Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Qupperneq 31
Góðar bækur, sem komnar eru og koma
munu á þessu ári írá ísaioldarprentsmiðju h.i.
í Reykjavík:
IIEILSUFRÆÐI HÁNDA IIÚSMÆDRUM, cftir Kristínu Ólafsdóttur lækni. Bókin er með
nærri 400 myndum efninu til skýringar. Nauðsynleg hverri hús'móður.
LÆKNAR .4 ÍSLANDI. Rit þetta mun f.vlgja bókum Sögufélagsins fyrir árið 1943, en auk
þess verður dálítið prentað á betri pappír til frjálsrar sölu. Þetta er stórmerkilegt rit,
og svo ítarlegt að öllu leyti, sem nokkur kostur er á. Fylgja myndir af öllum læknum
á íslandi og þeim sem liafa lokið læknaprófi hér á landi fyrr og síðar.
BYGGÐ OG SAGA, mikið og fróðlegt rit eftir Ólaf Lárusson prófessor.
LJÓÐASAFN JÓNS MAGNÚSSONAR SKÁLDS. Er það allt sem áður hefur komið út, en
auk þess nýtt bindi Ijóða, áður óprentað.
SPITALALIF, saga eftir James Ilarpole, sem dr. Gunnl. Claessen hefur þýtt á íslenzku.
ENDURMINNINGAR SIGURÐAR BRIEM FYRRV. AÐALPÓSTMEISTARA, mikið rit
og mjög skemmtilegt. Briem er allra manna minnugastur og hefur frá mörgu skemmti-
legu að segja frá ýmsum tímurn. Margar inyndir verða í ritinu.
ÚR BY'GGÐUM BORGARFJARÐAR kallar Kristleifur á Kroppi safnrit sitt. Birtist þar allt
sem Kristleifur hefur skrifað. annað en það, sem er i Iléraðssögu Borgarfjarðar. Þórður
sonur hans býr bókinn uudir prentun, en Þorsteinn Jósepsson liefur valið myndir i ritið.
KRISTÍN SVÍADROTTNING. þýðing Sigurðar Grímssonar, sem hann las í Rikisútvarpið
fyrir nokkru. Stór bók, skreytt myndum.
SKÚTUÓLDIN, eftir Vilhj. Þ. Gislason, mun verða mikið rit og prýtt miklum fjölda mynda.
BYRON. eftir André Maurois, i þýðingu Sigurðar Einarssonar dósents.
BIBLÍAN í MYNDUM. Hinar frægu myndir Gustavs Doré, 200 að tölu, en síra Bjarni Jóns-
son vígslubiskup hefur valið texta með myndunum, þannig að menn fá efni biblíunnar
, í stórum dráttum skýrt með fögrum myndum.
NYJA SÁLMABÓKIN, Passíusálmarnir, Hugvekjur eftir flesta presta landsins, Bænakver
eftir síra Sigurð Pálsson og fjöldi annarra ágætra bóka um ýmisleg efni, t. d. nýtt hefti
af Rauðskinnu, enn nýtt hefti af Guðna (5. hefti), ný bók eftir Þóri Bergsson, Þórunni
Magnúsdóttur. Guðmund Daníelsson, Hugrúnu, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Sigurð Helga-
son, Thoru Friðriksson, Guðjón Jónsson. Einar Pál Jónsson ritstjóra, Pétur Sigurðsson,
Kolbein Ilögnason) Sigurð Magnússon, Frímann Jónasson og marga fleiri.
ÚTVARPSTÍÐINDI
287