Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 9
JRICKY SAM“ eftir Svavar Gests ur, Irvis hafði sagt upp og Duke varð að beita Tricky Sam brögð- um til að fá hann í hljómsveit- ina. Annars fékk hann ekki viður- nefnið Tricky Sam fyr en hann JOE NANTON hét hann fullu nafni. Fæddist árið 1904 — dó 1946. Var í tuttugu ár í sömu hljómsveitinni. Engum öðrum hljómsveitarstjóra en Duke Ellington hefur tekizt að halda mönnum sínum jafn lengi. Þeir voru með Duke vegna þess, að þar fengu þeir að leika það sem þá listi. Og Duke kunni að meta hæfileika þessara snillinga. Menn eins og Cootie Williams, Barney Bigard, Harry Carney, Lawrance Brown, Johnny Hodges, Sonny Greer og Joe „Trick Sam“ Nanton léku með Duke árum saman — Tricky Sam til dauðadags. Hann byrjaði að leika með Duke árið 1926. Þá hafði hann leikið með nokkrum hljómsveitum, sem ekki voru mikið þekktar, en til Ellington vildi hann upphaflega ekki fara, vegna þess að honum fannst hann vera að koma vini sínum Charlie Irvis út úr hljómsveitinni. En það var misskilning- hafði leikið talsvert með Duke. Trompetleikarinn Bubber Miley, sem leikið hafði með Duke í nokk- urn tíma notaði trompetdempar- ann á sérstakan máta. Var stíll hans í trompetleik kallaður „growl“. Tók Joe upp þennan spilamáta. Sögðu sumir að hann gerði þetta betur en Bubber og enn aðrir að hann hefði fundið þennah stíl upp. En Joe þrætti allta fyrir það, Bubber var honum miklu fremri, sagði hann og að hans áliti mesti jazzleikarinn, sem uppi var á þeim árum. Bubber dó 1930. Plötur Joe, sem hann lék inn á með Elling- ton hljómsveitinni skipta tugum, má þar m. a. nefna „Exposion Swing“, „Saddest Tale“, „Double Check Stomp“, „Tiger Rag“ og „Chloe", sem allar gefa gott yfirlit yfir fjölbreytni Tricky sem jazztrombónleikara. Enginn annar trombónleikari hefur enn getað fyllt það skarð, sem myndaðist í Ellington hljómsveitinni þegar að Joe „Tricky Sam“ Nanton féll frá og verður skarðið sennilega aldrei fyllt, vegna þess að þó að til sé aragrúi trombónleikara, sem leika að einhverju leyti betur en „Tricky Sam“ gerði, þá leikur enginn þeirra jafn hjartanlega og hann gerði — sólóar hans voru öðruvísi en allra annara vegna þess, að hann lék alltaf að lífi og sál. 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.