Prentarinn


Prentarinn - 10.09.1929, Blaðsíða 4

Prentarinn - 10.09.1929, Blaðsíða 4
PRENTARINN barst fulltrúafundinum kauptilboö á húseign. Fund- urinn sá sér ekki fært að gera neitt í því máli að svo stöddu, enda voru fulltrúarnir ekki ein- huga í málinu. Málinu hefir þó verið haldið vak- andi síðan og hefir því stöðugt aukist fylgi. Á fundi í félaginu 9. sept. síðastl. var það enn á ný tekið til meðferðar og stjórninni falið að leita tilboða á húsakaupum fyrir félagið. Þá er því máli verður hrundið í framkvæmd, má fyrst segja, að félagið sé fyrir alvöru búið að koma fótum undir félagsskap sinn. J. Þ. HLUTAVELTUR. Fyrir nokkrum árum síðan var það altítt, að ýms félög hér í bænum héldu hlutaveltur til ágóða fyrir félagsstarfsemi sína, oft og tíðum með ágæt- um árangri. A síðustu árum hafa ekki fengist leyfi til að afla tekna á þennan hátt. En eftir síð- ustu stjórnarskifti var aftur breytt í fyrra horf. — I sambandi við þetta vil ég minna á það, að sjúkrasjóðurinn hefir orðið fyrir talsverðum tekju- halla á síðustu árum. Væri nú ekki úr vegi að fara á stúfuna og reyna að fylla aftur það skarð, sem orðið hefir á honum, með því að fá leyfi til að halda hlutaveltu til ágóða fyrir hann. Fyrir aðra starfsemi félagslífsins mun það tæplega fást. Vil ég nú beina því til stjórnar félagsins, hvort hún sjái sér ekki fært að reyna að koma á hluta- veltu, nú þegar í haust, til tekná fyrir sjúkra- samlagið. J. Þ. NVJA PRENTSMIÐJU hefir Herbert Sig- mundsson, sem áður var forstöðumaður ísafoldar- prentsmiðju, selt á stofn í húseign sinni í Banka- stræti. Handsetjari hjá honum er Sveinbjörn Odds- son, vélsetjari Þórður Bjarnason og vélamaður Quðjón O. Quðjónsson. Unnu þeir allir áður í ísafoldarprentsmiðju. FORSTÖÐUMAÐUR ÍSAFOLDARPRENT- SMIÐJU er orðinn Qunnar Einarsson, sem áður var verkstjóri í sömu prentsmiðju. 75 ARA varð Sigurður Kristjánsson, fyrsti heiðursfélagi Prentarafélagsins, 23. sept. þessa árs. Árnar Prentarinn honum allra heilla. SUMARBÚSTAÐUR PRENTARA. Um þetta mál ritaði J. Þ. góða grein í Prent- arann, 1.—2. blað 1926. Hann sýndi þar fram á nauðsyn þess, að Prentarafélagið ætti sumarbú- stað á einhverjum fögrum og hentugum stað, þar sem nokkrar af fjölskyldum félagsmanna gæfu verið dálítinn tíma á hverju sumri og prentarar sjálfir dvalið í sumarleyfi sínu, ef þeir vildu. Hann vænti þess, að menn létu í ljós álit sitt á málinu í þessu blaði, en ég man ekki til að nein rödd hafi heyrst um það. Ég tel þó rétt að halda mál- inu vakandi og láta það ekki falla í gleymsku, og til þess eru línur þessar ritaðar. Víst má með sanni segja, að félagið hafi í mörg horn að líta með fjárframlög til framkvæmda annara mála, sem nauðsynlegri séu og nær standi stéttinni en sumarbústaðarbygging. En samt sem áður er ég viss um það, að ekki muni líða margir áratugir, þangað til félagið snýr sér að þessu máli og hrindir því í framkvæmd, þegar öðrum málum, sem nær liggja, hefir verið komið vel á veg. Sumarið 1927 ferðaðist ég í sumarleyfinu ásamt einum starfsbróður mínum, Halldóri Kr. Vilhjálms- syni, upp í Skorradal. Fórum við yfir Esjuna um Svínaskarð og svo sem leið liggur yfir Kjós og inn í Botnsdal. Gistum við á Litla-Botni. Daginn eftir fórum við að skoða okkur um milli þeirra tveggja bæja, sem í dalnum eru. Þar sáum við hið fegursta sumarbústaðarstæði, sem við höfðum nokkurn tíma séð. Það var sunnan undir hæð og var slétta næst henni, en svo alt í kringum slétt- una mannhæðarhá tré í fögrum röðum. Höfðum við orð á því, að gaman væri að eiga laglegan sumarbústað þarna. Væri ekki úr vegi, að hafa þann stað í huga, ef einhvern tíma kæmi að því, að félagið færi að hugsa um að koma sér upp sumarbústað. Þó að staðurinn sé nokkuð langt frá bænum, verður það ekki frágangssök, þegar vegum fjölgar og samgöngur verða greiðari. A. S. NV STAFSETNING. Kenslumálaráðherra hefir auglýst í Lögbirtingablaðinu, að ný stafsetning ís- lenzkrar tungu gangi í gildi 1. okt. n. k. Ritnefnd: Aðalbjörn Stefánsson, Jón H. Guðmundsson, Jón Þórðarson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.