirsóknarvert útvarpsefni stuðlar
að ]>vi að skapa samlieldni á heimilum, þar sem
fólk skemmtir sér sameiginlega, fyrst sem áheyr-
endur og því næst við umræður út af efninu.
Það er álkunnugt, að barnatíminn kallar börn,
unglinga og fjölda marga fullorðna til húsa. Það
væri því skennntilegt, ef útvarpið tæki upp cr-
lendan sið og hefði barnatíma oft í viku, t. d.
10 til 15 mínútur rétt fyrir háttatíma. Þar væri
saga, kvæði, samtal, söngur o. s. frv. Þetta er
sett fram lil athugunar og virðist fátt mæla móti,
að því verði vel tekið. G.
ÚR BRÉFI.
Einar Ólafur Sveinsson les upp úr Njálu. Það
er látlaust lesið en með glöggum skilningi og
lotningarfullri aðdáun að listinni. Níu ára strák-
ur segir ]iegar fyrsta lestrinum lýkur: — Þetta
er góð saga. Eg vil heyra meira af Jiessari sögu.
Svona ættu allar sögur að vera. — Allir hafa
gaman af þessum Ieslri. En ]>egar minnst er á
upplestur má minnast á margar aðrar góðar
stundir. Ragnar Jóhannesson Ies Mýrarkotsstelp-
una, sem raunar er ekki þýdd á allskostar
skemmtilegt mál, — t. d. er það varla íslenzka
að kalla túnið ruðning. En hvað skal segja um
það, þó að eitthvað sé smágallað við mál í út-
\arpinu, úr ]>\í að háskólakennarar gefa út er-
indi sin, — samtíð og sögu, — án þess að láta
íslenzkudeildina yfirlíla þau og leiðrétta. sem
þörf væri á. — Helgi Hjörvar les Litla Hvamm
Einars H. Kvarans. Allt eru þetta bókmenntir,
sem íslenzk alþýða kann að meta. livað sem
annars má segja um ýmsa tízkustrauma í bók-
menntum og listum kunna íslendingar því yfir-
leilt betur að finna persónur í sögum sínum.
Það er eflaust hægt að gera af mikilli list ein-
Inerjar afkáralegar persónur eða skrípi, sem að
\issu leyti eru eiuskonar samnefnarar einhverra
eiginleika. En ég veit ekki nema það sé heilbrigð-
tir smekkur að ]>reytast á þvi, að horfa sí og æ
á svartan grunn og einhverjar ófreskjur, þó að
þær kunni stundúm að eiga sér fyrirmyndir í
veruleikans heimi. H. K., Kirkjubóli.
UM DANSHLJÓMSVEITIR.
Þar sem Útvarpstíðindi hafa hvatt menn til
að láta í ljós ánægju sína eða óánægju yfir dag-
skrá Ríkisútvarpsins, langar mig til að rita nokkr-
ar línur og láta í ljós álit mitt. Útvarpstiðindi
er velkominn gestur í sveitinni, sem bæði flytur
skemmlilegar greinar, og gefur mönnum kost á
að auka þekkingu sína á þessari dásamlegu upp-
götvun mannsandans — útvarpinu. Auk þcss tcl
ÚTVARPSTÍÐINDI
281