Prentarinn - 01.01.1955, Page 4
um skemmdarfullan ásetning, hvar sem þeir láta
sjá sig. Og ekki bæta þessir stafir mál sitt sem há-
stafir. Hlálegt er það, hve hástafir hafa oft freistað
setjarans til að sýna þá á ská, jafnvel í verkum, er
kallast eiga vönduð.
I engilsaxneskum bókum virðist hástafadýrkunin
vera mjög algeng og mér er næst að halda, að
þaðan sé þessi sýki komin í íslenzkar prentsmiðjur.
Nú þykir ekkert sjálfsagðara, en setja fyrstu orð
hvers bókarkafla úr hinum svokölluðu kapertaller-
stöfum. Jafnvel í prentsmiðjum sem Hólurn, berst
þessi pest í næstum hvert verk sem unnið er. Það
er ekki nóg að nota einn hástaf í byrjun máls-
greinar eða í eiginnöfnum, — en það hefði hingað
til átt að kalla lestrarnauðsyn en stílræna plágu, •—
heldur er málsgrein að hálfu sett úr rómversku
letri en að hálfu úr gotnesku! Það þótti fallegt að
nota doppuna gagnstætt blaðsíðutalinu. Hún hefir
þó það umfram, að skapa jafnvægi síðunnar, hvort
sem henni er hugsað að leiða ti! einhvers eða ekki.
Kynlegt hve tískur hafa jafnan mikil áhrif sem
tískur.
Það er ekki fyrir öllu, að íslenzkir prentarar
útskrifist af útlendum prentlistarskólum, heldur að
menn haldi sér opnum, eins og það er kallað, og
það getur stafað hætta af þeim. Það er oft talað
um, að einhver danskur eða amerískur Hann hafi
gert það og því sé ekki nema sjálfsagt að gera það.
Vildi ég fá prentaðan bréfhaus, hvað varðaði mig
um það, prentsmiðjustjóri, hversu mörg letur þú
hafðir? Eg nennti ekki að hlusta á þig, en veittu
mér upplýsingar um hið eina, sem mig vantar að
vita: hefurðu þá í þjónustu þinni sem geta gert
mikið úr litlu ?
Mér þykir ekkert líklegra, en að þessir hástafa-
ismar eigi eftir að víkja fyrir kröfum um meiri
fágun og samræmi. Og þessi ismi sem ég boða (og
liggur beinast við að kalla hann lágstafa-isma), býður
stílræna fullkomnun, að svo miklu leyti sem eigind
táknanna leyfa, en vissulega eru þeir einstakir mis-
heppnaðir, eins og r, g og v, en það er þýðingarlaust
að ræða um það; við verðum að umbera þessa
vanskapninga meðan við getum ekki án þeirra
verið.
Hugsa þú um þetta kerfi, setjari, og er þú hefir
hugsað þig vel um: hvað viltu segja mér að mæli
á móti því, að þetta form sé fullkomnasta form
sem hugsast getur, út frá hvaða sjónarmiði sem er,
og hvað viltu segja mér að rnæli á móti því, að
það eigi eftir að verða ríkjandi í framtíð? Leyf
mér að heyra álit þitt.
Ýmsir hafa fundið hina stílrænu þyngd hingað-
til-meginmáls og gert virðingarverðar prófanir
með lágstafi og komist þar að stílrænni full-
komnun, en gagnvart lesningartilliti voru þessar
tilraunir misheppnaðar. Aftur á móti þjónar þessi
minn boðaði máti fyllilega kröfum lesaugans, (ef
það á annað borð er ekki frosið í hefð) og ströng-
ustu formkröfum, og mér vitanlega hefir þessurn
hætti ekki borið við í prentheimi.
Ég hefi skýrt þessa hugmynd í fám orðum fyrir
nokkrum mönnum við víxlaðar undirtektir, en,
enginn prentari hefir þó rætt það af áhuga. Ég
get reyndar ekki vænst skilnings án þess að hafa
hrint því í reynd, en ég vildi þó vænta, að menn
svöruðu ekki af óvild.
Prentarar þeir, sem ég hefi talað við um þetta,
hafa kastað fram spurningum: „En því ekki að
nota kapitalerstaf í stað stækkaðrar myndar af lág-
stafi?“ „Ætli það yrði ekki best að notast við gömlu
aðferðina?" „Menn eru byltingagjarnir á þessum
aldri og er þú eldist og róast, munt þú sjá að þetta
var gönuhlaup."
Ég held ég verði aldrei það elliær, að ég sjái eftir
að hafa unnið misheppnað verk vegna þess að
ég hafi verið byltingargjarn, heldur hlyti ég að
líta á, hvernig verkið var hugsað og hve réttlátt það
var, þótt ég sleppti byltingargirninni, enda mætti
segja að allar nýjungar séu byltingar byltingar-
gjarnra, hversu ellisljóir væru, og í rauninni er
snúið útúr. Ég boða ekki byltingu sem byltingu,
heldur vil ég vinna að fögru verki og alvarlega
benda mönnum á að vinna vel.
Það eru engin tök á að sýna þessa hugmynd hér
í blaðinu, þar eð mig vantar hin nauðsynlegustu
gögn, eða innan við þrjátíu stafamót, en lesandinn
ætti nokkurn veginn að geta gert sér í hugarlund
þann létta leik stafanna á pappírnum, það skemmti-
lega samræmi, þá skemmtilegu hrynjandi, sem
trjónustafirnir héldu uppi. Og nú beini ég skeyt-
um mínum til Hins íslenzka prentarafélags: Mig
vantar eitt eintak af hverjum lágstafi (stafamóti), t.
d. úr 14. pt. Baskerville (amerísku). Mér þykir
að vísu leitt að þurfa að biðja þessa, en þegar hefi
ég gengið í nokkrar prentsmiðjur og til frekara
öryggis ekki látið á mér finna hið minnsta fjár-
hagslegt þunglyndi, en ávallt verið synjað, og enda
kynjar mig það ekki. Prentsmiðjur eru kannski
ofsnauðar af þessum tólum. En mér datt í hug
að H. I. P. (sem eðlilega ætti að virða alla faglega
viðleitni til að víkka sviðið og fegra), myndi geta
fengið að láni þessi 20—30 stafamót nieð því að
36 PRENTARINN