Prentarinn - 01.09.1953, Blaðsíða 1
Prentarinn
31. árgangur, 5.—6. tölublað,
ágúst—september 1953.
BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Hallbjörn Halldórsson,
Sigurður Eyjólfsson.
Atvinnuleysi stafar af mistökum.
Þörf þjóðarinnar krcfst þess, að tiltekið magn
prentgripa til gagns og skemmtunar og fróðleiks sé
leitt fram á hverjum tíma, til dæmis ári hverju.
Þörf þjóðarinnar krefur, að tiltekinn hluti hennar
hafi af því atvinnu og þar með h'fsuppheldi að leiða
fram þessa hluti.
Þörf þjóðarinnar krefst þess, að þessi atvinna geti
árlega bætt á sig tilteknum hluta af árlegri fjölgun
fólksins í landinu.
Þetta er þríliða, sem það er hlutverk prentara-
stéttarinnar í landinu að reikna og reikna rétt, því
að það eru þessar þarfir þjóðarinnar, sem veitir
prentlistinni rétt til að geta kallazt atvinnugrein. Þá
er hún líka kölluð prentiðn, en bókiðnaður, ef
rekstur hennar er svo umfangsmikill, að hún þurfi
á að halda aðstoð annarra iðnstétta, svo sem prent-
myndasmiða, bókbindara og fleiri.
Síðasti liður nefndrar þríliðu hefir þegar verið
reiknaður, sem sé, þegar ákveðið var hlutfall nema
móti sveinum að tillögum nefndar, er um það mál
fjallaði árin 1919 og 1923, og hefir við niðurstöðu
af því verið látið sitja síðan. Verða ekki heldur
færðar sönnur á það enn þá, að hún hafi beinh'nis
reynzt röng. Þær sveiflur, er síðan hafa þótt benda
í þá átt, geta alveg eins hafa átt rót sína að rekja
til annarra ástæðna en þeirra, sem þá var reiknað
með. Verður því að láta, sem óþarfi sé að ræða
þann lið nánara að sinni.
Oðru rnáli gegnir um fyrsta og annan lið.
Enginn veit, svo að víst sé, hversu mikil er þörf
þjóðarinnar fyrir prentgripi árlega, enda er vitan-
lega erfitt að gera sér grein fyrir því. Þar koma
svo margar og margvíslegar ástæður til greina, og
torvelt er að öðlast yfirlit yfir þær. Að vísu má
segja, að eftirspurn segi til um þarfir, en torfundinn
er mælikvarði hennar. Hún er breytileg eftir ár-
ferði og fleiru, og auk þess má auka hana með ýms-
um brögðum eða og draga úr henni. Þó má gera
sér nokkra grein fyrir henni með því að athuga,
hvernig hún hefir staðizt á við atvinnuþörf um
nokkurt árabil. Einhverja grein verður að gera sér
fvrir henni af góðum og gildum ástæðum.
Af „undirstöðu nútímasamfélags" leiðir „skil-
yrðislaust skylduboð" í atvinnumálum, „en sam-
kvæmt því tekur líka sá, er efnir til atvinnufyrir-
tækis sér til lífsuppheldis, á sig skyldu til þess að
sjá þeim mannafla, er fyrirtæki hans er miðað við
til skynsamlegs rekstrar, fyrir stöðugri atvinnu".
Þetta þýðir það, ef svara má auðskildu með tor-
skildu, að gera verður fyrsta og annan lið nefndrar
þríliðu að jöfnum, eða, með öðrum orðum sagt,
að stilla verður svo til, að þörf þjóðarinnar fyrir
prentgripi standist á við þörf þeirra, sem lagt hafa
fyrir sig prentiðn, fyrir stöðuga atvinnu, svo að
þeir hafi af henni fullt lífsuppheldi. Að svo gerðu
er nefnd þríliða reiknuð upp.
Þetta er ekki vandalaust verk; það skal játað.
Þó er það ekki óvinnandi. Það er sem sé hægt að
gera sér grein fyrir því, hversu margt fólk hefir
lagt fyrir sig prentiðn til uppjafnaðar á hverjum
tíma og hve mikilli vinnu það geti afkastað á
hverjum tíma til uppjafnaðar, og miða framleiðslu
prentgripa við það. Þetta er rauði þráðurinn, sem
atvinnurekendur og verkafólk í iðninni verða að
rekja sig eftir, og það má takast, ef hvor tveggja
taka saman höndum og leggja sig fram. „Tekst,
ef tveir vilja.“
Það getur að vi'su verið dálítið erfitt með köfl-
um „að fylgja þræðinum", og mikið liggur við,
ef út af bregður. Af því leiðir atvinnuleysi, sem er
PRENTARINN 17