Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1953, Qupperneq 4

Prentarinn - 01.09.1953, Qupperneq 4
Suma hefi ég heyrt halda því fram, að ekkert væri að læra af Dönum, en það er heimska og þekkingarleysi að halda því fram, því að íslenzkir prentarar gætu lært margt af hinum dönsku stéttar- bræðrum sínum, ekki sízt hvað félagsmál snertir. I hinum ýmislegu prentsmiðjum eru félög, „klúbbar", eða sjóðir, sem gera ýmislegt gagn, til dæmis sjúkrasjóðir. Þar sem ég vinn, höfum við tvo slíka sjóði og greiðum kr. 1,80 á viku í báða sjóð- ina, en fáum úr þeim báðum kr. 9,50 á dag í veikindum í 27 vikur, og annar þeirra tryggir að au'ki greftrunarkostnað, kr. 350,00. Við höfum á þennan hátt að öllu samanlögðu, með því, sem prentarafélagið veitir, um kr. 200,00 á viku í veikindastyrk, og nokkrir hafa enn meira, með öðrum orðum fast að því vikulaun í 27 vikur, þ. e. eftir fyrstu veikinda-vikuna, því að prentsmiðju- eigendur greiða 9 kr. á viku eftir einnar viku veikindi. Þeirra styrkur nær líka yfir 27 vikna tímabil. Þetta getur vinur minn Olafur Sveinsson athugað í sambandi við skrif sitt í Prentaranum, þ. e. samanber Tímann, því að Prentarann hefir mér ekki auðnazt að sjá enn þá, þótt vinur minn Hallbjörn, ritstjóri, telji það sjálfsagt í bréfi til mín, að ég hafi fengið hann, en drjúgir eru Islands álar — að minnsta kosti fyrir Prentarann að ná til mín. Eg skal ekki þreyta ykkur meira að þessu sinni, en þið sjáið á þessu, að þið getið ýmislegt lært af dönskum prenturum. Ég skal við tækifæri segja ykkur ýmislegt annað smávegis. Svo ber ég ykkur öllum kæra kveðju mína og vona, að skógurinn í lundi ykkar í Laugardal vaxi fljótt og vel og veiti ykkur margar ánægju- og gleði-stundir. Með beztu kveðju! Kaupmannahöfn, 18. september 1953. Þorfinnur Kristjánsson. Skrifstofct Hins íslenzka prentarafélags er opin svo sem að undanförnu þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8—11 síðdegis vegna starfsemi á vegum skemmtinefndar, spilamennsku („Bridge") og því um líks. Kauplag breytist ekki 1. september til 30. nóvember þ. á. í þetta skipti, þar eð verðlagsvísitala hefir eigi breytzt til nægi- legs munar frá 1. marz. Alþjóðabandalag bókiðnaðarmanna. Talsvert er nú liðið á fimmta ár, síðan Alþjóða- bandalag bókiðnaðarmanna var stofnað með sam- einingu þriggja Alþjóðasambanda prentara, bók- bindara og steinprentara 10.—13. maí árið 1949. Stóðu að þv! 31 landssamband með samtals 482 686 félagsmönnum, eins og áður hefir verið skýrt frá í Prentaranum. A þessum umliðnu fjórum árum hefir bandalagið einkum lagt stund á að treysta samtökin og leggja grundvöll að skipulegu alþjóðasamstarfi þeirra þriggja atvinnustétta, er standa saman í því. I því skyni hefir framkvæmdanefnd bandalagsins meðal annars haldið úti myndarlegu tímariti, svo kölluðum „Orðsendingum" með auðkennisheitinu IGF/FGI á fjórum tungumálum, ensku, frakknesku, þýzku og sænsku, og flutt í því fréttir og frásagnir af starfsemi landssambandanna auk ýmissa greina og ritgerða varðandi hagsmunamál bókiðnaðar- manna bæði þjóðlega og alþjóðlega ásamt ýmislegu öðru efni til fróðleiks og skemmtunar. Tímaritið er auk þess prýtt myndum og vandað að öllum frágangi. Þá gefur bandalagið og út árlega skýrslur um starfsemi sína, og fylgja þeim í viðauka ársskýrslur frá landssamböndunum. Er í öllum þeim skýrsl- um mikinn og margvíslegan fróðleik að finna um hagi og háttu bókiðnaðarstéttanna víðs vegar um heim. Enn fremur gefur bandalagið út fjölritaðar eða prentaðar niðurstöður rannsókna sinna á ýmisleg- um vandamálum stéttanna þriggja, svo sem um nemahald, atvinnuleysi, óheiðarlega samkeppni, út- breiðslu smáprentvéla, fjölritunartækja og fjar- setningarvéla og annarra uppáfinninga, er bókiðn- aðinum getur staðið hætta af, og hefir frá sumu verið sagt i Prentaranum, en annars eru þessi rit sérstaklega ætluð til umræðu og ályktunar um á alþjóðaþingum bandalagsins. Oll þessi rit sendir bandalagið ókeypis í einu eða nokkrum eintökum til stjórna landssambandanna, þar á meðal Hins íslenzka prentarafélags, svo að þau geti fylgzt með starfi bandalagsins. Jafnframt því að koma starfi sínu á fastan grund- völl með því að semja starfsreglur handa fram- kvæmdanefnd sinni, sem bandalagið lét verða fyrsta verk sitt, sneri það sér að vandameiri og víðtækari viðfangsefnum í því skyni að greiða fyrir milli- þjóðlegum samskiptum stéttanna, sem að því standa. Af því tagi má nefna stofn að svo kölluðum 20 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.