Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1953, Side 5

Prentarinn - 01.09.1953, Side 5
gagnkvæmissamningi milli landssambandanna um réttindi félagsmanna gagnkvæmt, er þeir flytjast úr einu landi í annað, en skipulag í því efni hefir lengi þótt aðkallandi vegna þeirra, sem vilja leita sér frama utan heimalands síns. Hafa þegar nokkur þeirra gert slíka samninga. Þá hefir bandalagið enn fremur beitt sér fyrir söfnun og samantekt skýrslna um kauplag sveina og fjölda nema gagnvart svein- um og kaup þeirra og kjör og annað, er varðar hag bókiðnaðarmanna, ráðstöfunum til alþjóð- legrar viðurkenningar á prentfrelsi, alþjóðlegum að- gerðum til að ráða bót á pappírsskorti, setningu iðn- aðarmálanefndar hjá alþjóðavinnumálastofnuninni, undirbúningi að skipulagi viðvíkjandi notkun fjar- setningarvéla, hömlum á óheiðarlegri samkeppni með erlendri hjálp og alþjóðlegu samkomulagi um lágmarkskröfur varðandi kaup og kjör verkafólks innan bókiðnaðarins. Fjallaði alþjóðasamfundur eða þing 'bandalagsins um þessi málefni og gerði ályktanir um þau. Svo er ákveðið í samþykktum bandalagsins, að alþjóðaþing þess skuli haldið þriðja hvert ár. Stofnþing þess var í maímánuði árið 1949, og bar því að halda næsta þing árið 1952. Fór það fram í borginni Bournemouth á Suður-Englandi dagana 14.—'21. júní fyrra ár. Voru þar saman komnir 106 fulltrúar frá 36 af 39 landssamböndum bókiðnaðar- manna í 15 af 18 þjóðlöndum, er bandalagið tekur til. A þinginu var gengið frá endanlegum niður- stöðum í vandamálum þeim, er bandalagið hefir til meðferðar, kosin stjórn þess og framkvæmdar- nefnd, sem yfirleitt er skipuð sömu mönnum sem áður, — aðsetur sem áður í Bern á Svisslandi, — og alþjóðaritari valinn. Var hann einnig endur- kjörinn. Löndin þrjú, sem fulltrúa vantaði frá á þingið, voru Suður-Afríka og Island, — en félögin í þeim báðum höfðu afsakað fjarvist fulltrúa af sinni hálfu með kostnaðarástæðum, — og Frakkland. Samband bókiðnaðarmanna þar sagði sig úr bandalaginu, og var það iþó eitt af þeim 31, er stóðu að stofnun þess. Vakti þetta uppátæki að vonum mikla undrun á þinginu, og urðu því um það langar umræður, er lauk með ályktun um, að þingið vænti þess, að Samband frakkneskra bókiðnaðarmanna sæi sig um hönd, er frá liði, og leitaði aftur til bandalagsins, en jafnframt mótmælti þingið átyllu þeirri sem á engum gildum rökum reistri, er frakkneska sam- bandið þóttist hafa til úrsagnarinnar. Þetta hefir að sjálfsögðu orðið töluvert áfall fyrir bandalagið, því að við það hefir félagsmönn- um innan þess fækkað um hér um bil 50 000. Það munar urn minna. Milli þinga hafði stjórn bandalagsins gert sér mjög far um að efla það og hafði í því skyni leitað til samtaka bókiðnaðarmanna hvervetna um inn- göngu þeirra í bandalagið og orðið allvel ágengt. Við stofnun þess í maí árið 1949 voru í því 31 sam- band félaga bókiðnaðarmanna með 482 686 félags- mönnum samtals, eins og framar segir, en 1. janúar árið 1952 voru samböndin orðin 39 með 590 500 félagsmönnum alls. Þar af voru prentarar 353 414 (307 298 karlar, 46116 konur) eða 59,8%, bók- bindarar 163 951 eða 27,7% og steinprentarar 73 135 eða 12,5% af heildartölunni. Það munaði því ekki svo lítið um fráfall frakkneska sambandsins. Þó að frakkneska sambandið væri meðal stofn- enda bandalagsins, reyndist það því bráðlega ekki þægur ljár í þúfu. Þegar eftir fyrsta árið færðist það undan að greiða tillag sitt til bandalagsins vegna fátæktar og fékk þá mikinn hluta þess gefinn eftir, en greiddi þó eigi hinn hlutann. Var þá látið heita svo, að það „lægi í dvala“ og slyppi því við að full- nægja skyldum sínum við bandalagið. Að lokum sak- aði stjórn sambandsins ritara bandalagsins um mis- sögn í frásögn af verkfalli prentara í Marseille í tíma- riti bandalagsins, en fékkst þó hvorki til að segja, í hverju hún væri fólgin, né heldur að birta leiðrétt- ingu í tímaritinu, en gerði það þó að átyllu úr- sagnarinnar úr bandalaginu, að „missögn“ þessi hefði ekki verið leiðrétt. Hin raunverulega ástæða mun þó hafa verið öll önnur. I viðleitni sinni að efla og útbreiða alþjóðasamtök bókiðnaðarmanna komst stjórn bandalagsins að raun um, að sambönd bókiðnaðarmanna austan vesturtakmarka áhrifasvæðis ráðstjórnarríkjanna, „járntjaldsins“ svo kallaða, fengjust ekki til við- ræðu um inngöngu í bandalagið með því skipulagi, er það hefir sett sér. Alþýðusamtökin austur þar eru háð ríkisstjórnunum í þeim löndum, og fyrir þeim ráða nú svo kallaðir „einingarsinnar", er virðast skilja kenningu sína um „einingu verka- lýðsins" á þá lund, að þeir eigi einir að ráða yfir öllum og öllu, en við þá skipun er eigi vært öðrum en þeim, er vanizt hafa langfeðgum saman upp- eldisáhrifum ótakmarkaðs einveldis. Þessir verka- lýðsleiðtogar ráða nú líka einir öllu í Alþjóðasam- bandi verkalýðsins, er stéttarfélög þeirra eru í, síðan það brast í sundur í tvö fyrir harðleikni kenninga þeirra, og í því er líka enn það stéttar- félagasambandið frakkneska, sem bókiðnaðarmanna- sambandið frakkneska er í enn sem komið er. PRENTARINN 21

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.