Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.09.1952, Blaðsíða 10
> Svavar Gests segir frá kynnum sínum af JAZZI í LONDON Jazzklúbbar Við höfum haft sáralítil kynni af ensk- um jazzi og einhvernvegin höfum við stað- ið í þeirri trú, að í Englandi væri ekki hægt að finna jazzleikara er stæðust hinum amerísku snillingum shúning. Enskur jazz hefur átt örðugt uppdráttar og það er ekki fyrr en síðustu árin, að komið hafa fram í Englandi jazzleikarar á heimsmælikvarða. Tækifærin til að leika jazz eru miklu færri en í Bandaríkjunum. Danshljómsveit- irnar eru miklu færri og skemmtanalífið með allt öðrum hætti en í Bandaríkjunum. Einu tækifærin sem enskir jazzleikarar fá til að leiða saman hesta sína eru í hinum svokölluðu jazzklúbbum, sem eru með allt öðru sniði en næturklúbbar þeir í Banda- ríkjunum þar sem jazz er leikinn. Þessir ensku jazzklúbbar eru miklu líkari félags- heimilum, menn þurfa að vera meðlimir í klúbbnum til að fá aðgang, en gestir geta að sjálfsögðu keypt sig inn fyrir heldur hærra gjald heldur en meðlimur ber að greiða. Klúbbar þessir, sem eru flestir hverjir í miður góðum húsakynnum, eru ekki opnir nema þrjú kvöld vikunnar, sumir aðeins eitt kvöld. í London eru þeir nokkuð margir og heitir sá kunnasti þeirra Studio 51 Þar má jafnan finna fremstu jazzleik- ara landsins, og þá aðeins þá, er leika nú- tíma jazz. Fyrir velvilja blaðamanns við músikblaðið Musical Express, sem einnig var kynnir Studio 51, Tony Hall gafst mér tækifæri til að koma í Studoi 51 hve- nær sem mér þóknaðist. Ég notaði mér þetta og kom þar eins oft og tækifæri gafst. Þarna gat að heyra marga skínandi jazzleikara. Ber þar fyrst og fremst að nefna tenór-saxófónleikarann Tommy Whittle, sem að lék í nærri fimm ár sem aðal-einleikari í hinni kunnu hljómsveit Ted Heath. Tommy er nútíma jazzleikari, en beint ekki af hinum svonefnda „Cool“- skóla eins og Ronnie Scott, tónn hans er talsvert grófari og sólóar öðruvísi, en engu að síður er Tommy afbrags einleikari og síðan hann hætti hjá Ted Heath og helgaði sig jazzleik algjörlega þá hafa margir látið í ljós þá skoðun, að hann sé fullt eins góður og sjálfur meistari ensks nútíma-jazz Ronnie Scott. Aðrir blásturshljóðfæraleik- arar, sem einnig léku á Studio 51 voru um skeið blásararnir úr hljómsveit Johnny Dankworth, þ.e.a.s. þann tíma sem Johnny var í sumarfríi í Frakklandi. Menn þessir voru Don Rendall á tenór-saxófón, þriðji æðsti prestur tenór-saxófónsins í Englandi. Eitt kvöldið léku þeir allir saman Ronnie, Tommy og Don og sögðu músikblöðin á eft- ir, að það hefði verið eitt viðburðaríkasta kvöld í ensku jazzlífi. Leikur Don er ósvip aður leik þeirra Ronnie og Tommy. Hann leikur af meiri krafti og stundum finnst manni öllu skemmtilegra að hlusta á hann en hina tvo, en einhvernveginn er það svo, að tækni hans og hugmyndir fá engu á- orkað þegar Tommy og Ronnie eru annars- vegar. Eddie Harvey er trombónleikari Dankwort hljómsveitarinnar. Leikur hans fannst mér ekkert sérstakur, enda er það svo, að góðir trombónleikarar eru fáir í Englandi. 10 jazdLSií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.