Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 16.10.1944, Blaðsíða 4
Iiún að mestu til í jólafríinu. Þá var maður fljótari að skrifa en nú. Húri kom út 1919. Það ár fór ég utan og dvaldi um tíma í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þá birti ég nokkrar smásög- ur í Berlinske Tidende. Þær komu síð- an í Morgunblaðinu og voru seinna gefn- ar út í bók, Nokkrar smásögur 1923. A þessum árum ritaði ég fjórar stórar skáldsögur, þær hétu: PrestUr, Salt jarð- ar, Rauða kverið og Heiman ck fór. Þær eru' nú allar týndar. Ennfremur rit- aði ég þá Undir Helgahnúk og var það sú eina þeirra, sem var prentuð. Það átti að vera uppliaf að sagnaflokki, en fram- haldið kom aldrei. Sú bók var rituð á árunum 1922—’23 og kom út 1924. Tæplega tvíugur gerðist ég kaþólsk- ur, varð það mest af lestri og viðkynn- ingu við erlenda menntamenn og presta. Eg hafði hug á að komast til náms í ítalskt klaustur og leitaði ráða um það hjá hinum heimsfræga, danska rithöf- undi, Jóhánnesi Jörgensen, en hann er kaþólskur og hefur mestan hluta ævi sinnar dvaldið á Italíu. Hann kom mér fyrir hjá frönskum munkum í klaustr- inu Clervaux í Stórhertogadæminu Lux- emburg. Þarna dvaldi ég í tvö ár og nam kaþólsk fræði, latínu og önnur tungu- mál. Þarna var aðallega töluð franská, munkarnir hámenntaðir menn, ágætt bókasafn og hið bezta tækifæri til hvers- konar menntunar. Um haustið 1924 kom ég hcim til ís- lands. Þá um veturinn gaf Þórbergur út Bréf til Láru. 1925 komu svo frá mér Kaþúlsk viðhorf, bók sem átti að vera einskonar svar, ritað fyrir hönd páfans, gegn Þórbergi. Þrátt fyrir þetta vorum við Þórbergur miklir vinir, og höfum alltaf verið. Á okkar vináttu hefur aldrei fallið neinri skuggi. Á tímabili lærði ég meira af Þórbergi en nokkrum öðrum ísl. nútímahöfundi, einkum af aðferð hans við að brjóta niður akademiskar viðjar íslenzks stíls. Nú var ég heima í tæpt ár. Þá orti ég kvæðið Unglingurinn í skóginum. Það tók mig mestallan veturinn og þótti versta kvæði á Islandi, þegar ég birti það, og þykir víst enn. í því gætti á- hrifa • frá expressjonisma, frönskum surrealisma og óbundinni Ijóðagerð. Þá var ég líka byrjaður að hugsa um Vef- arann mikla frá Kasmír. IJann ritaði ég svo á Sikiley 1925, 23 ára gamall. Með honum skrifaði ég mig frá kaþólsk- unni. I þeirri bók er náttúrlegum kröf- um lífsins teflt fram gegn guðfræðinni, og reynt að sýna ósamrýmanleik þess tvenns. Á þeim árum varð ég fyrir mjög sterkum áhrifum tízkustrauma í bók- menntum meginlandsins, franskra, ítalskra og þýzkra. í Vefaranum gætir alls engra áhrifa frá skandinaviskum höfundum og varla, svo teljandi sé, frá enskum. Þegar ég kom svo heirn með Vefar- ann ætlaði enginn að þora að gefa út svona stóra bók, yfir 500 bláðsíður. Að lokum lagði prentsmiðjan Acta í það að prenta bókina og gaf hana út í smá- hcftum, sem seldust strax fyrir kostnaði, og kom bókin svo út í heild veturinn 1927. Nú var ég eiginlega á leiðinni til Ameríku og um vorið 1927 fór ég vest- ur um haf. Var fyrst um tíma norður í Canada, cn fór svo um haustið vestur á Kyrrahafsströnd og dvaldi þar í hálft þriðja ár, ýmist i Hollywood eða San- Francisko. Eg varð bolsévikki við það að kynnast þjóðfélagslífi í Bandaríkj- unum, og hef verið það síðan. Eg skrif- Frh. á síðu 130. 124 ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.