Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 30

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 30
Samkeppni um hátíðarmerki Þjóðhátíðarneínd lýðveldisstofnunar á íslandi hefir ákveðið að bjóða til samkeppni meðal dráttlistarmanna um hátíðarmerki við fyrirhuguð hátíðahöld i 7. júní n. k. Heitið er 2000.00 kr. verðlaunum fyrir bezta uppdrátt. Frestur td þess að skila uppdráttum er ákveðinn til 1. apríl n. k., kl. 12 á hádegi, og skal uppdráttum skilað fyrir þann tíma í sknfstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. Samkeppni um ættjarðarljóð Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á Islandi hefur ákveð- ið að stofna til samkeppni meðal skálda. þjóðarinnar um alþýð- legt og örfandi ljóð, er gæti orðið frelsissöngur íslendinga. — Heitið er 5000,00 kr. verðlaunum fyrir Ijóð það, er telst þess maklegt. Frestur til þess að skila ljóðum er ákveðinn til 22. apríl n. k. kl. 1 2 á hádegi, og skal þeim skilað í skrifstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. Þjóðhátíðarnefndin 286 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.