Prentarinn - 01.05.1911, Blaðsíða 4
12
P R E N T A R I N N
Af hr. lögmannenum Birne Marcussyne ’/“
centr Cicero16) Fractur 3 centr Gl'/s ÍS Cor-
pus16) Fractur 3 centr 59 1S Rödskur 10 'ÍS
Titelskrift vantar Bókstafen Þ 68 1S Cicero
antiqua16) incomplet 70 1S Dobbelt Cicero
antiqua16) 25 ® Yferdrcgner Tölustafer 41 11/* ®
Broted Tal 2‘/3 'ÍS.
Allt þetta er af prentaranum Monsr. Hal-
dore Eyrekssyne framviisaö og tilsagdt med
sömu vigt sem vid fyrre uppskrift þegar
Lögmaðurenn Biörn Marcusson tók við stóls-
ins Oeconomie fyrer utann bvað við brúk-
unena slitnad hefer serdeiles Cicero Fractur
þar menn íinna ógiörligt saker Tijmaleingd-
ar að vega stilenn sérlivern sier i lage.
En so sem ecke er væntanlegt að prent-
verkeð verðe brúkad nrest komande vetur í
mangel af þar til beyrandi Materialiter10)
liefur lians báæruverdigheit hr. Biskupen
Gisle Magnússon funded fjrrer gott ad aflur
stillenn og annad smálegt þaradlútande skilde
innpackasl í Tvær stórar kistur af hverium
sú eina stendur í Kyrkunne en sú önnur en
í stadnum bádar under forsigfingu br. Bisk-
upsins og annarra viðkomande«.
Af ofanrituðu er það ljóst að prentar-
arnir hafa lært á Þýzkalandi, því þaðan eru
nöl'nin fengin.
/.
1765 i sama »Completstandi« nema brúkun.
1) Plata í pressunni er þrýstir pappirnum aö
bókstöfunum.
2) Sivalningur, nú kallað vals.
3) Er handsveiíin á handpressunni.
4) Er pressufarg en lika stundum hotninn i »re-
micke«.
5) Er rammi sá er pappirinn er lagður i þegar á
að prenta á hann.
G) Er stöngin sem stungið er niður i setjarakass-
ann og Divisiora fest í.
7) Divisiora er klemman sem luindritið er fest í
við sctninguna.
8) (Blase) ketill eða panna, þý/kt orð.
9) Kast þýðir kassi af þýzka orðinu Kasten.
10) Coinmatibus = kommur.
11) Hyphes = samtengingarmerki.
12) Divisionbus = aðgreiningarmerki.
13) Punctus = punktur.
14) Parantesibus = svigar.
15) Enn algeng leturnöfn.
1G) Pýðir efni.
Til Ameríku fóru tveir prentarar með
»Botniu« 10. maí, Sigurður Kjartansson og
Þórður Bjarnason er unnið bafa í prentsm.
MÞjóðviljans#. — Þeir voru báðir meðlimir
Prentarafélagsins og eigum við þar á bak
að sjá tveim nýtum félagsmönnum.
Prentarinn vonar að þeir reynist lion-
um drjúgir hjálparmenn þar vestra.
ÚTLEND BLÖÐ.
Norsku blöðin. Af nýlega birtum skýrsl-
um má sjá, að í Noregi koma út 628 blöð
og tímarit. — Tvö blöð, »Aftenposten« og
»Morgenbladet«, korna út tvisvar á dag, nema
sunnudaga og mánudaga, þá einu sinni. —•
9 blöð koma út daglega, 51 sex sinnum á
viku, 9 fjórum sinnum, 75 þrisvar sinnum,
78 tvisvar sinnum og 136 einu sinni; 5 þris-
var á mánuði, 71 tvisvar og 103 einu sinni.
Hin sjaldnar eða óákveðið. — Dýrasta blaðið
kostar 17 kr. 50 a. árg. — 276 blöð eru gefin
út i Kristjaníu, 30 í Bergen, 20 í Stavanger,
20 í Prándheimi og 11 i Skien. — Pappirs-
frekasta blaðið er »Aftenposten«. Einn óinn-
bundinn árgangur af blaði þessu vegur 68
pd., »Morgenbladet« 50 pd., »Tidens Tegn«
34 pd., »Morgenposten« 29 pd., »Verdens
Gang« og »lntelligenssedler« um 28 pd.
Dönsku blöðin. í Danmörku koma út
258 blöð og 1163 tímarit.
Kússuesku blöðin. í Rússlandi konia út
1817 blöð og timarit. Rúmur fjórði partur,
eða 472 eru gefin út í St. Pétursborg, 204 I
Moskva, 167 í Warschaw, 59 i Riga, 56 í
Kijew, 48 í Odessa, 41 i Tillis. — Af þessum
1817 blöðum eru 1347 rituð á rússnesku, 197
á pólsku, 68 á þýzku, 41 á lettisku, 35 á est-
nisku og 23 á armenisku. — 720 fjalla um
stjórnmál og bókmentir, 193 guðfræði og trú-
arbrögð, 122 landbúnað, 120 verzlun ogpen-
ingamál og 6 um heimspeki og sálarfræði.
— Flest blöð í Rússlandi, eða 1051, eru til
orðin á síðastliðnum 10 árum. Elzta blaðið
er ritað á þýzka tungu og heitir »St. Peters-
burger Zeitungft; það er nú 185 ára gamalt.
Næsta blað kemur út laugardaginn 17.
júní, til heiðurs Forsetanum.
Abyrgðármaður fyrir hönd Prentarafélagsins:
Ágúst Jósefsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.