Árdegisblað listamanna - 01.01.1925, Blaðsíða 2

Árdegisblað listamanna - 01.01.1925, Blaðsíða 2
ARKITEKTUR. Þegar um byggingarlist er aS ræða, kem- ur fyrst tvént í hug, sem viS kemur sér- staklega ílist þessari á Fróni. Hvernig er stíll sá, 'sem valinn hefir ver- ið til þessa, — og hvernig á hann að verða í framtíðinni, svo að vel fari i lögum ís- lenskrar náttúru.---Þegar svo er sagt, — er auðvitað átt við íslenska náttúru sem hugtak fyrst og fremst, — en fágað og íullkomnað í hugskoti mannsins. í veruleik hins ytra lífs eigum við ör- nefni laridsins í arf, — fjallaborgirnar, — víðáttuna milli tindanna, — hin siopnu torg fyrir framtakssama hönd. Fyrir útigang og stöðul, og íslenska mjaltakonu, — en hlýj- an, bustfagran bæ. Við landsins dyr situr gestrisni — með trúgirni og meinleysis svip,-kurteisi lærði hún af bókum — sumpart af virðingu fyrir öllu öðru en sjálfri sér — sumpart af góðum foreldrum, sem kunnu að vinna, — sumpart af von um góðan gest, frá fram- andi landi, sem kæmi og skildi það besta, sem 'spunnið var í íslenska þjóð. Gestur kemur úr framandi landi og sest hér að, — einn af mörgum getur verið góð- ur. — Þeim besta ofbauð ættgengi fátækt- ar og ofþungi vanans, — hann vildi vinna við útsýni íslenskra fjalla. — Hér var bygg- ingarlist, sem guð fór ekki í felur með, — hér var ónumið land. Hér varð víkingslund kúguð, i mistökum og neyð fásinnisins. Hér mátti lifa með framtíð í hugskoti. út yfir meðalmannsæfi. Hér var undarleg þjóð, — sem var vert að hjálpa. Hér er undarleg þjóð! — Svona er íslenskri viðreisn stund- um varið. Við þurfum einhvera til þess að vekja okkur, sem er árrisulli en fjöldinn. Því inst í hug og hjarta er byggingarlist, sem þarf morgunsól, svo lín- urnar sjáist og prýði heiminn.--------Þessi byggingarlist er orðum meiri. Hefir ekki of fljótt verið valið úr þvi, sem á falborði lá, — þegar um endurreisn okkar var að ræða, — vissrilega, — því seinþroski okkar er ekki aukaatriði lengur, — við verðum að nota okkur hann sem eiginleika, — og hafa hann fyrir viðvöruri í verki; sem alt af þarf að undirbyggja fyrst og fremst. Skjaldmerki ríkisins iselnska er svar upp á fyrsta dæmi. Skjaldmerki okkar var á of stuttum tíma til orðið. Þar hittist ein- mitt á, að sameiginlegur seinþroski ís- lenskra listkenda, varð að lúta fyrir stjórn- málaflýti i það skiftið. Það er heldur ekki leyndarmál, eftir að grein þessi er skrifuð, — að frá sjónheimi lista er skjaldmerki okkar til skammar um heim, — línur þess eru ófagrar, — og hin vættlega sögn útiolkuð í formum og bún- ing „brossíunna r“. Annað dæmið er fáninn okkar. — Eins og hann nú er, fullnægir hann ekki listkend manna þeirra, sem hugsuðu málið frá fleiri hliðum en þeirri nothæfu, einni saman. — — Til eru hliðar á máli því — um sérstaka gerð á íslenskum fána, sem þá Var undir rannsókn, — — hugmynd um, byggingu hans frá hærra táknilegu sviði en fáni sá, sem nú er búinn eftir. — Var gert grein fyrir þessu í „Lögréttu“; meðan fánanefndin sat á rökstóli, og kemur grein sú hér fram á ný, ef verða mætti að hún vekti menn til umhugsunar á mikilhæfi sjálfstæðis fánans frá listrænni grundvelli en verið hefir um mörg íslensk mál til þessa. útdráttur og aðalatriði nefndrar greinar. Það eru tfl merki frá löngu liðnum öld- um, sem höfðu sína sérstöku merkingu, eft- ir því, hvernig þeim var snúið, og því meira gildi hafa þau af þeim, sem um feið eru stærðfræðileg undirstöðuatriði flatar- og rúmmálsfræðinnar, svo sem þríhyrningur og margskonar marghyrningar; einnig eru rúnir og vopnamerki; mætti reyna að stilla þessum merkjum saman á ýmsa vegu, og heilst samkynja merkjum i hvern feld (ann- ars er hætt við, að hann yrði of laus) og svo mörgum eða fáum, sem hægt er að komast af með, og hvert með sínum lit, og þannig, að bæði litir og lögun merkj- anua haldi eðli sínu, þegar þeim er blandað saman, og láta þau ganga hvert upp í öðru, eftir stærðfræðilegum lögum — þang- að til feldurinn er þakinn, eins og maður- inn, sem býr hann til, vill hafa hann. — Merkin má tengja og hnýta saman eftir því, hvernig liggur í þeim, en aldrei á l>ann veginn, að þau missi jafnvægi sitt — eða svo mikið, að þau týni sínu upp- runalega eðili.

x

Árdegisblað listamanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdegisblað listamanna
https://timarit.is/publication/733

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.