Prentarinn - 01.06.1934, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.06.1934, Blaðsíða 10
8 Prentarinn verður ritsími, talsími o. þ. h. til þess að draga enn meir úr notkun hins prentaða máls. 15. Kreppan kemur yfirleitt síðast niður á prent- iðnaðinum, en hann verður líka síðast fyrir áhrifum uppgangstímanna, þegar þar að kemur. Blaðaútgefandi nokkur svaraði þessum liðum þannig í »Pacific Printer«: 1. Það er ekki hægt að segja neitt ákveðið um, hvað kreppan varir lengi; það getur fljótlega brugðist til hins betra. 2. Liðin tímabil koma aldrei aftur. Vér eigum nú að hyggja upp með meira öryggi og vand- virkni. 3. Sameining margra verzlunarfyrirtækja hefir í för með sér meiri auglýsingavinnu og aukna prentun. Dæmi: General Motor, Standard Oil o. s. frv. 4. Það er naumast hugsanlegt, að settur verði hemill á auglýsingaframleiðslu með lögum gegn verzlunarhringum eða þ. h. 5. Uppgangur hinna mörgu nýju fyrirtækja vitn- ar uin það, að auglýsingarnar hafa aukizt og hreiðst enn meira út. 6. Framtíðar-auglýsingin þarf ekki á íburðar- miklu skrumi að halda. 7. Útvarpið er ekki hættulegt auglýsingaprentun, heldur færir það prentsmiðjunum aukna vinnu. 8. Útvarpið dregur ekki úr lestri bóka. Þvert á móti hefir bókaverzlunum fjölgað. 9. Sala bóka hefir minnkað vegna kreppunnar. Fólk hefir |»ó áreiðanlega meiri áhuga fyrir bókum en áður, en vantar peninga til bóka- kaupa. 10. Myndaútvarp mun á engan hátt skaða prent- iðnaðinn. 11 Minnkandi notkun stórra verzlunarfyrirtækja á umslögum og bréfhausuin hefir mjög lítið að segja. 12. Fjölritunarvélar og þess konar áliöld geta að- eins komið til greina, þegar um ódýra fram* leiðslu er að ræða. Vönduð verk verða ætíð eingöngu unnin í prentsmiðjum. 13. Nýjar prentunaraðferðir munu að ölluni lík- indmn rísa upp í framtíðinni, en hversu ódýr- ar þær verða, er annuð mál. 14. Prentiðnaðurinn hefir ekki hingað til beðið neitt tjón af völdum síma o. þ. h., og mun heldur ekki gera í framtíðinni. Utvarpið hefir t. d. aukið eintakafjölda prentaðs máls. 15. Prentiðnaðarfyrirtækin verða uppgangstímans strax aðnjótandi. Þegar batnar í ári, þá bíður áreiðanlega enginn í marga mánuði með það að auglýsa. Prentiðnaðurinn mun framvegis eins og hingað til notfæra sér framfarirnar. Litaprentun og aðrar prentaðferðir verða tekn- ar í notkun, sem gera iðnina ennþá verð- mætari. Eins og sjá má, eru hér settar fram tvær gagn- stæðar skoðanir. En það mun ekki fjarri sanni hjá »Pacific Printer«, að það verði bjartsýnin, en ekki bölsýnin, sem sigrast á kreppunni. LÁNASJÓÐUR. Á síðasta aðalfundi H. L P. báru tveir félagar, þeir Guðm. H. Pétursson og Þórliallur Bjarnarson, fram eftirfarandi tillögur um lánasjóð: a. Leggjum til, að lánsupphæðir sjóðsins til livers einstaklings hækki upp í kr. 500,00 með sömu tryggingum og verið hafa. b. Að uppbæðir allt að kr. 1000,00 með sömu tryggingum og að auki ábyrgðum tveggja fé- laga, er heimila vikulegan frádrátt af kaupi sínu til sjóðsins, ef lántakandi stendur ekki í skilum. c. Til að lullnægja eftirspurn eftir lánum sam- kvæmt þessuni tillögum, heimilist lánasjóði að taka lán eftir þörfum, allt að kr. 10 000,00, úr öðrum sjóðum félagsins, sem eru á spari- sjóðsvöxtum. Við almenna skriflega atkvæðagreiðslu í H. í. P. voru tillögur þessar samþvkktar með 64 atkv. gegn 31. SENDINGIN TIL AUSTURRÍSKU FÉLAG- ANNA. Nokkru fyrir síðasta aðalfund barst H. í. P. bréf frá skrifstofu Alþjóðasambands prentara, |iar sem farið var fram á styrk nokkurn til nauð- staddra austurrískra félaga. Bréf þetta var Iesið upp á aðalfundi H. í, P., og var þar samþykkt, að veita sem svaraði 500 ís- lenzkra króna í þessu skyni, og var fé þetta sent út í ávísun, 350 svissneskir frankar nettó, ásamt útfylltri ársskýrslu til Alþjóðasambandsins Nú liefir stjórn félagsins borist kvittun frá skrif- stofu Alþjóðasambandsins fyrir fjárbæð þessari, ásamt bréfi, þar sem svo var komizt að orði um sendinguna: »Heiðruðu félagar! Vér þökkum yður hjartan- lega fyrir sendingar yðar, einkum fvrir hina ágætu gjöf til handa austurrísku félögunum, sem og fyrir hið útfyllta spurningaskjal.« Ritstjóri: Þorsteiim Halldórsson. Prcntsmiðjan Dögun.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.