Prentarinn


Prentarinn - 01.10.1912, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.10.1912, Blaðsíða 1
PBENTABINN III. ÁR J\ \C OKT. 1912. j\ \r (i. BL. J SAMLAGIÐ. Það mun vera tiðast, ef ekki regla, að lyfseðlar þeir, sem læknarnir skrifa, hljóða á nafn samlagsmanns, hvort sem hann á sjálf- ur að nota lyíið eða ekki. I fijótu hragði virðist máske sumum, að svo eigi þetta að vera. En eg verð að vera á annari skoðun, pví mér virðist þetta geta bakað Samlaginu óþörf útgjöld, með þvi að á þennan hátt geta menn látið skrifa sig fyrir lyfi, sem ganga á til heimilismanns, sem cngan rétt á til þess, t. d. 15 ára harna, vinnu- hjúa eða annara. Með þessu er þó ekki sagt, að þetta hafi átt sér stað, enda mjög eríitt að vita um það; og væntanlega grannskoða cndurskoðunarmenn svo lyfseðlana, að fyrir þessu sé nokkur trygging. Menn kunna að segja, að læknarnir muni ekki faanlegir til að ávísa lyfi til sjúk- linga, gegn horgun úr Samlagssjóði, nema þeir eigi rétt til þeirra. Því held eg líka fram. En i annríki gæti þeim þó skotist yfir þetta, ef. þeim væri rangt skýrt frá. Mín skoðun er, að allir þeir, sem öðlasl vilja einhver réttindi í Samlaginu, hljóti einnig að hafa einhverjar skyldur gagnvart því. En eins og nú er, munu þeir ekki all- i'áir, sem réttindi hafa í Samlaginu en engar skyldur; og lítil deili vita félagsmenn, og líklega ekki Samlagsstjórnin heldur, á sum- um þeim, sem samkvæmt reglunum geta fengið lyf og læknishjálp. Við að athuga þetta, hefir mér komið til hugar, að gera þjrríti eftirfarandi breytingar á reglum Samlagsins: Samlaginu skal skiit í< 3 flokka: I fyrsta flokki eru allir meðlimir Prent- arafélagsins. Réttindi söm og nú eru fyrir þá og börn þeirra. Vikugjald: kvæntir menn 30 a., ókvæntir menn 40 a. I öðrum flokki eru konur Samlagsmanna og foreldrar, sem samkvæmt reglunum eiga réttindi i Samlaginu. Réttindi söm og áður. Vikugjald 10 aurar. í þriðja flokki eru lærlingar þeir, er þess æskja. Réttindi: Lyf og læknishjálp, ef sam- lagstækir eru samkvæmt læknisskoðun. Viku- gjald 20 aurar. Allir peir, sem í einhverjum pessara flokka eru, skulu lögskráðir meðlimir Sam- lagsins. Skrá yfir meðlimi Samlagsins skal send læknunum svo oft sem purfa pykir. Lyfseðlar skulu hljóða á nafn pess, sem lyfið á að nota. Þessar tillögur minar og athuganir vona eg að menn kryfji til mergjar og bæti og breyti til hins betra. Eg mun við umræður um petta mál á félagsfundi gera grein fyrir frekari ástæðum fyrir pessum breytingum. Vænt pætti mér um, ef einhver vildi hc-r í blaðinu segja skoðun sínu þessu við- víkjandi. Ágúst Jósefsson. PRÓFARKALESTUR. 1. Algengar reglur. í letursetningu er venjulega nokkuð af misfellum og villum, af vangá setjarans eða vegna þess, að handritið er illa úr garði

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.