Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1955, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1955, Blaðsíða 1
Prentarinn 32. árgangur, 9.—10. tölublað, desember 1954 — janúar 1955. BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Árni Guðlaugsson, Sigurður Eyjólfsson. Eru prentarar sinnulausir um hagsmunamál sín? Sífellt heyrast raddir um það úr hópi prentara, að félag þeirra sé í greinilegri afturför. Áður fyrr hafi það verið sjálfkjörið forystufélag og rutt brautina fyrir ýmsar torfengnar kjarabætur, sem nú þykja alls staðar sjálfsagðar. En fyrir ódugnað og íhaldssama forystu hafi það dregizt aftur úr og sé nú aðeins svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var. — Með hliðsjón af framvindu félagsmála og hinni öru tækniþróun síðustu áratuga er erfitt að gera hlut- lausan samanburð á fortíð og nútíð í þessu efni. Hitt er vitað, að áður fyrr, meðan félagssamtök prentara voru fámennari, var skemmtanalíf þeirra heilsteyptara og samheldnin þar meiri. Nú er til dæmis svo ástatt, að segja má, að gefizt hafi verið upp við það, að efna til afmælishátíðar félagsins nema á fimm eða jafnvel tíu ára fresti. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefir heldur ekki tekizt síðustu árin að hóa prenturum saman til smáskemmti- ferðar einn dag sumarsins, a. m. k. ekki svo að hópferð gæti talizt. Prentarar hafa með samtökum sínum komið sér upp vistlegum húsakynnum til tómstundaiðkana og lagt fram stórfé til þess að prýða þau og full- komna, en fæstir ómaka sig til þess að líta á þau hvað þá meira. — Það má segja, að í sjálfu sér sé ekki veruleg hætta fólgin í þessu tómlæti, ef það nær ekki inn á önnur svið félagslífsins. En þar sem vitað er, að félagsfundir prentara eru ákaflega illa sóttir, með þeirri undantekningu einni, að verkfall sé yfirvofandi, þá virðist allt benda til þess, að þorri prentara sé allt of tómlátur um framgang stéttarmála sinna. Og í því er hættan fólgin. Ef prentarar líta á uppbyggingu félags síns sem sér allt að því óviðkomandi — eða jafnvel fjandsamlegan aðila, sem geri sér aðeins far um að heimta af þeim skatta og skyldur — þá er útilokað að félagið sé þess lengur megnugt að halda uppi forystu- hlutverki. Án virkrar samheldni er það lítils megnugt. — Síðustu samningar við Félag íslenzkra prent- smiðjueigenda og gangur málanna í sambandi við þá, gæti verið okkur talsvert íhugunarefni. Þrátt fyrir athyglisverð ákvæði, sem fengust inn í ramn- inginn, virtust margir prentarar óánægðir með úr- slitin, og því meir, sem lengur leið frá samnings- gerð. Það virðist benda til þess, að þeir hafi ekki gefið sér tóm til að hugsa málið til fullnustu í tæka tíð. Urslit samninganna voru fullkomlega í samræmi við það, sem til var stofnað. Uppsögn þeirra var samþykkt svo að segja einróma, en þrátt fyrir það voru menn meira eða minna ráðvilltir, þegar til skilgreinings á kröfunum kom, og því var handahófsbragur á öllum málatilbúnaði. Menn virtust ekki gefa sér tíma til umhugsunar fyrr en það var um seinan. — En þá var gripið til gamah ráðs, sem oftar hefir þótt handhægt að nota: að skella skuldinni á forystu félagsins, þó hún hafi gert sitt bezta til þess að túlka hin hverfulu sjónar- mið félaganna og náð mjög viðunandi árangri bar- áttulaust. En í öllu falli þurfa menn að gera sér ljóst, að það er ekki alltaf hægt að búast við því, að giftu- samlega takist til, ef slembilukka ein á að ráða því, hver úrslit verða um dýrmætustu hagsmunamál. Vandvirkni og nákvæmni í málatilbúnaði verður að vera undanfari mikilvægra ákvarðana. Raddir eru oft uppi um það að þegar „vel árar“, beri að nota tækifærið, segja upp samningum og PRENTARINN 33

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.