Prentarinn


Prentarinn - 01.04.1937, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.04.1937, Blaðsíða 1
PIRENTAMNN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS XVI. ÁR REYKJAVÍK, APRÍL 1937 10. BLAÐ FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLIHINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Þá eru þau liðin lijá þessi nierku tíma- mót i sögu félags vors. Það má ef til vill segja, að óþarfi sé að skril'a nú nokkuð um þetta afmæli og at- burði þá, sem gerðust i sambandi við það, en ekki ætti að saka, sérstaklega vegna seinni tíma, að scgja frá því helzta, er á daga HÍP dreif um þessar mundir, Jió að flestum muni það i fersku minni. Um það virðast allir sammála, að afmæl- isundirbúningurinn og hátiðin sjálf hafi verið féiaginu til hins mesta sóma. Um þetta vottar ekki einungis það, sem prentararnir sjálfir hafa sagt, heldur miklu fremur hitt, að menn utan stéttarinnar létu sér mjög tíðrætt um starf félagsins, hátiðina og af- mælisblaðið, og allir á þann veg, að Hið is- lenzka prentarafélag má vel við una og vera þakklátt fyrir þá vinsemd og þann skiining, sem þvi og einstaklingum þess og stéttinni i heild var sýnd á þessum tíma- mótum. Hátiðin hófst laugardaginn 3. april, kl. lx/i, að Hótel Borg. Þar voru þéttskipuð borð í báðum sölum og í þeim hópi rúm- lega 40 heiðursgestir. Guðmundur Halldórsson, formaður undir- búningsnefndarinnar, setti hófið með nokkr- um orðum, og borðuðu veizlugestir að þvi loknu Potage au homard (humarsúpu). Þá hélt formaður, Magnús H. Jónsson, ræðu fyrir minni félagsins og heiðursfélaganna, og ritari afhenti þeim vandað heiðursfé- lagaskírteini, en einn þeirra, Jón Árnason, þakkaði með nokkrum velsögðum orðum. Því næst söng prentarakórinn, undir stjórn Péturs Lárussonar, sex lög, við ágætar mót- tökur. Þá réðust menn og konur á Róti de boeuf. Legumes variés (nautasteik með jarðeplum og kálmeti). Næst talaði Jón H. Guðmundsson fyrir minni prentlistarinnar og á eftir var sungið Prentlist, þú gyðjan góða. Friðfinnur Guðjónsson las upp gamalt kvæði um prentara, með skemmtilegum skýringum. Stefán Björnsson og Gunnar Sigurmundsson sungu tvísöng. Þá var bor- inn á borð (ilace au fraises (jarðarberjaís). Óskar Guðnason hélt ræðu fyrir minni kvenna og síðan var sungið Fósturlandsins Freyja. Svo kom kaffi og frjáls ræðuhöld. Þessir gestir tóku til máls og fluttu kveðjur: Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráð- herra, Pétur Halldórssori borgarstjóri, Guð- mundur Finnbogason forséti Bókmenntafé- lagsins, Gunnar Einarsson formaður Félags islenzkra prentsmiðjueigenda, Steingrimur Guðinundss'on forstjóri Ríkisprentsmiðjunn- ar Gutenberg og Jón Baldvinsson forseti sameinaðs Alþingis og Alþýðusambands ís- lands. — Siðan var danzað til klukkan fimfn um morguninn. Og meðal annars voru spiluð ný lög undir danzinum eftir Oliver Guðmundsson, vélsetjara i ísafoldarprent- smiðju. Félaginu barst íjöldi heillaóskaskeyta frá einstaklingum og félögum. Það er alveg víst, að Hinu islenzka prent- arafélagi er ómetanlegt, hve vel afmæli þess tókst og ekki siður öll þau ágætu ummæli, sem það fékk opinberlega — þau eru lögð inn i sparisjóðsbók félagsins í banka al- menningsálitsins i landinu, og þar getur verð gott að eiga inni i framtiðinni.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.