Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1912, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.10.1912, Blaðsíða 2
92 P R E N T A R I N N gert. Þess vegna eru prófarkir (prófblöð) nauðsj'nlegar, svo höfundurinn (eða i lians stað einhver, sem fullnægjandi þekkingu hefir á máli og réttritun) geti leiðrétt pað sem miður fer. Nægilega breiðir jaðrar (marg.) verða að vera utan um lesmál á próf- örkinni (þumlungs breiöir og meira), svo að liægt sé að skrifa skipulega á þá leiðrétting- arnar. Þegar próförkin er afþrykt í arkar- broti (1. og 2. pr.örk), verða bilin milli síð- anna að vera breiðari en venja er i prent- uðuin bókum, og ber að skrifa leiðréttingar á ytri jaðarinn, til hægri, við síðu með odda- tali og til vinstri við síðu með jöfnu tali; ætíð þannig, að 1. villa sem leiðrétta á, er skrifuð næst meginmálinu (textanum) og hinar til hægri og vinstri eins og við á, út frá liver annari. Aðeins i viðlögum má skrifa leiðréttingar báðu megin lesmálsins. En nota á hægri jaðarinn á próförkum einstakra dálka og leturspildna, þegar letrinu hefir ekki verið raðað í síður. A tvídálkuðum síðum á að skrifa leiðréttingarnar á liliðar- jaðar hvers dálks. Pegar setjarinn liefir innsett leiðrétting- arnar á 1. próförk, er 2. próförk afþrykt. 2. próförk á að réttu lagi einungis að vera til þess, að sj’na prófarkalesaranum, að allar leiðréttingar á 1. próförk séu rétt innsettar i letrið af setjaranum, en í 2. próförk er einnig bent á þær villur, sem þá fyrst er tekið eftir. Stundum þarf 3. og 4. próförk, en það er af fáum ritum og örsjaldan. Síð- asta i>rórörk cða 1. hreinprentuð örk nefnist samanburðarörk. El’ prófarkalesarinn hefir ekki fundið annað en eitthvað ofur smávægi- legt til að leiðrétta í henni, skrifar hann efst á fremstu síðu: Má prentast. Prentarinn ber ekki ábyrgð á þeim villum, sem finnast kunna í hreinprentaðri örk og prófarka- lesarinn befir ekki leiðrétt í siðustu próförk eða samanburðarörk. Setjarinn er skyldugur lil að selja alt, sem stendur i handriti, og liafi hann lesiö læsilegt orð rangt, hlaupið yfir eða endur- tekið eitthvað, á hann að Iaga það án auka- þóknunar; en ef höfundurinn eða þrófarka- lesarinn breytir eða bætir við einhverju, ber setjaranum aukaborgun fyrir vinnuna að því. Burtfellanir og viðaukar gera auðveldlega það að verkum, að orðin standi of strjál eða of þétt. I afgangssíðu má ofl bæta við eða burtfella nokkuð; en eigi slikar brevt- ingar sér stað annarstaðar, verður oftast að fiytja tilsvarandi fjölda lina af einni síðu á aðra, unz kemur á afgangs-síðu eða að ósetlu framhaldi ritsins. í afgangslínu, sem aðeins inniheldur fáa staíi, má bæta við nokkrum orðum, og einnig má burtfella nokkur orð, þegar línan nær hér um bil eða atveg út að rönd. Sé breytt í miðju máli, á að þvi leyti, sem unt er, að sjá um að hið nýja, sem bætist við, sé jafnlangt því sem burt- fellur. Að setningin takist vel, er mikið undir þvi komið, að handrilið sé prentfært: til fullnaðar frá gengið og yfirfarið og vandað að skrift og öllum frágangi (sjá »Tilhögun handrita« i II. árg.). Villu hverja, sem i próförk finst, merkir prófarkalesarinn með leiðréttingarmerki, og það merki er endurtekið á jaðri prófarkar- innar. Merki livert á að standa nákvæmlega beint út frá línu þeirri, sem villan er i. Sé um margar villur að ræða í sömu linu, eru notuð ýms merki. Sjá siðar. Ekki má breyta meiru i orðum í próf- örk en rangt er, né bæta meiru við en vantað hefir. Sé t. d. orðið hönd sett: lönd, á ein- ungis að fella burtu stafinn l og skrifa h i staðinn; sé t. d. orðið hvenær sett þvinær, er að eins samstöfuninni pví breytt í hvc. Standi orð eða stalir í rangri röð, má ekki stryka það út, beldur á að sýna með til- heyrandi merkjum hvernig á að færa það til. Nákvæmur prófarkalesari á ekki ein- göngu að breyta rangt settum stöfum, heldur einnig um leið og liann leiðréttir, að renna augum yfir hvern einstakan staf, merki eða tölu i próförkinni frá upphali til enda; hann á og að eftirlíta bilin milli linanna og eins milli hvers orðs og stafs, — sömuleiðis grann- skoða blaðsiðutöl og titil, arkarbendir og arkarlölu, veita eftirtekt siðasta orði hverrar síðu og einkanlega hverrar arkar, gæta vel að hvort slæðst liafi inn rangir stafir, orð, merki, úrfellingar og endurtekningar; hvort að séu skekkjur eða ójöfnur, lafandi orð, rangar skiftingar eða röng ósamkvæm setn- ing greinarmerkja, og sömuleiðis ber lion-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.