Prentarinn - 01.06.1934, Page 3

Prentarinn - 01.06.1934, Page 3
p rentarinn Blað Hins íslenzka prentarafelags XIV ár Reykjavík, júuí 1934 1.—2. blað William Morris. Hundrað ára ininning. 24. dag marzmánaðar þessa árs voru hundrað ár liðin frá því, að enska skáldið William Morris fæddist í þennan heim, og var þess um það leyti minnst um gervallan menningarheim, því að William Morris var heimsfrægur mað- ur, þó að það væri meira fyrir annað en skáhlskap lians. Ilann var að vísu meðal höfuðskálda Englands á sinni tíð og vík- ingur að yrkja, svo að fært er í frásög- ur, að hann hafi ort 800 vísuorð af Lax- dæludrápu sinni einu sinni eftir miðnætti, enda valdi hann sér mjög yrkisefni frá víkingatíma, því að hann tók miklu ást- fóstri við fornbókmenntirnar íslenzku og varð eldheitur aðdáandi Islands og Is- lendinga, en þó mun svo hafa verið nú um hríð, að fáir hafi haft svo háar tekj- ur, að þeim þætti skáldskapur lians ekki fremur »leiðinlegur«; þar með er þó ekki sagt, að svo liafi verið í raun og veru, heldur aðeins þetta alkunna, að tekjulágir menn hafa að jafnaði nauman tíma til að sökkva sér niður í skáldskap sér til nautnar. Mikið al þeirri athvgli, sem heimur- inn veltti William Morris, á líka rót sína að rekja til annars. Hann var sonur auð ugs kaupmanns, or átti heima nálægt Lundúnum, var því settur íil mennta og stundaði nám við háskólann í Oxnafurðu, lagði stund á dráttlistir og varð húsa- gerðarmeistari. Slóst hann við námið í flokk listamanna og skálda, sem snérust gegn tíðarandanum, sem þá ríkti í mennta- greinum þessum, og fannst lítið tii um menningu þá, sein rkapazt hafði undir hinni frjálsu þróun auðmagns og fésýslu. Urðu sumir þessara manna út úr því fullkomnir upp- reisnarmenn gegn sjálfu auðvaldsþjóðfélaginu, eins og William Morris, sem gerðist jafnaðarmaður og lioðaði jafnaðarstefnuna með sama jötunmóði, sem hann gekk með að öðrum áhugaefnum sínum. Má

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.