Prentarinn - 01.09.1953, Side 2
mikið böl og margháttað, og ekki er víst, að jafnan
sé til nægur stríðsótti með atvinnu handa atvinnu-
leysingjum, eins og nú er — því rniður í aðra
röndina. Hitt er betra, að gera ráðstafanir, sem
duga, til að halda atvinnu stöðugri, sem takast má,
ef farið er að öllu með „gætni og stillingu“. At-
vinnurekendur þurfa á sína hlið að hafa gát á
að láta ekki góðæri og gróðahug tæla sig til of
mikillar framleiðslu, svo að þá hendi ekki að festa
fé, sem þeim áskotnast, þegar vel gengur, en þurfa
á að halda, en vantar þá, þegar illa gengur. Verka-
fólk verður líka að hafa gát á fjáraflahug sínum,
sitja ekki um of um að „fá aukavinnu", því að
betri er stöðug atvinna en mikil aukavinna með
eftirfarandi atvinnuleysi, ekki að gleyma því, að
fljóttekið fé verður oftlega laust í hendi. A þessu
sviði er mest hætta á mistökum, og af slíkum mis-
tökum stafar það atvinnuleysi, sem hrjáð hefir
prentarastéttina síðustu tvö árin.
Annað atriði, sem mjög er hætt við að leiði til
mistaka og síðan til atvinnuleysis, er léttúð eða gá-
leysi um verðútreikning. Það getur verið töluverð
freisting að bjóða lækkun á verði prentgripa á
erfiðum tímum í því skyni að örva eftirspurn, en
það er hættulegt og hefnir sín, því að það eitrar út
frá sér. Þann leik var mjög títt að leika kring um
aldamótin, og aldrei hefir atvinna prentara verið
lélegri en þá. Með samtökum prentara og síðar
prentsmiðjueigenda tókst, sem betur fór, að stöðva
þann leik. Verðlækkun á engan rétt á sér, nema
svo standi á, að verð hafi hækkað óeðlilega vegna
óeðlilegrar eftirspurnar, en slíkt hefir ekki átt sér
stað um verð prentgripa og getur varla átt sér stað.
Til þess eru þeir ekki nógu mikil nauðsynjavara.
Hins vegar er ekki heldur neitt til, sem réttlæti
það, að þeir séu svo ódýrir, að atvinnuvegurinn
bíði tjón við. Ymislegt virðist benda til þess, að
verð á prentun sé þegar fyrir nokkru orðið hættu-
lega lágt, svo að prentsmiðjur verði að neita sér um
tilkostnað um vinnubrögð, útbúnað, hýbýlabúnað
og aðbúnað við verkafólk, nauðsynlegan til þess að
halda til jafns við það, sem tíðkanlegt er í öðrum
menningarlöndum, en liggi ella flatar, ef eitthvað
bjátar á, svo sem ef til muna dregur úr eftirspurn.
Það er lítið vit í því, að verð á prentun sé ekki
nema svo sem sexfalt hærra nú en fyrir um það bil
áratug, þegar flestallt, sem prentsmiðjur og prentarar
þurfa að kaupa, er nú nálægt því tífalt dýrara en þá
var. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að verði á
prentun hefir til skamms tíma verið haldið niðri
að opinberri tilhlutun, en að öðrum kosti mætti
segja, að verð á prentun ætti ekki að lækka, utan
nauðsyn bæri til, fremur en á öðrum verðmætum.
A því er samt allt af talsverð hætta, því að svo mörg
smáatriði koma til greina við myndun verðs á prent-
gripum, að gæta þarf vel að, til þess að ekkert
þeirra falli niður meðal annars fyrir tilhneigingu
til að afla viðskipta með því að selja ódýrt. Það
er víst fár atvinnuvegur, sem auðveldara sé að tapa
á en prentiðn. Því þarf líka að hafa nákvæma að-
gæzlu á öllu, sem við kemur verði á prentgripum.
Auðvitað er þó ekki nóg að gæta þess eins, að þeir
verði ekki of ódýrir. Líka þarf að gæta hins, að
þeir verði ekki of dýrir. I því skyni verður að hafa
góða gát á, að hvorki vörum né vinnu sé eytt til
ónýtis. Tap í atvinnurekstri er oft ekki annað cn
greiðslur á vörum, sem hafa ekki komið að notum,
og vinnu, sem hefir ekki komið að gagni. Því þarf
að gæta sparsemi á öllum sviðum, ef vel á að fara,
og þó í hófi.
Þetta er ekki svo að skilja, að það séu atvinnu-
rekendur einir, sem þurfa að spara og hafa gát
á öllu. Verkamenn þurfa líka að hafa gát á öllu
og spara hvað eina og ekki sízt þá dýrustu eign,
sem þeir eiga, starfsorku sína. Engin verðmæti eru
dýrmætari en starfsorka manns. Með því að fara
eyðslusamlega með hana geta verkamenn líka spillt
atvinnu sinni. Þeir þurfa ekki að eins að gæta þess,
að ekkert handtak fari til ónýtis, heldur líka hins,
að flaustra engu af. Það skaðar ekki, heldur batar,
því að það má drýgja atvinnuna. Það er, hvort eð
er, hlaupinn of mikill hraði ! þjóðlífið og þar með
líka í prentlistina, sem sjá má næg merki til í
hræðilegri óvandvirkni. Undirstaða verðmyndunar
er sá tími, sem verk tekur, og ef hann verður of
stuttur, fellur verkið í verði á aðra hliðina, en á
hina minnkar atvinnan. Verkamaður á að vita, hvers
virði vinna hans er og hvers virði hún á að vera
eða þarf að vera, til þess að atvinna hans haldist
við, en það þýðir lí'ka, að hann á að vita, hversu
langan tíma hvert verk þarf að taka, ef það á að
vera vel unnið. Með því að áætla hann of stuttan
getur hann leiðzt til hroðvirkni, en ekkert er jafn-
hættulegt atvinnugrein sem óvönduð vinna.
Hroðvirkni er ískyggilegast af öllum mistökum,
sem atvinnuleysi geta valdið. Ef menn fara að taka
ljósprent og jafnvel lélega fjölritun fram yfir „gott
og hreint guðsorðaprcnt", hina forngöfgu prentlist
Gutenbergs, eða útlenda prentgripi fram yfir inn-
lenda vegna útlitsins, frágangsins, eins saman, þá
vofir yfir íslenzkri prentarastétt meira atvinnuleysi
en svo, að nokkrir atvinnuleysisstyrktarsjóðir dugi
18 PRENTARINN