Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 4
fæst þola heilan vetur að mínum dómi. Hefur verið erfitt að fá þáttakendur? Ég gerði ráð fyrir því í upphafi, að það gæti orðið erfitt, og fyrsta tilraun- in sýndi það líka. Mér fannst tilvalið að ná saman tveim hópum, sem mættust annars á öðru sviði, og fá þá til þess að reyna sig í almennum fróðleik. Hafði ég hin pólitísku æskulýðsfélög í huga og vildi gefa stjórnarmeðlimum þeirra tækifæri til að sýna alþjóð, að þeir vissu sitt af hverju, svo að það væri engin til- viljun, að þeir byggjust til að taka við stjórnartaumunum. En aðeins ein fé- lagsstjórn tók það í mál. Hinir litu svo stórt á sig, að þeir kváðust „ekki vilja vera skemmtiatriði í útvarpinu“! Maður skyldi nú ætla, að slíkt væri einmitt eftirsóknarvert? Einmitt! Og þessi setning gefur til- efni til margs konar hugleiðinga, því að hún er í senn alvarleg og brosleg. Ég fékk blaðamenn til að mæta í fyrsta þætti, lögfræðinga og lækna svo, og það hafa aldrei orðið teljandi erfiðleikar á því að fá þátttakendur eftir fyrstu til- raunina. Nú er svo komið, að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þeirri hlið málsins, og er mér það léttir og gleðiefni. Hvernig hefur gengið að velja spurn- ingar? Það hefur verið aðalvandinn. Ég hef orðið að sjóða þær saman sjálfur svo til allar, því að hér á landi er ekki við samsvarandi bækur að styðjast og víð- ast erlendis, þar sem margs konar fróð- leikur er samansafnaður í alfræðibók- um auk alls kyns handbóka um ýmis efni. Hér verður oft að hafa mikið fyrir því að fá svar við þeim spurningum, sem manni detta í hug, eða að finna at- riði, sem nánar þárf að kanría. En auk 4 þess að finna spurningar og svör við þeim, er vandi að velja þær fyrir hópana í hvert skipti, þar sem of léttar spurn- ingar tákna, að maður búist ekki við miklu, en of þungar, að það eigi að reka menn á gat. Og svo eiga spurningarnar fyrst og fremst að vera fyrir hlustend- ur! Auðvitað er það fyrst og fremst ég, sem fæ að kenna á mistökum í þessu efni sem öðrum, svo að ég hef a. m. k. jafnmiklar áhyggjur út af þessu og þátt- takendurnir. Hvernig eru aðstæðurnar frá tækni- legu sjónarmiði? Tvímælalaust þær verstu í heimi. Það liggur við, að það sé óframkvæmanlegt, að hafa slíkan þátt sem þennan við þess- ar aðstæður. I fyrsta lagi er útilokað annað en að taka hann á stálband, en þó er tíminn svo naumur til upptök- unnar, að það hefur orðið að hespa þátt- inn af, það valdið slysum, en svo orðið að senda hann út með öllu saman. Lag- færingar hafa yfirleitt engar skeð. Er- lendis vinna menn eingöngu að slíkum þáttum, hafa það sem aðalstarf við út- varpið, og senda svo ekki þáttinn frá sér fyrr en þeir eru ánægðir með hann. Hvaða „slys“ er þér efst í huga? Þegar ég svifti Garcia Deleddu Nó- belsverðlaununum, sem hún hafði haft í nær tvo áratugi. Þetta gerðist þannig, að skyndilega urðum við að flýja úr út- varpsherbergjunum, hálftíma fyrr en okkur hafði verið sagt. Aðeins tvær mínútur voru til stefnu, og því aðeins tími fyrir örstutta og fljótsvaraða spurn- ingu. Ég greip þessa spurningu, sem mér hafði verið send í bréfi ásamt ófull- komnu svari. Það hafði alls ekki verið ætlunin að taka hana í það sinnið, og ég hafði því ekki rannsakað, hvort svarið væri rétt. Ég var tilbúinn méð margar ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.