Prentarinn - 01.09.1953, Page 6
Þaðan virðist líka runnin alda sú, er nú um sinn
hefir slitið það stéttarsamband bókiðnaðarmanna,
er upphaflega gekkst fyrir alþjóðasamtökum prent-
ara fyrir meira en sextíu árum, úr tengslum við
þá og aðra bókiðnaðarmenn, er loksins hafa nú
tekið höndurn saman með skipulagi, sem gerir
þeim fært öllum að vinna saman. Þrátt fyrir allar
byltingarnar sýnast Frakkar ekki enn þá lausir
við þau uppeldisáhrif „sólkonungsins" einvalda,
Loðvíks fjórtánda, að þola lengi harðdrægni og
sætta sig við hana undir niðri þrátt fyrir óró á
yfirborði. Ella væru þeir ekki heldur svo langt á
eftir tímanum, sem raun ber vitni í ýmsum grein-
um. Þess er þó að vænta, að ekki liði á mjög löngu
enn þá, að frakkneskir prentarar að minnsta kosti
átti sig aftur á því, hvað til friðar þeirra heyrir.
Vitað er, að framkoma þeirra um sinn hvílir að
eins á afskiptaleysi fjöldans af athöfnum þeirra fáu,
sem fara með ráðin meðal þeirra nú. H H
„Kaup bóndans" aftur.
Dagblaðið „Tíminn" hefir á sínum tírna sýnt
Prentaranum þann sóma að birta efdr honum grein-
ina „Kaup bóndans", er kom í 9.—10. tölublaði síð-
asta árgangs, og hefir dregizt of lengi að þakka
sagðan sórna. Nú er það hér með gert með ánægju,
en aukin ánægja hefði verið að því, ef jafnframt
hefði verið kostur þess, að þakka tiigerðir þess
manns, er tók sér fyrir hendur að andmæla grein-
inni í sama dagblaði rétt á eftir, og enn meiri
ánægja, ef andmælin hefðu borið með sér að vera
ekki sprottin af eintómri löngun til þess að and-
æfa, heidur af skiiningi á málefninu, sem er of
mikilvægt til að vera þrætuefni að eins, en þeim
kosti var ekki að fagna, því að andmælin sýndu
því miður það eitt, að höfundur þeirra hafði ekkert
í því skilið, þaðki að honum hafi skilizt, hvernig
bændum er skipað í flokk dýrategunda með orða-
tiltækinu „kaup bóndans" í staðinn fyrir hatip
bónda eða haup bænda, ef slíkt væri til, svo átakan-
lega sem „kaup bóndans“ minnir á „dyn kattarins",
„sinar bjarnarins" og „anda fisksins" í frásögn
Snorra Sturlusonar af hlutum þeim, er fjöturinn
Gleipnir var gerður af og því voru ekki til að
skoðun fornmanna.
Vert er að taka eftir því, að reyndar fer ekki svo
illa á því frá listrænu sjónarmiði, að orðadltækinu
„kaup bóndans“ svipi til hinna, úr því að það er
sameiginlegt með þeim öllum að tákna hluti,
sem ekki séu til, því að það tjáir einnig á líkingar-
fullan hátt, að orðatiltækið „kaup bóndans" er
ekki annað en hlekkur í fjötri, sem þeir, er sérstak-
lega þykjast til þess kjörnir að vera talsmenn fyrir
hagsmunum bænda, telja sig neydda til að leggja á
dómgreind almennings, svo að hægara sé að villa
um fyrir honum með því að skáka bændum í hóp
verkalýðs og „kaupþega", líklega í því skyni helzt
að reyna að forða þeim undan álögum af hálfu
ríkisvaldsins, en í því er engin skynsemi. Ef á það
væri fallizt, yrðu bændur að hlíta kosti vinnustéttar-
innar, sem greiðir hærri skatta af minna gjaldþoli
en atvinnurekendur eða eignastéttin vegna þess, að
hin fyrr nefnda liggur undir framtali frá tveimur
hliðum, bæði af eiginni hálfu og atvinnurekanda.
Það kynni þó að hjálpa, að vandséð er, hvernig ætti
að koma slíku tvöföldu framtali við um bændur
án bersýnilegs skollaleiks.
Hitt er annað mál og kann að vera vorkunnar-
mál, að ýmsir meðal bænda, sem eiga það til að
vera talsvert séðir í fjármálum í aðra röndina, vilji
gjarnan dyljast þeirrar staðreyndar, að atvinnuvegur
þeirra, landbúnaðurinn, búskapur, er vafalaust
frjálslegasti, ánægjulegasti, heilsusamlegasti og jafn-
vel auðveldasti atvinnuvegur, sem unnt er að stunda,
og þar á ofan arðsamasti, að minnsta kosti þegar
til lengdar lætur, eins og merkur maður nokkur,
vel kunnugur landbúnaði og reyndur að auki, lét
sér eitt sinn um munn fara. Allt frá landnámstíð
hafa allir bændur, sem hafa kunnað að búa og
lagt stund á fjársöfnun, orðið efnaðir og jafnvel
auðugir, nema sérstök óheppni hafi að þeim
steðjað, þótt undir mikilli ómegð hafi staðið, og
svo er enn. Mætti færa sönnur á það með mörgum
dæmum, þótt hér sé ekki tækifæri né rúm til. Nægi-
legt er í því efni hér og nærtækast að vísa til
Islendingaþátta „Tírnans". Hitt er annað mál, að
bændum hefir stundum orðið féfátt, þ. e. a. sk.,
að þeir hafi ekki allt jafnt haft rnikla peninga hand-
bæra, og það getur hent jafnvel auðugustu rnenn,
og þeir hafa oft og í mörgu sýnt, að þeir hafa
skilið, að „fleira er matur en feitt kjöt“, margt
fleira er auður en peningar, og þess vegna lagt
meiri hug á að eignast ýmislegt annað og eða verja
peningum sínum til einhvers sér til gamans. Þeir
hafa og löngum þótzt hafa ráð á því og eytt tals-
verðum tíma í að fást við ýmislegt næsta óarðvæn-
legt, svo sem ýmisleg félagsmálefni og bókmenntir,
blaðaskrif og fræðaritun fyrir utan landamerkja-
deilur, oft næsta vafasamar, og stundum haft af því
einhverja undarlega ánægju að láta ýmsa kaupa-
héðna, svo sem valdsmenn, klerka og hrossa-
22 PRENTARINN