Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 11
„GABBARim“ I HEIMSOKN í smábænum Haparanda í Norður-Svíþjóð bar svo til fyrir ári, að haldin var þar veizla, en um tilefni hennar er oss ókunnugt. En í veizlu þessari var m. a. blaðamaður einn, Aden- by að nafni, og þykir oss eigi ólíklegt, að veizla þessi hafi verið haldin honum til heiðurs, þótt vér þorum ekkert um það að fullyrða. Ekki er oss heldur kunnugt um, hvort vín hefur verið haft þar um hönd, en til þess, að svo hafi verið, finnst oss óneitanlega margt benda. Svo mikið er víst, að gleðskapur þessi komst á það stig, að sönglist þótti nauðsynleg; en á voru landi fer sönglist í veizlum mjög eftir rausn í veit- ingum. Og nú sem söngkraftar munu hafa verið af skornum skammti meðal veizlugesta, var sent út á plássið eftir fiskimanni einum, Gösta Nordgren að nafni. Vildi svo heppilega til, að ekki mun hafa gefið á sjó þetta kvöld og hinn músikalski sjósóknari því heima. Er nú ekki að orðlengja það, að fiskimaðurinn lét til leið- ast að koma í hófið og tók þegar að raula vísuna um „Ástir timburfleytarans", sem ku vera mjög vinsæll söngur í Svíaríki, þegar þriðja glasið hefur verið tæmt. Og nú skeður sá atburður, sem kveikt hefur hjá oss þann grun, að í veizlu þessari hafi ekkert skort á rausn í veitingum dýrra veiga. Blaðamaður- inn, sem fyrr er getið, verður nefnilega svo hrifinn af rauli fiskimannsins, að hann fékk varla vatni haldið og hét þegar að gera hann frægan fyrir söngl sitt. Tókst þetta með slíkum ágætum, að sagt er að enginn sönglari njóti nú meiri hylli með Svíum en Gösta Nordgren, sem gengur undir viðurnefninu „Snoddas", en það útleggst gabbarinn. Er sagt, að „Snoddas" þessi hafi hlotið þetta viðurnefni sökum leikni sinnar í að gabba keppinauta sína í ís-knattleik. Virð- ist slíkt þó öllu minni ástæða til nafngiftar- innar en sú, er síðar átti eftir að koma á dag- inn; en nú hefur hann, að sögn, gabbað annan hvern Svía með rauli sínu og hlotið að launum mikið fé og enn meiri frama. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að oss, Reykvík- ingum, hefur gefizt kostur á að sjá og heyra þennan Norðurlandafræga „Snoddas", en hvor- ugt hefur vakið hjá oss þá hrifningu, sem eftir- ÚTVARPSTÍÐINDI 11

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.